Ellidi.is logo

Umfj÷llun um heilbrig­ismßl Ý Morgunbla­inu Ý dag

RÝki­ ■arf a­ axla ßbyrg­ ß heibrig­ismßlum aldra­ra og stˇrbŠta ■jˇnustu vi­ ver­andi mŠ­ur

8 febrúar 2016

Í morgunblaðinu í dag er fjallað um heilbrigðisþjónustu við aldraða og meðal annars komið inn á stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum.  Hér er það skýr krafa okkar sinni sinni lögbundnu þjónustu við aldraða og bæti mikið þjónustu við verðandi mæður.
 
Umfjöllun mogunblaðisins er á þessa lund:
 
Stilla þarf saman kröfunni um þjónustu og fjármögnun
Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að fara yfir fjármögnunarlíkan hjúkrunarheimilanna. Stilla þurfi saman kröfur sem ætlunin er að gera um þjónustu og fjármögnun hennar. Kristján Þór Júlíusson vonast til að málið skýrist betur öðrum hvorum megin við næstu mánaðamót.  Mikil umræða hefur verið um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög og samtök sjálfstæðra fyrirtækja sem reka slík heimili hafa gert kröfur á ríkið um hærri daggjöld og greiðslur á uppsöfnuðu tapi síðustu ára. Þá liggur fyrir að ekki hafa verið gerðir samningar um rekstur og fjármögnun heimilanna á þessu ári, samkvæmt ákvæði sem kom inn í lög á síðasta ári.
 
 
Þrjú ný heimili undirbúin
Nokkur sveitarfélög hafa óskað eftir að ríkið yfirtaki rekstur hjúkrunarheimila, meðal annars Garðabær, og fleiri eru með málin í þeim farvegi. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur að ekki þurfi að koma til þess. Það sé verkefni beggja samningsaðila að finna skynsamlega lausn á málinu. Ríkið, sveitarfélögin og viðkomandi sjálfseignarstofnanir hafi skyldur við aldraða einstaklinga.  „Við getum ekki verið að kasta öldruðu fólki svona á milli okkar.“ Hann segir að lögin skyldi ríkið til að standa undir ákveðnum þáttum, það er að veita styrki til stofnkostnaðar og standa straum af rekstrarkostnaði með daggjöldum. „Stór hluti hjúkrunarheimila er rekinn með halla, eins og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á 43 heimilum, en þrettán eru rekin með afgangi. Þar sýnist manni það stærð heimilanna skipti ekki máli. Við erum sammála um að þjónustan er góð.
 
Þjónustan sem Íslendingar veita er með því besta sem þekkist í veröldinni. Á sama tíma og þessi staða er uppi er einnig mikill þrýstingur á að fjölga rýmum. Við erum að vinna í því,“ segir Kristján. Hann rifjar það upp að eitt nýtt hjúkrunarheimili er nú í byggingu, á Seltjarnarnesi, og verið er að stækka heimilin á Hellu og Hvolsvelli. Þrjú ný heimili eru í undirbúningi, tvö á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Suður landi. Áætlaður stofnkostnaður við
 
þrjú síðastnefndu heimilin er um 5,5 milljarðar króna. Kristján vonast til að það skýrist með vorinu hvernig staðið verður að þessum málum og hvenær heimilin muni rísa.
 
Þjónustan er misjöfn
Ráðherra segir að á síðustu árum hafi náðst áfangar við að létta fjárhagsskuldbindingum af hjúkrunarheimilunum. Nefnir hann lífeyrisskuldbindingar sjálfstætt starfandi hjúkrunarheimila sem námu 6 millj- örðum króna. „Eftir standa lífeyrisskuldbindingar hjá sveitarfélögum ásamt því að finna betri flöt á því hvernig þessi hluti velferðarþjónustunnar er fjármagnaður.“ Hann segir að verið sé að fara í gegnum fjármögnunarlíkanið. Vonandi verði eitthvað nýtt að frétta af því máli í kringum næstu mánaðamót. „Þetta snýr einnig að kröfulýsingunni í væntanlegum samningum sem rekstraraðilum er gert að vinna eftir. Innihaldið er misjafnt eftir hjúkrunarheimilum.“ Kristján Þór segir ætlast til þess að rekstraraðili sem fær fjármagn með daggjöldum frá ríkissjóði sníði reksturinn að fjárframlögum.