Ellidi.is logo

Kaupmßttur hÚr ß landi jˇkst a­ me­altali um 9,5% ß sÝ­asta ßri

Hagur ═slendinga er a­ vŠnkast

Hinn eini sanni j÷fnu­ur sÚ a­ tryggja ÷llum sem j÷fnust tŠkifŠri

1 maí 2017

Dagurinn í dag er tileinkaður launafólki og baráttu þeirra fyrir auknum lífsgæðum.  Sjálfsagt hefði fáum grunað hversu miklum árangri þessi barátta ætti eftir að skila þegar verkamenn fylktu liði 1. maí árið 1889 í kjölfar þings evrópskra verkalýðsfélaga í París þar sem samþykkt var að þessi dagur skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks.
Tölurnar tala sínu máli 
Þótt sé víða verk að vinna þá hefur á fáum stöðum náðst jafn mikill árangur og hér á landi.   Það sýna alþjóðlegar mælingar á jöfnuði.  Fátækt mælist 4,6% á Íslandi og er sú lægsta í heimi. Í ríkustu löndum heims, OECD löndunum, er hún 11,4% að meðaltali og er t.d. 8,8% í Svíþjóð.  Á sama hátt er jöfnuður hvergi meiri en hér á Íslandi. Hinn svokallaði Gini stuðull er 0,244 (lægri stuðull þýðir meiri jöfnuður) en er 0,281 í fyrirheitna landinu, Svíþjóð.  Hér á landi er veruleikinn einnig sá að laun þeirra 20% sem hafa hæstar tekjur eru 3,4 föld laun þeirra 20% sem hafa lægstu tekjur. Þetta er lægsta margfeldið í OECD, í Svíþjóð er það 4,2.
 
Sögulegur árangur í að auka kaupmátt 
Eðlileg og sjálfsögð krafa launafólks er að kaupmáttur þeirra verði stöðugt bættur.  Það er því ánægjulegt á degi launfólks að fagna því að kaupmáttur hér á landi jókst að meðaltali um 9,5% á 
síðasta ári og er það mesta hækkun frá því að mælingar hófust árið 1990.  Meðaltals hækkun á þeim tíma er rétt um 1,8% á ári. Á sama mátt ber að fagna því að sérstök áhersla hefur verið lögð á hækkun lægstu launa í síðustu kjarasamningum og hagur þeirra sem tekjulægstir eru hefur hlutfallslega vænkast meira en annarra. 
 
Barátta dagsins er krafa allra stétta um réttlátt þjóðfélag 
Eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins hefur alla tíð verið að hinn eini sanni jöfnuður sé að tryggja öllum jöfn tækifæri. Tryggja einstaklingum tækifæri til að brjótast til metorða burt séð frá stétt og stöðu. Tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja að ríkið gangi ekki fram í krafti aflsmunar og gerðist sekt um ofríki og yfirgang. Tryggja rétt einstaklingsins til að skara fram úr og rétt allra til samhjálpar.  Á tímum sem nú er þörfin fyrir samstöðu landsmanna meiri en oft áður.  Á tímum sem nú er þörf fyrir ,,stétt með stétt”.  Merking 1. maí og barátta dagsins er því áfram krafa allra stétta um réttlátt þjóðfélag. Ég óska launafólki til hamingju með daginn og þann mikla árangur sem náðst hefur með stöðugri baráttu fyrir betri hag allra landsmanna.