Ellidi.is logo

lkt flestum sem tj sig um mlefni Samherja hef g lent sterkum tkum vi a flag.

Eru sjvarbyggir "hrejatkum" tgeraflaga?

Reiin hefur n tkum vinstrimnnum.

16 nóvember 2019

Í fjölmiðlum í dag segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, að Samherjaskjölin sýni að sjávarútvegsfyrirtækin hafi of sterk tök á bæjarfélögum.  Að þau séu með hreðjatak á þeim (sjá hér).  Með því eru líkur leiddar að því að bæjarfulltrúar og bæjarstjórar séu undir hælnum á fyrirtækjunum.  Þetta er í mínum huga verulega undarlegt viðhorf til sjávarbyggða og til marks um að vonskan sé að ná yfirhönd í umræðunni.

Núna þegar rétt um mánuður er eftir af öðrum áratug þessarar aldar styttist samhliða í að ég hafi verið viðloðandi stjórnmál, og þá sérstaklega sveitarstjórnmál, í tvo áratugi.  Allan þann tíma í sjávarbyggð.  Á þessum tíma hef ég átt í margskonar samskiptum við sjávarfyrirtæki sem og aðra.

 

Átök mín við Samherja einkenndust af faglegheitum og virðingu

Ólíkt flestum sem tjá sig um málefni Samherja hef ég í lent í sterkum átökum við það félag. Reyndar svo mjög að ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar mætti þeim bæði fyrir héraðsdómstóli og síðan fyrir hæstarétti.  Hagsmunirnir vörðuðu milljarða og átökin mikil.  Málið teygði sig yfir rétt um tvö ár.  Á þeim tíma átti ég samskipti við Þorstein Má og aðra stjórnendur Samherja. Bæði að þeirra frumkvæði og mínum.  Í öllum tilvikum voru samskiptin fyrst og fremst fagleg og einkenndust af virðingu fyrir því að hagsmunir voru ólíkir.  (sjá nánar hér: https://www.vb.is/frettir/aetla-i-hart-vid-samherja/80110/).

 

Átök mín við Brim einkenndust af faglegheitum og virðingu

Um tíma lenti ég einnig í átökum við annan stóran útgerðarmann sem mikið er milli tannanna á fólki, Guðmund Kristjánsson í Brim.  Þau átök voru hressileg og um tíma leit út fyrir að útgerðarmaðurinn myndi stefna mér fyrir rógburð og meiðyrði í sinn garð.  Á meðan á málefnalegum átökum stóð -um afmarkað efni- átti ég í ágætis tengslum við Guðmund enda hann einn stærsti atvinnurekandinn í Vestmannaeyjum á þeim tíma. Við meira að segja sátum saman að horfa á handboltaleik um svipað leyti og frétt birtist: https://eyjar.net/read/2014-08-31/gudmundur-aetlar-ad-stefna-ellida/

 

Samskipti við útgerðafélög í Eyjum voru dýnamísk, en ætíð kurteisisleg

Á þeim tíma sem ég starfaði í Eyjum urðu oft dýnamísk samskipti milli mín og eigenda og stjórnenda útgerðarfélaganna. Stundum urðu þeir ósáttir við Vestmannaeyjabæ vegna skipulagsmála, stundum vegna samgöngumála, einstaka sinnum vegna fasteignaskatta og þar fram eftir götunum.  Aldrei var hótað, aldrei var reynt að þvinga, aldrei var reynt að beita „hreðjataki“ eins og Drífa Snædal hefur haldið fram.  Í raun voru ekki nokkur munur á þessum samskiptum og samskiptum við aðra hagsmunaaðila svo sem fyrirtæki í ferðaþjónustu, verslun eða jafnvel foreldrasamtök.  Samskiptin voru kurteisisleg.

 

Mútuþægni sósíalista í Namibíu segir ekki neitt um íslenskan veruleika

Þáttur Kveiks um framkomu Íslendinga í Namibíu vakti manni því undrun.  Miðað við þau gögn sem lögð voru fram virðist margt benda til þess að þar hafi lög verið brotin. Allir eru sammála um að þetta mál þarf að rannsaka og eftir atvikum að dæma í því.  Vísbending um að borið hafi verið fé á þingmenn sósíalista í Namibíu á hinsvegar minna en ekkert tengt við starfsemi í smábæjum á Íslandi.

 

Reiðin má ekki fara með ferðina

 

Það er ekkert óeðlilegt að fólk verði reitt þegar vísbendingar vakna um slæma framkomu. En jafnvel þótt maður verði reiður, það fjúki í mann og maður verði snöggvondur þá má reiðin ekki taka völdin.  Hún má ekki verða að vonsku.  Eftir birtingu þáttar Kveiks þykir mér reiðin hafa náð tökum á  vinstrivæng stjórnmálanna hér á Íslandi.  Öll meðul virðast heimil í baráttunni fyrir „kerfisbreytingu“. Meint brot í Namibíu hikstalaust tengd við íslenska smábæi. 

Svo slæm sem brot í Afríku kunna að hafa verið þá má illskan vegna þeirra hér á landi ekki verða til að valda þjóðinni -sem stendur utan við þetta allt- tjóni.  Reiðin má ekki verða að vonsku.  Jón Vídalín benti sennilega réttilega á eðli vonskunnar þegar hann sagði:  „Vonskan er frilla djöfulsins og eitt frjósamt kvikindi.  Ein vonska getur þúsund aðrar af sér og reiðin og heiftrækin er fósturmóðir þeirra allra.“