Ellidi.is logo

Almennt

Gott ßr a­ baki og bjartsřni hva­ var­ar nřtt ßr.

Fjßrhagsߊtlun 2018

::Myndband

18 desember 2017

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 hefur nú verið samþykkt í bæjarstjórn.  Hún ber það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar er traustur og þrátt fyrir mikla þjónustuaukningu seinustu ár er gert ráð fyrir rekstrarafgangi. 
 
Miklu skiptir að seinustu ár hafa vaxtaberandi skuldir verið nánast alveg greiddar upp auk þess sem leiða er ætíð leitað til að hagræða í rekstri og nýta rekstrarbata til að bæta þjónustu við bæjarbúa.
 
 
 
 

Ůakklßtur fyrir hvatninguna

Gef kost ß mÚr til a­ lei­a lista SjßlfstŠ­ismanna Ý vor

Stoltur af ■eim verkum sem unnin hafa veri­ ß seinustu ßrum og vil taka ■ßtt Ý a­ gera enn betur

15 desember 2017

  Ágætu Eyjamenn

Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina, vitandi hversu dýrmætur lærdómur það hefur verið mér að hafa gegnt þeirri stöðu sem ég hef gert nú í hartnær 12 ár.

 

Ég er stoltur af því verki sem unnið hefur verið á þessum árum. Ég er stoltur af því að við búum í samfélagi sem er rekið á ábyrgan hátt. Samfélagi sem hugsar vel um íbúa sína, unga sem aldna. Samfélagi þar sem sóknarfæri eru óþrjótandi og leiða er leitað til að nýta þau. Samfélagi sem gleðst saman þegar sigrar eru og sýnir samkennd þegar harmleikir eiga sér stað. Umfram allt í samfélagi með stórkostlegum íbúum sem ætíð eru tilbúnir til að leggja lykkju á leið sína fyrir samfélagið.  Það traust sem mér hefur verið sýnt bæði í kosningum og í störfum mínum og sú vinátta sem ég hef fengið svo ríkulega verður mér um alla tíð afar hjartfólgin.

FramkvŠmdir vi­ h˙snŠ­i Barnaskˇla og Hamarskˇla

Skˇlah˙snŠ­i Ý raun aldrei fullbyggt

B˙a ■arf vel a­ starfsm÷nnum og nemendum

12 desember 2017

 Skólahúsnæði er í raun aldrei fullbyggt.  Eftir því sem kröfur til náms breytast og eðli skólastarfs þróast þarf að aðlaga húsnæðið.  Húsnæði GRV er allt komið til ára sinna þótt sannarlega hafi mikið verið snikkað og að sniðið við upphaflega húsnæðið.  Nú stendur yfir undirbúningur að nokkrum framkvæmdum þar til viðbótar.  Að hluta til er þar um að ræða framvæmdir til að mæta niðurstöðu rýnivinnu sem farið var í með kennurum og öðru starfsfólki.
 
 

Breg­ast ■arf vi­

Miki­ ßlag ß kennurum

Styrkja ■arf sto­kerfi­

11 desember 2017

Á skömmum tíma hefur skólastarf þróast hratt.  Hraðinn í samfélaginu hefur vaxið og kröfur til skólastarfs samhliða.  Litróf nemenda hefur einnig orðið enn fjölbreyttara til að mynda með aukinni áherslu á þjónustu við nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir, auknum kröfum hvað lestur varðar og áherslu á greiningu og markvissa vinnu með þá sem þurfa sér stuðning við nám sitt.
 
Við gerð kjarasamninganna árið 2014 voru gerðar breytingar á starfsumhverfi kennara og vinnumat innleitt í grunnskólum. Þessar breytingar þóttu ekki skila árangri og því var ákveðið að fela hverju sveitarfélagi að fara betur yfir málin og greina hvernig mætti gera betur

Krafan er skřr; ■a­ ß a­ veita fŠ­ina■jˇnustu Ý Vestmannaeyjum og vÝ­ar Ý landsbygg­unum

FŠ­inga■jˇnusta er ˇvi­unandi Ý landsbygg­unum

Myndband

8 desember 2017

 Fyrir mér eru Vestmannaeyjar paradís á jörðu.  Náttúran, fólkið, menningin, sagan, krafturinn samstaðan og svo margt fleira jarðtengir mig og lætur mig fljúga í senn.  Samt er það svo að tveir hornsteinanna eru ekki í lagi, samgöngur og heilbrigðisþjónusta.  Ég er afar bjartsýnn á að á næsta ári tökum við stórt skref hvað samgöngur varðar sem síðan mun leiða af sér enn fleiri slík í átt að betra ástandi.  Út af borðinu standa þá heilbrigðismálin og þá sérstaklega fæðingaþjónustan. 

Dagforeldra˙rrŠ­i­ er einn af hornsteinum ■jˇnustu vi­ yngstu Ýb˙ana og foreldra ■eirra.

Framl÷g VestmannaeyjabŠjar me­ ■jˇnustu dagforeldra aukin um helming

Ătla­ a­ styrkja dagforeldra˙rrŠ­i­ og lÚtta ßl÷gum af nřb÷ku­um foreldrum.

23 nóvember 2017

Dagforeldra úrræði er einn af hornsteinum þjónustu við foreldra og börn þeirra.  Hér í Vestmannaeyjum höfum við verið afar heppin með það fólk sem valist hefur í þessa þjónustu.  Það þekki ég bæði sem foreldri og síðar sem bæjarstjóri.  Hlutverk sveitarfélagsins hvað þessa þjónustu varðar er að veita leyfi til starfseminnar en dagforeldrar eru að öðruleiti sjálfstætt starfandi.  Þeir ákveða sjálfir sína gjaldskrá og stjórna starfseminni. Hér í Eyjum eins og víðast eru daggæslugjöldin niðurgreidd af sveitarfélaginu

Saga GÝsla J. Johnsen er saga hugrekkis og breytinga

Ůa­ ■arf kjark til a­ breyta

═ framtÝ­inni felast tŠkifŠri ef vi­ h÷fum ■or og framsřni til a­ nřta ■au.

18 nóvember 2017

Nafn Gísla J. Johnsen er samtvinnað sögu Vestmannaeyja.  Hann var hér fæddur 10. mars 1881.  Með verslun sinni og útgerðarrekstri átti hann stóran þátt í að bæla niður þá einokun sem hafi legið sem mara á Eyjamönnum í mannsaldir.  Það var þó bara byrjunin á ævintýranlegri uppbyggingu Gísla.  Eins og allir sem þora að gára vatnið var Gísli umdeildur og oft reyndist honum erfitt að glíma við neikvæðni samfélagsins og óttann við breytingar. 

8 nóvember 2017

Í gær var dýpið í Landeyjahöfn mælt.  Eftir skítabrælu á sunnudaginn og þungan sjó átti maður allt eins von á því að dýpið væri orðið of lítið.  Ölduhæð þennan tíma fór í allt að 6 metra og hamagangurinn ógnvænlegur.  Þök rifnuðu af húsum hér í Eyjum og björgunarsveitir áttu annasaman tíma.  Það var því ánægjulegt að sjá niðurstöðu mælingar frá því eftir hádegið í gær sem sýnir að dýpið í Landeyjahöfn er heilt yfir með því besta sem verið hefur.

SmÝ­atÝmi ferjunnar nřttur til a­ gera breytingar ß h÷fninni

Breytingar ger­ar ß Landeyjah÷fn

Unni­ a­ rannsˇknum a­ enn stŠrri breytingum

31 október 2017

 Fátt, ef eitthvað er meira rætt í Vestmannaeyjum en samgöngur.  Því miður hafa bábiljur og bullsögur verið hvimleiður fylgifiskur þessara umræðna.  Enn eru þeir til sem telja að hin nýja ferja geti ekki siglt í Þorlákshöfn, að ekkert verði gert hvað varðar breytingar á Landeyjahöfn og jafnvel að ný ferja sé hreint ekkert í smíðum.  Líklegt er að upplýsingaflæði í þessu mikilvæga máli hafi ekki verið nægilegt og því bálbiljunar fengið að lifa.  Í þessum stutta pistli langar mig að gera grein fyrir því hver staðan er núna og hvað breytingar verið er að vinna að á Landeyjahöfn.
 

Sta­an n˙na - 17. okt

Samg÷ngur ß sjˇ

Nřjar myndir af nřja Herjˇlfi

17 október 2017

Nú þegar komið er fram yfir miðjan október er Landeyjahöfn enn opin, sem betur fer.  Allir þekkja hversu mikilvægt það er fyrir okkur Eyjamenn og gesti okkar enda fylgja þessu ekki bara aukin tækifæri í ferðaþjónustu, viðskiptum með sjávarafurðir og fl. heldur er þetta stór hluti af almennum lífsgæðum íbúa.  Samgöngur skipta okkur hreinlega öllu og því mikilvægt að bæjarbúar hafi á öllum tímum sem mestar og bestar upplýsingar.  Í þessu pistli ætla ég að segja frá stöðunni hvað varðar samgöngur á sjó og reyna svo fljótlega að segja fá stöðunni hvað flug varðar.
 

4 október 2017

Eins og komið hefur fram vinnur Vestmannaeyjabær nú að samkomulagi við Samgönguráðuneytið um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Vestmannaeyjaferju.  Verkefnið er í senn gríðalega viðamikið og mikilvægt.
 
Nú þegar hafa verið haldnir 3 undirbúningsfundir og sá fjórði er á morgun.  Einlægur vilji er til að ná þessu saman og til að svo megi verða þarf að vanda gríðalega til undirbúnings.

VestmannaeyjabŠr leig­i dřpkunarskipi­ um helgina

Sta­an n˙na

Mynd af nřjustu mŠlingunni og fl.

2 október 2017

Eins og komið hefur fram leigði Vestmannaeyjabær dæluskipið Galilei núna um helgina.  Hægt er að lesa um það hér í frétt Eyjafrétta (umfjöllun Eyjafrétta). Var það gert til að höggva á ákveðinn hnút og reyna að opna höfnina sem fyrst.
 
Dýpkunin gekk vel og ljóst að dýpkunarskipið sem verið er að nýta í þetta er afar gott rétt eins og áhöfnin sem er almennt með áratuga reynslu af störfum sem þessum um allan heim

HelvÝtis fokking fokk

Herjˇflur fˇr bila­ur og kemur jafn bila­ur

Vi­ ver­um a­ taka ■ennan rekstur yfir

22 september 2017

Sem sagt, núna er staðan þessi eftir því sem ég kemst næst:

Herjólfur er í slipp í Hafnafirði.  Búið er að taka upp gírinn.  Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins.  Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.
Til landsins kom skip sem heitir „Röst“.  Ágætis skip, nánast eins og Herjólfur.  Eini munurinn hvað haffæri varðar er hlið sem sett var í Herjólf fyrir nokkrum árum en er ekki í Röstinni.  Þess vegna má hún ekki sigla í Þorlákshöfn. 

Freista ■ess a­ semja um leigu ß skipun

Vegager­in leitar allra lei­a til a­ tryggja gott afleysingaskip fyrir Herjolf

VestmannaeyjabŠr Ýtrekar mikilvŠgi ■ess a­ skipi­ geti ■jˇnusta­ Ý bß­ar hafnir

5 september 2017

Seinustu daga og vikur hefur Vestmanneyjabær átt í samskiptum við Vegagerðina vegna afleysinga fyrir Herjólf núna í haust þegar skipið fer í framhaldsviðgerð í kjölfarið á slipptöku núna í haust.  Í þessum samskiptum höfum við ítrekað þá afstöðu Vestmannaeyjabæjar að mikilvægt sé að sú ferja sem ætlað verði að hlaupa í skarðið verði með haffæri til siglinga bæði í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn.  Þá höfum vði einnig ítrekað þann vilja okkar að ekki verði tekið annað skip af öðrum samfélögum enda þekkjum við Eyjamenn mikilvægi þess að sú þjónusta sem ferjur veita séu ekki skertar.

Komin heimild til innflutnings ß hv÷lum

Gˇ­ar frÚttir

Mikil tŠkifŠri fyrir Vestmannaeyjar

21 ágúst 2017

Nú fyrir skömmu bárust okkur þær góðu fréttir að Umhverfisstofnun myndi veita okkur hjá Vestmannaeyjabæ og samstarfsaðila okkar, Merlin entertainment, heimild til innflutnings á þeim hvölum sem við höfum unnið að því að flytja frá Kína til Vestmannaeyja.
 

Enn bŠtist Ý flˇruna

Eyjabݡ fer vel af sta­

Saga kvikmyndasřninga Ý Vestmannaeyjum er l÷ng og farsŠl

23 júní 2017

 Eftir langt hlé er nú aftur hafinn rekstur kvikmyndahúss í Vestmannaeyjum.  Fyrstu skrefin lofa góðu og á þeim stutta tíma sem er liðinn frá því að Eyjabíó opnaði hafa á annað þúsund gestir sótt það heim. 

Ůa­ ■arf amk. tvŠr ferjur til a­ ■jˇnusta Vestmannaeyjar

Athyglisver­ tilraun me­ tvÝbytnu

Vi­kvŠmari fyrir hßrri ÷ldu

16 júní 2017

 Ég var svo lukkulegur að vera boðið í ferð í Landeyjahöfn með tvíbytnunni „Akranes“ sem Eimskip hefur leigt í 6 mánuði til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness.  Ferðin gekk í alla staði vel og ljóst að þessi farþegaferja er öflug og með góða stjórnhæfni.  Ég hef alla trú á því að ekki líði um langt þar til bátur sem þessi hefji siglingar með farþega milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í viðbótar við hinn ríksrekna Herjólf.

Kalla­ var eftir ÷­rum fundi sem fjalla­i um hi­ nřja skip og breytingar ß h÷fninni

FramtÝ­in - Opinn fundur um samg÷ngur ß sjˇ (seinnihßlfleikur)

Kynna endanlega h÷nnun nřrrar Vestmannaeyjaferju og ■rˇun hafnarinnar

17 maí 2017

Á stórgóðum borgarafundi um samgöngur sem haldinn var af frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns og héraðsfréttamiðlanna Eyjafréttum og Eyjar.net kom upp sterk krafa um að halda þyrfti sem fyrst annan fund um samgöngur og horfa þar til framtíðar, ræða nýja ferju og þróun Landeyjahafnar.  Einhverjir fundarmenn orðuðu það svo að fundurinn í seinustu viku hafi verið góður fyrri hálfleikur.

Nˇg komi­ af kyrrst÷­u

LÝtil mynd, en stˇr tÝ­indi

SamfÚlagi­ hÚr Ý Eyjum ■arf ß ■vÝ a­ halda a­ samg÷ngur ver­i fŠr­ar til betri vegar.

10 maí 2017

Það kann að vera að myndin hér til hliðar virki lítilfjörleg.  Í henni er engu að síður fólgið fyrsta skrefið að næsta áfanga í því að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar.  Hún sýnir fyrstu stálplötuna í nýja Vestmannaeyjaferju vera skorna niður í skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi og reiknað er með að skrokkurinn verði settur saman í haust.  Gangi allt eftir verður ný Vestmannaeyjaferja afhent í Póllandi 20. Júní á næsta ári og hefur siglingar fyrir þjóðhátíð á næsta ári. 

HŠkkun vir­isauka ß fer­a■jˇnustu um r˙mlega 100% kemur til me­ a­ ska­a landsbygg­irnar.

Landsbygg­irnar ■urfa ß fer­a■jˇnustu a­ halda

St÷rfum Ý sjßvar˙tvegi Ý landsbygg­unum hefur fŠkka­ grÝ­arlega, a­ hluta til tˇk fer­a■jˇnusta vi­.

9 maí 2017

Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú grein sem aflar okkar litlu þjóð stærsta hluta gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Hún er hinsvegar meira. Hún er líka sjálfsprottin upp úr umhverfi frumkvöðla um allt land. Hún er að mörgu leyti lík því sem var í sjávarútveginum þegar hann hélt uppi hinum dreifðu byggðum. Með öllu er óljóst hvort að ferðaþjónustan sem jarðvegur frumkvöðla lifi af breytingar þær sem ríkisstjórn boðar nú um að tvöfalda virðisaukaskattinn á hana á næsta ári.