Ellidi.is logo

Almennt

18 júní 2019

EES samningurinn hefur reynst þjóðinni vel.  Um það held ég að flestir geti verið sammála.  Í gegnum hann höfum við Íslendingar aðgengi að innri markaði ESB.  Þægindin og hagsældin sem fylgja aðgengi að margfalt stærri vinnumarkaði með frjálsu flæði fólks eru [nánast] óumdeild.

Eigendur telja að þarna skapist 100 störf

Baðlón, ný skíðaaðstaða, gróðurhús og veitingasala í Hveradal í Ölfusi

Ölfus í einstakri stöðu hvað ferðaþjónustu varðar

13 mars 2019

Í gær var haldinn íbúafundur í Ölfusi til að kynna uppbyggingu við Skíðaskálann í Hveradöllum.  Um er að ræða afar metnaðarfulla framkvæmd á vegum Hveradala ehf. og er til að mynda gert ráð fyrir því að þarna verði allt að 100 starfsmenn og tóku fulltrúar fyrirtækisins það skýrt fram að áhersla yrði lögð á að manna fyrirtækið sem mest með íbúum úr sveitarfélaginu.  Framkvæmd sem þessi skapar okkur enn vaxandi tækifæri á sviði ferðaþjónustu.

Ný reglugerð um veiðar á sæbjúgum ógnar grundvelli rótgróinna fyrirtækja

Blikur á lofti

Krafa okkar að farið verði varlega

12 febrúar 2019

Á seinustu árum hefur hefðbundin útgerð í Þorlákshöfn heldur gefið eftir. Því hafa frumkvöðlar mætt með sókn í veiðar á óhefðbundnum tegundum og er nú svo komið að veiðar á sæbjúgum eru orðin kjölfesta í starfsemi þeirra.

 

Fyrirtækið Hafnarnes Ver er einn helsti frumkvöðull í veiðum og vinnslu á þessu sérstaka sjávardýri sem þykir lostæti í Kína og víðar.  Eigendur þess og starfsmenn hafa nú þegar orðið rúmlega áratuga reynslu og þeim tíma þróað og byggt upp veiðar og vinnslu auk þess að búa til öflugan markað.  Í dag starfa hjá þeim yfir fimmtíu manns.

Hef ekki trú á því að Sjálfstæðismenn styðji frumvarp Lilju

Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og efling samkeppnissjóða

260 starfsmenn ríkisins hafa 6600 milljónir til að reka Ríkisútvarp.

7 febrúar 2019

 Mér þykir lítið varið í frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla og það kemur mér á óvart ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins geta stutt það.  Stefna Sjálfstæðisflokksins er enda ekki að auka hlutfall skatta (endurgreiðsla) í rekstri fjölmiðla eins og Lilja stefnir á, heldur að draga úr því.  Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði.  Þar að auki vilja margir Sjálfstæðismenn og fleiri að fé sé fremur veitt til gerð íslensks efnis í gegnum samkeppnissjóði fremur en með ríkisrekstri.

::Mannvirðing er almenn og ekki valkvæð

Kristófer Acox, Sigmundur Davíð og Dagur B. Eggertsson eiga allir rétt á sömu mannvirðingu.

:: Þetta er sjálfstæðiskítseiði sem lýgur því sem honum dettur í hug.

3 febrúar 2019

Ég hef áður skrifað pistil um hugtakið „mannvirðing“.  Í þessu gagnsæja orði felst sú virðing sem allir eiga skilið fyrir það eitt að vera manneskja.  Mannvirðingin er almenn.  Hún á við alla, öllum stundum í öllum aðstæðum.  Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir að: „...allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ 

Nýtt fyrirtæki á sviði hátækni matvælaframleiðslu

Stórframkvæmd í Ölfusinu

Áætlaðar árstekjur eru 7 milljarðar og 25 til 35 ný störf í sveitarfélaginu

14 janúar 2019

Fá ef einhver svæði á landinu búa við sömu framtíðartækifæri og Ölfus.  Eitt af þeim risaverkefnum sem við vinnum nú að tengjast Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi.  Þar er um að ræða verkefni sem er einstakt á heimsvísu þar sem koma á upp klasa fyrirtæja sem nýta sér staðbundna kosti svæðisins svo sem aðgengi að varma, gastegundum og fl.  Þannig verður stuðlað að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðarvirkjunar í Ölfusi, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun.

Fjölskylda sparar 45 milljónir með búsetu í Ölfus

Ungt fólk leitar út fyrir borgina.

hátt lóða- og fasteignaverð hvetur mjög ungt fólk til að leita hófanna utan borgarmarkanna

28 nóvember 2018

Í gærmorgun var haldinn fundur í skipulagsnefnd hér í Ölfus.  Það bar til tíðinda að á fundinum var úthlutað lóðum fyrir tvær íbúðablokkir og stefnir því í að á nýju ári fari 3 til 4 slíkar í byggingu.  Þar verður þá um að ræða 50 til 60 íbúðir sem sérstaklega eru hugsaðar sem fyrsta eða seinasta íbúð.  Að auki er mikill áhugi á rað- og parhúsalóðum sem og lóðum undir einbýlishús.  

Það er þörf á stórátaki í samgöngumálum þjóðarinnar

Fyrirliggjandi samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2033 er óásættanleg

::Bættar samgöngur eru hluti af lausn á lóðarskorti

8 nóvember 2018

Í morgun fór fram fundur í bæjarráði í Ölfusinu.  Meðal þess sem þar var rætt var samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2033.  Að mati allra sem sátu fundinn er áætlunin langt frá því að vera ásættanleg.  Hér í Ölfusinu, eins og um allt land, er bent á brýna þörf sem ekki er fyrirhugað að mæta til ársins 2033.  Þrátt fyrir góðan vilja þá er fyrirliggjandi samgönguáætlun óásættanleg. Það er hreinlega þörf á þjóðarátaki þegar kemur að úrbótum og eðlilegt að gerð sé krafa á ríkisstjórn að stíga fastar fram.  

 

Barátta stígamóta er barátta fyrir velferð bæði drengja og stúlkna

Drengirnir okkar nauðga

Hvort vildum við heldur vera foreldri geranda eða þolanda kynferðisofbeldis?

2 nóvember 2018

Við sem erum feður bæði drengja og stúlkna stöndum nú frammi fyrir áleitini spurningu Stígamóta "Hvort myndum við velja að vera foreldri geranda kynferðisofbeldis eða foreldri þolanda kynferðisofbeldis?" Samhliða verðum við að svara spurningunni: "Hvort getum við frekar komið í veg fyrir að synir okkar verði gerendur eða dætur okkar fórnarlömb"?

Árangur verður ekki til úr engu

Magnaður árangur

Myndband

8 mars 2018

Árangur íþróttafólks frá Vestmannaeyjum er einstakur. Núna um helgina leika karla- og kvennalið okkar til úrslita í bikarkeppni í handbolta. Vinni liðin leiki sína verður íþróttafólk frá Vestmannaeyjum handhafi allra bikarmeistaratitila í meistaraflokki karla og kvenna í bæði handbolta og fótbolta.
 

Landeyjahöfn lítur vel út

Niðurstaða dýptarmælingar við Landeyjahöfn

Vor í lofti og spáin góð

1 mars 2018

Í gær mældi Lóðsinn dýpið í Landeyjahöfn.  Að mörgu leiti er niðurstaðan vonum framar.  Eðlilega er eftirvænting meðal bæjarbúa enda eigum við allt undir því að blessuð höfnin sé nægilega djúp og sjólag sé þannig að Herjólfur geti siglt þangað.  Með það í huga reynum við að miðla þeim upplýsingum sem við höfum.
 
 

Vorið boðar komu sína

Dýpkun að hefjast í Landeyjahöfn

Enn of snemmt að spá fyrir um hvenær höfnin opnar

27 febrúar 2018

Eftir brælutíð er nú loks útlit fyrir að veður stillist. Gangi veður- og ölduspá eftir fer mars af stað með góðviðri og hægum sjó.  Það er því að koma sá árstími að við Eyjamenn lítum til Landeyjahafnar með von um siglingar þangað.
 
Í gær hafði ég samband við Vegagerðina og óskaði eftir upplýsingum um það hvernig þessi blíðukafli verði nýttur. 
 
 

Fjallað um mælingar Gallup á væntingavísitölu

Aðstæður góðar og bjart framundan

Mikill kraftur í Eyjum og tækifæri í vændum

23 febrúar 2018

Íbúar í Vestmannaeyjum horfa björtum augum á framtíðina.  Ekki einungis telja þeir aðstæður almennt betri en íbúar annarra sveitarfélaga heldur telja þeir að þær eigi ýmist eftir að batna eða haldast jafn góðar.  Þessar niðurstöður koma fram í nýlegri mælingu Gallup á svokallaðri "væntingavísitölu" sem mæld er reglulega og fjallað var um á fundi bæjarstjórnar í gær.

Unnið eftir þriggjafasa þjónustumódeli

Ætlum að halda áfram að byggja upp þjónustu fyrir aldraða

Hraunbúðir stækkaðar, þjónustuíbúðir byggðar, dagþjónusta bætt, félagsaðstaða byggð upp og fl.

1 febrúar 2018

 Að búa vel að öldruðum er brýnt.  Þarfir þeirra eru magvíslegar og stöðugt þarf að vera vakandi fyrir að gera gott betra.  Þekkt er að eldriborgum í Vestmanneyjum –eins og reyndar á landinu öllu- er að fjölga hratt og mikilvægt að þjónustan sem að þeim snýr vaxi samhliða.

Gosið reyndist Eyjamönnum erfitt

45 ár frá upphafi gossins á Heimaey

Magnað að sú kynslóð sem á undan gekk hafi hér reyst bæ sinn úr ösku.

23 janúar 2018

Í dag eru 45 ár frá upphafi gossins á Heimaey. Eyjamenn og landsmenn flestir minnast þess nú þegar jörðin rifnaði í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum og gló-andi hraun vall úr. Í ávarpi sínu við upphaf gossins sagði þáverandi biskup að varla hefði í annan tíma jafn mikill voði vofað yfir jafn mörgum Íslendingum á sama andartaki og þá nótt. Gosið á Heimaey væri einn hrikalegasti atburður sem orðið hefði í sögu landsins. Það voru vafalaust orð að sönnu og mikil var sú mildi að ekki varð tjón á lífi íbúa, björgunarmanna og framtíð byggðar.
 

 

98% þeirra sem tóku afstöðu sögðust ánægð með íþróttaaðstöðu í Vestmannaeyjum.

Þjónustukönnun Gallup.

Almenn ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, fatlaða og aldraða.

12 janúar 2018

 Á miðvikudaginn fjallaði fjölskyldu- og tómstundaráð um þann hluta þjónustukönnunar Gallup sem að ráðinu snýr.  Almenn og vaxandi ánægja mældist með alla þessa þjónustuþætti. 

Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á, ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember.

Þjónustukönnun Gallup

Margir óánægðir við sorphirðu í Eyjum

45% óánægð þegar spurt var út í sorphirðu

10 janúar 2018

Í gær fjallaði Framkvæmda- og hafnaráð um þann hluta árlegarar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember. 

Þjónustukönnun Gallup

91% þeirra sem tóku afstöðu ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á

Samgöngu og heilbrigðismál það sem oftast er nefnt að þurfi að bæta

9 janúar 2018

Fyrr í dag kom bæjarráð saman og fjallaði meðal annars um þann hluta árlegarar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember.  Í stuttri umfjöllun er ætíð erfitt að draga út allar helstu tölur og því er valið að segja hér í texta frá helstu niðurstöðum eins og ráðið fjallaði um þær en birta allar þær tölur sem fram eru settar. 

Mikil uppbygging á þjónustu við eldri borgara á stuttum tíma

30 ára afmæli félags eldri borgara í Vestmannaeyjum

Verið að stækka Hraunbúðir, byggja nýjar þjónustuíbúðir, bæta dagdvöl og ýmislegt fl.

8 janúar 2018

 Núna um helgina átti félag eldri borgara í Vestmannaeyjum 30 ára afmæli.  Félagið gegnir einu af lykilhlutverkum í þjónustu og hagsmunagæslu eldri borgara hér í Vestmannaeyjum.  Það var mér heiður að vera boðið til afmælisins en samband Vestmannaeyjabæjar og félagsins hefur ætíð einkennst fyrst og fremst af trausti, gagnkvæmri virðingu og skilningi á einlægum vilja til samstarfs.

92% þeirra sem taka afstöðu eru ánægðir með þjónustu Grunnskóla Vestmannaeyja og 88% með leikskóla.

Þjónustukönnun Gallup 2017 - Fræðslumál

Enn er hægt að gera betur og þegar hafnar framkvæmdir til að þess

4 janúar 2018

Fyrr í dag var haldinn fundur í fræðsluráði Vestmannaeyjabæjar en það ráð fer meðal annars með málefni allra skóla, daggæslu og fl. Til umfjöllunar var niðurstaða þjónustukönnunar Gallup sem gerð er árlega til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á, ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Sú könnun sem nú var til umfjöllunar fór fram frá 3. nóvember til 17. desember. Ánægjulegt er að segja frá því að allir þættir sem undir ráðið falla eru yfir landsmeðaltali og ánægja eykst á milli ára.
(Hægt er að nálgast myndband með sömu svipuðum upplýsingum með því að smella hér: Ánægja með fræðslumál í Vestmannaeyjum)