Ellidi.is logo

98% ■eirra sem tˇku afst÷­u s÷g­ust ßnŠg­ me­ Ý■rˇttaa­st÷­u Ý Vestmannaeyjum.

Ůjˇnustuk÷nnun Gallup.

Almenn ßnŠgja me­ ■jˇnustu vi­ barnafj÷lskyldur, fatla­a og aldra­a.

12 janúar 2018

 Á miðvikudaginn fjallaði fjölskyldu- og tómstundaráð um þann hluta þjónustukönnunar Gallup sem að ráðinu snýr.  Almenn og vaxandi ánægja mældist með alla þessa þjónustuþætti. 

Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á, ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember.

98% þeirra sem afstöðu tóku eru ánægð með íþróttaðstöðu í Vestmannaeyjum

Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (92%) voru 98% ánægð en einungis 2% óánægð.  Ánægjan eykst mikið á milli ára og er einkunn Vestmannaeyjabæjar (á skalanum 1 til 5) 4,4 og því hátt yfir landsmeðaltali sem er 4,0.   

 

 

83% ánægð með þjónustu við barnafjölskyldur

Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (87%) sögðust 83% ánægð en 17% óánægð og eykst ánægjan á milli ára og er yfir landsmeðaltali.

 

 

78% ánægð með aðstöðu við fatlað fólk

Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem afstöðu tóku (72%) sögðust 78% vera ánægð en 22% óánægð og eykst ánægjan á milli ára og er yfir landsmeðaltali.

 

 

76% ánægð með þjónustu við eldri borgara

Þá  var spurt hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem afstöðu tóku (75%) sögðust 76% vera ánægð en 24% óánægð og eykst ánægjan verulega á milli ára og er nokkuð hátt yfir landsmeðaltali.

 

 

Þegar bæjarbúar eru ánægðir með þjónustu bæjarfélagsins er ástæða til að gleðjast.  Þá er það sérstaklega ánægjulegt að ánægja með alla ofangreinda þjónustuþætti aukast mikið á milli ára og er það til marks um að vel hafi tekist að bæta þjónustu við mikilvæga þjónustuþega svo sem aldraða, fatlaða og barnafjölskyldur í Vestmannaeyjum.

 

Enn er hægt að gera gott betra

Metnaður Vestmannaeyjabæjar hvað þjónustu varðar er mikill og enn er hægt að gera gott betra.  Í því samhengi má benda á að innan skamms opnar nýbygging við Hraunbúðir sem bæta mun mikið þjónustu við heimilisfólk sem glímir við heilabilun eins og Alzheimer, hafinn er undirbúningur að nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Eyjahrauni, byrjað er að hanna nýtt sambýli fyrir fatlaða og fjölga sérhæfðum leiguíbúðum fyrir þá og lengi má áfram telja. 

Að lokum er rétt að óska starfsmönnum sérstaklega til hamingju með þennan árangur enda hann fyrst og síðast vitnisburður um þann metnað sem ríkir meðal starfsamanna sveitarfélagsins.