Ellidi.is logo

N regluger um veiar sbjgum gnar grundvelli rtgrinna fyrirtkja

Blikur lofti

Krafa okkar a fari veri varlega

12 febrúar 2019

Á seinustu árum hefur hefðbundin útgerð í Þorlákshöfn heldur gefið eftir. Því hafa frumkvöðlar mætt með sókn í veiðar á óhefðbundnum tegundum og er nú svo komið að veiðar á sæbjúgum eru orðin kjölfesta í starfsemi þeirra.

 

Fyrirtækið Hafnarnes Ver er einn helsti frumkvöðull í veiðum og vinnslu á þessu sérstaka sjávardýri sem þykir lostæti í Kína og víðar.  Eigendur þess og starfsmenn hafa nú þegar orðið rúmlega áratuga reynslu og þeim tíma þróað og byggt upp veiðar og vinnslu auk þess að búa til öflugan markað.  Í dag starfa hjá þeim yfir fimmtíu manns.

Nú eru blikur á lofti.  Boðað er að á döfinni sé ný reglugerð um veiði á þessari tegund.  Mat eigenda Hafnarnes Vers er að reglugerðin hafi það nánast að markmiði að gera útaf við þá sem eru í þessum veiðum og vinnslu í dag.  Þannig er meðal annars er lagt til að veiðar dragist saman en um leið á að fjölga bátum á veiðum sem er einkennileg þversögn. Þá á að gefa nýjum bátum forgang að svæðum sem frumkvöðlar líkt og Hafnarnes Ver hafa fundið.  Forsvarsmenn og starfsmenn óttast því verulega um framtíð fyrirtækisins.

 

Sem fyrr segir starfa í dag 50 til 60 manns hjá fyrirtækjum hér í Ölfusi sem fyrst og fremst byggja á sæbjúgnaveiðum og því ljóst að ekkert sveitarfélag á Íslandi á jafn mikið undir hvað sæbjúgnaveiðar varðar.

 

Krafa okkar hlýtur því að vera að farið verði varlega í allar breytingar og tryggja að samfélagið í Ölfusi verði ekki fyrir skaða. Í því samhengi er enn á ný minnt á að mjög nýverið hvarf svo til allur kvóti úr samfélaginu og hefði ekki komið til sókn og frumkvöðlastarf hvað sæbjúgu varðar hefði skaðinn orðið enn meiri.

 

Við köllum því eftir að í stað þess að samþykkja fyrirliggjandi breytingar á reglugerðum þeim sem hér um ræðir setji Kristján Þór málið allt í samvinnuferil milli Atvinnuvegaráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar, útgerða sem stunda sæbjúgnaveiðar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

 

Kröftugir þingmenn Suðurlands hafa heitið stuðningi sínum vegna þessa og við hljótum því að vera bjartsýn á árangur.