Ellidi.is logo

Sta­an n˙na - 17. okt

Samg÷ngur ß sjˇ

Nřjar myndir af nřja Herjˇlfi

17 október 2017

Nú þegar komið er fram yfir miðjan október er Landeyjahöfn enn opin, sem betur fer.  Allir þekkja hversu mikilvægt það er fyrir okkur Eyjamenn og gesti okkar enda fylgja þessu ekki bara aukin tækifæri í ferðaþjónustu, viðskiptum með sjávarafurðir og fl. heldur er þetta stór hluti af almennum lífsgæðum íbúa.  Samgöngur skipta okkur hreinlega öllu og því mikilvægt að bæjarbúar hafi á öllum tímum sem mestar og bestar upplýsingar.  Í þessu pistli ætla ég að segja frá stöðunni hvað varðar samgöngur á sjó og reyna svo fljótlega að segja fá stöðunni hvað flug varðar.
 

4 október 2017

Eins og komið hefur fram vinnur Vestmannaeyjabær nú að samkomulagi við Samgönguráðuneytið um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Vestmannaeyjaferju.  Verkefnið er í senn gríðalega viðamikið og mikilvægt.
 
Nú þegar hafa verið haldnir 3 undirbúningsfundir og sá fjórði er á morgun.  Einlægur vilji er til að ná þessu saman og til að svo megi verða þarf að vanda gríðalega til undirbúnings.

VestmannaeyjabŠr leig­i dřpkunarskipi­ um helgina

Sta­an n˙na

Mynd af nřjustu mŠlingunni og fl.

2 október 2017

Eins og komið hefur fram leigði Vestmannaeyjabær dæluskipið Galilei núna um helgina.  Hægt er að lesa um það hér í frétt Eyjafrétta (umfjöllun Eyjafrétta). Var það gert til að höggva á ákveðinn hnút og reyna að opna höfnina sem fyrst.
 
Dýpkunin gekk vel og ljóst að dýpkunarskipið sem verið er að nýta í þetta er afar gott rétt eins og áhöfnin sem er almennt með áratuga reynslu af störfum sem þessum um allan heim

HelvÝtis fokking fokk

Herjˇflur fˇr bila­ur og kemur jafn bila­ur

Vi­ ver­um a­ taka ■ennan rekstur yfir

22 september 2017

Sem sagt, núna er staðan þessi eftir því sem ég kemst næst:

Herjólfur er í slipp í Hafnafirði.  Búið er að taka upp gírinn.  Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins.  Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.
Til landsins kom skip sem heitir „Röst“.  Ágætis skip, nánast eins og Herjólfur.  Eini munurinn hvað haffæri varðar er hlið sem sett var í Herjólf fyrir nokkrum árum en er ekki í Röstinni.  Þess vegna má hún ekki sigla í Þorlákshöfn. 

Freista ■ess a­ semja um leigu ß skipun

Vegager­in leitar allra lei­a til a­ tryggja gott afleysingaskip fyrir Herjolf

VestmannaeyjabŠr Ýtrekar mikilvŠgi ■ess a­ skipi­ geti ■jˇnusta­ Ý bß­ar hafnir

5 september 2017

Seinustu daga og vikur hefur Vestmanneyjabær átt í samskiptum við Vegagerðina vegna afleysinga fyrir Herjólf núna í haust þegar skipið fer í framhaldsviðgerð í kjölfarið á slipptöku núna í haust.  Í þessum samskiptum höfum við ítrekað þá afstöðu Vestmannaeyjabæjar að mikilvægt sé að sú ferja sem ætlað verði að hlaupa í skarðið verði með haffæri til siglinga bæði í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn.  Þá höfum vði einnig ítrekað þann vilja okkar að ekki verði tekið annað skip af öðrum samfélögum enda þekkjum við Eyjamenn mikilvægi þess að sú þjónusta sem ferjur veita séu ekki skertar.

Komin heimild til innflutnings ß hv÷lum

Gˇ­ar frÚttir

Mikil tŠkifŠri fyrir Vestmannaeyjar

21 ágúst 2017

Nú fyrir skömmu bárust okkur þær góðu fréttir að Umhverfisstofnun myndi veita okkur hjá Vestmannaeyjabæ og samstarfsaðila okkar, Merlin entertainment, heimild til innflutnings á þeim hvölum sem við höfum unnið að því að flytja frá Kína til Vestmannaeyja.
 

Enn bŠtist Ý flˇruna

Eyjabݡ fer vel af sta­

Saga kvikmyndasřninga Ý Vestmannaeyjum er l÷ng og farsŠl

23 júní 2017

 Eftir langt hlé er nú aftur hafinn rekstur kvikmyndahúss í Vestmannaeyjum.  Fyrstu skrefin lofa góðu og á þeim stutta tíma sem er liðinn frá því að Eyjabíó opnaði hafa á annað þúsund gestir sótt það heim. 

Ůa­ ■arf amk. tvŠr ferjur til a­ ■jˇnusta Vestmannaeyjar

Athyglisver­ tilraun me­ tvÝbytnu

Vi­kvŠmari fyrir hßrri ÷ldu

16 júní 2017

 Ég var svo lukkulegur að vera boðið í ferð í Landeyjahöfn með tvíbytnunni „Akranes“ sem Eimskip hefur leigt í 6 mánuði til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness.  Ferðin gekk í alla staði vel og ljóst að þessi farþegaferja er öflug og með góða stjórnhæfni.  Ég hef alla trú á því að ekki líði um langt þar til bátur sem þessi hefji siglingar með farþega milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í viðbótar við hinn ríksrekna Herjólf.

Kalla­ var eftir ÷­rum fundi sem fjalla­i um hi­ nřja skip og breytingar ß h÷fninni

FramtÝ­in - Opinn fundur um samg÷ngur ß sjˇ (seinnihßlfleikur)

Kynna endanlega h÷nnun nřrrar Vestmannaeyjaferju og ■rˇun hafnarinnar

17 maí 2017

Á stórgóðum borgarafundi um samgöngur sem haldinn var af frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns og héraðsfréttamiðlanna Eyjafréttum og Eyjar.net kom upp sterk krafa um að halda þyrfti sem fyrst annan fund um samgöngur og horfa þar til framtíðar, ræða nýja ferju og þróun Landeyjahafnar.  Einhverjir fundarmenn orðuðu það svo að fundurinn í seinustu viku hafi verið góður fyrri hálfleikur.

Nˇg komi­ af kyrrst÷­u

LÝtil mynd, en stˇr tÝ­indi

SamfÚlagi­ hÚr Ý Eyjum ■arf ß ■vÝ a­ halda a­ samg÷ngur ver­i fŠr­ar til betri vegar.

10 maí 2017

Það kann að vera að myndin hér til hliðar virki lítilfjörleg.  Í henni er engu að síður fólgið fyrsta skrefið að næsta áfanga í því að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar.  Hún sýnir fyrstu stálplötuna í nýja Vestmannaeyjaferju vera skorna niður í skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi og reiknað er með að skrokkurinn verði settur saman í haust.  Gangi allt eftir verður ný Vestmannaeyjaferja afhent í Póllandi 20. Júní á næsta ári og hefur siglingar fyrir þjóðhátíð á næsta ári.