Skv. Samfélagagsskýrslu Íslandsbanka 2016 voru konur 64% af starfsmönnum bankans.
Íslandsbanki gegn karlmönnum og plasti
Á landsbyggðinni eru konur 74% af starfsmönnum Íslandsbanka.
24 október 2019
Fulltrúar Íslandsbanka stigu fram í morgun og lýstu því yfir að bankinn muni hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði sem snúa að kynjahlutfalli hvað varðar þáttagerðamenn og viðmælendur. Þetta gerir bankinn að sögn í þágu jafnréttismála.
Nú er það svo að allir, eða að minnsta kosti vel flestir, telja sig talsmenn jafnréttis. Ekki verður þó hjá því litið hér er langt seilst í baráttunni...
Það sem þó vekur sérstaka athyli mína við þetta er sú staðreynd að samkvæmt Samfélagsskýrslu Íslandsbanka frá árinu 2016 voru konur 64% af starfsmönnum Íslandsbanka. Á landsbyggðinni voru konur 74% af starfmönnum bankans. Nýrri samfélagsskýrslu fann ég ekki á netinu en hlýt að trúa því að bankinn minn hafi sjálfur tryggt jafnt kynjahlufall áður en hann ræðst gegn ójöfnu kynjahlutfalli fjölmiðla.
