Ellidi.is logo

Almennt

Kaupmßttur hÚr ß landi jˇkst a­ me­altali um 9,5% ß sÝ­asta ßri

Hagur ═slendinga er a­ vŠnkast

Hinn eini sanni j÷fnu­ur sÚ a­ tryggja ÷llum sem j÷fnust tŠkifŠri

1 maí 2017

Dagurinn í dag er tileinkaður launafólki og baráttu þeirra fyrir auknum lífsgæðum.  Sjálfsagt hefði fáum grunað hversu miklum árangri þessi barátta ætti eftir að skila þegar verkamenn fylktu liði 1. maí árið 1889 í kjölfar þings evrópskra verkalýðsfélaga í París þar sem samþykkt var að þessi dagur skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks.

BŠtt a­gengi a­ fer­amannast÷­um

UmhverfisframkvŠmdir

Myndir

30 mars 2017

Á seinustu árum hefur Vestmannaeyjabær fengið styrki til að bæta aðgengi að ferðamannastöðum víða um Eyjuna.  Styrkirnir eru hvetjandi en sjaldnast duga þeir til að standa undir framkvæmdum.  Á seinustu dögum hefur nokkuð verið rætt um hvernig þessum styrkjum hefur verið varið og jafnvel hvort þessum styrkjum hafi verið til þeirra framkvæmda sem þeir voru ætlaðir.
 
Ég vil því með þessum skrifum gera grein fyrir þeim framkvæmdum sem um ræðir:

Fatla­ir eiga a­ b˙a vi­ jafnrÚtti og sambŠrileg lÝfskj÷r og a­rir Ýb˙ar Ý Vestmannaeyjum

Fasteigna■rˇun Ý mi­bŠnum - ═ Vestmannaeyjum ß hjarta­ a­ slß fyrir alla

RekstrarhagrŠ­ing seinustu ßra nřtt til a­ efla alla ■jˇnustu.

27 mars 2017

Það sem af er þessu kjörtímabili hefur Vestmannaeyjabær lagt áherslu á að nýta rekstrarhagræðingu seinustu ára til að auka þjónustu við bæjarbúa.  Þannig var höfuðáhersla lögð á hlut barna og barnafjölskyldna sem meðal annars skilaði mikilli fjölgun á leikskólaplássum, frekari niðurgreiðslu til dagmæðra, heimagreiðslum til foreldra, tómstundastyrkjum til barna undir 16 ára auk þess sem ákveðið var að viðhalda þjónustuþáttum á borð við að veita öllum börnum gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug og fl.
Á meðan innleiðing á þessum þjónustuþáttum gagnvart börnum og barnafólki stóð yfir var hafinn undirbúningur að stóreflingu þjónustu við aðra þjónustuhópa og þar með talið við fatlaða en mat okkar var að löngu tímabært væri að þeir þjónustuþegar fengju aukna athygli.

Sta­a siglinga ■etta vori­ - nřjasta dřptarmŠlinging

┴ n˙verandi skipi er einfaldlega ekki hŠgt a­ gera betur

18 mars 2017

Samgöngur eru og verða mál málanna á lítilli Eyju með kröftugt atvinnulíf og öflugt mannlíf.  Þegar samgöngur á sjó eru tvennskonar; annarsvegar að sigla í þrjá tíma tvisvar á dag eða í fjörutíu mínútur þrisvar til fimmsinnum á dag, þá er vilji íbúa og gesta alveg skýr.  Þeir vilja af sjálfsögðu sigla skemmri leiðina sem einnig er margfalt ódýrari. Þegar röskun verður þar á eins og seinustu daga þá er ég mikið spurður: "Afhverju er ekki verið að sigla í Landeyjahöfn".  Nú er það svo að Vestmannaeyjabær ræður engu um samgöngur.  Sú ábyrgð liggur hjá ríkinu sem síðan hefur samið við Eimskip um að sinna siglingum.  Eftir sem áður reyndi ég að afla mér upplýsinga hjá Vegagerðinni og rekstraraðilum Herjólfs með það fyrir augum að miðla þeim til íbúa.

JafnrÚtti er ekki valkvŠtt

Au­vita­ ß a­ afnema l÷g um h˙smŠ­raorlof

JafnrÚtti felur me­al annars Ý sÚr a­ l÷ggjafinn tryggi jafnan rÚtt ßn tillits til sundurgreinanlega breyta svo sem kyns, litarhßttar, tr˙ar e­a anna­.

16 mars 2017

 Alþingi hefur nú í meðförum frumvarp til draga um orlof húsmæðra þar sem lagt er til að þau verði afnumin.  Ég er því fylgjandi að svo verði gert enda er jafnrétti ekki valkvætt.  Jafnrétti felur meðal annars í sér að löggjafinn tryggi jafnan rétt án tillits til sundurgreinanlega breyta svo sem kyns, litarháttar, trúar eða annað.  Lög sem beinlínis ganga gegn þessu ber að afnema.

Frˇ­legt ef allir ■eir sem ßtt hafa samkynhneig­a reynslu v÷knu­u grŠnir einn dag

Litbrig­i nßtt˙runar, samkynhneig­ og sßlfrŠ­ilegar vangaveltur

SßlfrŠ­inni hefur ekki gengi­ vel a­ ˙tskřra ■ennan fj÷lbreytileika

13 mars 2017

  
Í hádeginu fór fram afar áhugaverð framsaga undir heitinu litbrigði regnbogans þar sem Sólveig Rós fræðslufulltrúi Samtakanna ´78 fjallaði um fjölbreytileika í samfélaginu og þá ekki síst með tilliti til samkynhneigðar.
 
Ég hef um langa hríð haft mikinn og einlægan áhuga á réttindamálum samkynhneigðra.  Bæði ræður þar að fólk mér nákomið hefur komið úr skápnum og blessunarlega valið að lifa lífi sínu eins og þau eru frekar en hvernig aðrir vildu að þau væru.  Þar við bættist að þegar ég stundaði mastersnám í sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla deildum við hjónin íbúð með hommum sem fljótt urðu okkar bestu vinir og í gegnum þá kynntumst við „litbrigðum regnbogans“ sem einnig varð til þess að ég fékk enn aukinn áhuga á því hversu erfitt sálfræðin hefur átt með útskýringar á þessum fjölbreytileika í mennlegu eðli.

33 ßr frß hinu hro­alega Helliseyjaslysi

Sjˇslys og ■rekraunir

Íryggi­ er ekki sjßlfgefi­

10 mars 2017

Á morgun eru 33 ár frá hinu hroðalega Helliseyjarslysi.  Það var að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984 um kl. 23.00 að Heillisey VE 503 sökk hér fyrir austan Heimaey.  Þetta slys kostaði 4 unga menn lífið en sá fimmti, Guðlaugur Friðþórsson vann það ótrúlega afrek að bjarga sér á sundi í 5 – 6 tíma í ísköldum vetrarsjónum.

Samg÷nguߊtlun skorin ni­ur um 10 milljar­a

Hvernig hef­i fari­ fyrir smÝ­i nřrrar Vestmannaeyjaferju?

Loks bjart framundan

8 mars 2017

Í lok seinasta árs og upphafi þessa lögðust bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum þungt á árarnar í samstarfi við þingmenn Suðurlands til að tryggja undirskrift nýs smíðasamnings.  Hér heima og víðar blöskraði ýmsum sú mikla áhersla sem við lögðum á að drífa í undirskrift.   Nú les fólk hinsvegar um 10 milljarða niðurskurð í áætluðum samgöngumálum.

Flytja ma. syrpu vinnsŠlla laga eftir Oddgeir Krisjßnsson

Sinfˇ til Eyja

Fj÷lbreytt mannlÝf og menning Ý Eyjum

21 febrúar 2017

Óvíða er menning og mannlíf jafn lifandi og fallegt og hér í Vestmannaeyjum.  Í hverri einustu viku standa íbúum og gestum til boða margskonar aðgengi að menningarlífi sem spannar allt frá myndlistasýningum, leikhúsverkum og tónleikum yfir í ljóðalestur og sögugöngur. 
 
Vestmannaeyjabær reynir í samstarfi við fjölmarga aðila að brydda stöðugt upp á nýjungum og gæta þess að sem flestir finna eitthvað við sitt hæfi á því hlaðborði sem menningardagskráin er. 
Nú innan skamms verður boðið upp enn einn einstaka viðburðinn í Vestmannaeyskumenningarlífi þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð hingað til Vestmannaeyja með glæsilega dagskrá í farteskinu.   Tónleikarnir verða í Íþróttamiðstöðinni 1. mars kl. 19.30 og síðan verður boðið upp á sérstaka skólatónleika næsta dag kl. 10:30.

Allar nŠtur, alla daga er e­li ■eirra og saga a­ lÝkjast rottunum...

Rottur

....me­ l÷ngu skottunum og naga og naga.

20 febrúar 2017

Helgin var mér góð.  Mér tókst meira að segja að glugga í bækur og eins oft fletti ég í ljóðabókum.  
 
Eitt af þeim ljóðum sem töluðu hvað sterkast til mín -nú sem oft áður- var ljóðið „Rottur“.  Það á bara eitthvað svo helvíti vel við núna.  Verst hvað það á oft við á okkar góða landi.

Afhverju er ekki veri­ a­ dřpka

Sta­an Ý Landeyjah÷fn

Fernt jßkvŠtt Ý st÷­unni

15 febrúar 2017

Í dag hef ég mikið verið spurður afhverju ekki sé farið að dýpka enda ölduhæð undir 2m. Eins og oft eru margar sögur sagðar (áhöfnin ekki í Eyjum, skipið kemst ekki að vegna grynninga, skipið bilað og fl.). Hið sanna er að til þess að skip geti athafnað sig þarf ölduhæðin að vera undir 2 metrum og eftir því sem aldan er lengri þarf ölduhæðin að vera minni. Núna um hádegi var öldulengdin um 85m og því enn ekki mögulegt fyrir skipið að athafna sig. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá er allt klárt og lagt verður af stað um leið og mögulegt verður.

M÷rg af merkustu mannana verkum hÚr ß landi ver­a hÚr eftir Ý Vestmannaeyjum

Stˇrkostleg gj÷f

┴g˙st Einarsson og kona hans Kolbr˙n Ingˇlfsdˇttir fŠr­u Bˇkasafni Vestmannaeyja a­ gj÷f eitt stŠrsta fßgŠtisbˇkasafn hÚr ß landi

13 febrúar 2017

Gamalt og gott orðatiltæki segir:“Hver er sínum gjöfum líkastur“.  Ekki er að efast um sannleik þessara orða en um nýliðna helgi fengum við Eyjamenn að sannreyna þessi orð þegar Ágúst Einarsson og kona hans Kolbrún Ingólfsdóttir færðu Bókasafni Vestmannaeyja að gjöf eitt stærsta fágætisbókasafn hér á landi.  Sá hlýhugur sem í þessu er fólginn og velviljinn í garð heimabyggðarinnar er í það minnsta jafn stór og gjöfin sjálf.

Stöð 2 gerði þessu ágætis skil í kvöldfréttum í gær: Sjá "hér"

Sta­an skapar tŠkifŠri ef rÚtt er a­ mßlum sta­i­

Erlendir rÝkisborgarar Ý Eyjum

Fj÷lga­i um 121% ß 7 ßrum, er samt enn undir landsme­altali.

6 febrúar 2017

 Erlendir ríkisborgarar gegna veigamiklu hlutverki í gagnverki hins íslenska samfélags og á það við um Vestmannaeyjar eins og önnur öflug samfélög.  Samkvæmt Hagstofu Íslands er hlutfall erlendra ríkisborgara hér á landi um 9% (seinasti ársfjórðungur 2016).  Hér í Vestmannaeyjum búa 311 einstaklingar með erlent ríkisfang eða 7,2% allra íbúa.  Það merkir að Íslenskir ríkisborgar eru 92,8% fólks sem búsett er í Vestmannaeyjum.  Frá 2009 til 2016 fjölgaði erlendum íbúum jafnt og þétt úr 140 í 311.  Það gerir 121% fjölgun.

┴hrifin hrÝslast ˙t um samfÚl÷gin

┴hyggjur af heimilunum

Ůeir tekjulŠgstu verst settir

31 janúar 2017

Sjómannaverkfall hefur nú staðið yfir í um 7 vikur.   Verulegur ágreiningur er uppi milli samningsaðila og lítur sá ágreiningur fyrst og fremst að deilu um olíuverðsviðmið og svokallaðs sjómannaafsláttar.  
 
Sjómenn vilja sem sagt að þáttur þeirra í olíukostnaði minnki og þeir vilja endurheimta sjomannaafsláttinn sem ákveðið var að fella niður árið 2009.  
 
Í morgunblaðinu í dag ræði ég ásamt þremur öðrum kollegum mínum þess stöðu.  (sjá hér að neðan):

Fj÷lskylda sem fer­ast a­ me­altali einu sinni Ý mßnu­i me­ Herjˇlfi ■egar siglt er Ý Ůorlßksh÷fn grei­ir hßtt Ý hßlfa milljˇn ß ßri

Kostna­ur heimila Ý Vestmannaeyjum af samg÷ngum er frßleitt hßr

Sß Herjˇlfur sem n˙ siglir er a­ fullu afksrifa­ur og kostna­ur vi­ Landeyjah÷fn er um e­a innan vi­ 4 milljar­ar

30 janúar 2017

 Í gær ræddi ég við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar um samgöngur á sjó.  Viðtalið má heyra með  því að smella hér: Samgöngur á sjó við Vestmannaeyjar.
 
Þar er fyrst og fremst rætt um afhverju við Eyjamenn viljum halda núverandi skipi fyrstu misserin eftir að nýja skipið kemur og síðan hið mikilvæga mál er snýr að gjaldskrá Herjólfs þegar siglt er í Landeyjahöfn.

Ef farnar eru 6 fer­ir ber nřja ferjan amk. 108 bÝlum meira en s˙ gamla ■ann daginn

...og enn er tali­

Verum mßlefnaleg

26 janúar 2017

Í gær gerði ég enn eina tilraun til að miðla upplýsingum til bæjarbúa um hið nýja skip sem við nú vitum að verður komið til þjónustu við okkur júní 2018.  Það gerði ég í þeirri vissu að líklega yrði snúið út úr orðum mínum og reynt að finna leið til að gera jafnvel einföldustu upplýsingar svo sem um burðagetu skipsins tortryggilega.  Það stóðst sem stafur á bók.
 
Leiðin sem var valin var að halda því fram að til að fegra veruleikan væri miðað við að nýja skipið myndi eingöngu flytja smábíla og látið í veðri vaka að flutningsgeta nýju ferjunar sé ekki að aukast eins mikið og haldið hefur verið fram.

Nřja ferjan tekur 31 bÝl meira ■egar um bor­ eru einnig 5 gßmar

Endilega telji­ bÝlana og geri­ samanbur­

Tekur 19 bÝlum meira ■egar bara eru bÝlar ß dekkinu.

25 janúar 2017

Umræða um nýja Vestmannaeyjaferju hefur verið hjúpuð þoku og því miður oft erfitt fyrir fólk að kynna sér forsendur hennar.  Það ræður sjálfsagt mestu að upplýsingagjöf hefur verið stopul en hinu er heldur ekki að neita stundum hefur upplýsingagjöf verið villandi.  

Hillir undir rÝkisstjˇrn undir forystu Bjarna Ben

KatrÝn vi­ ■a­ a­ missa af tŠkifŠri til ßhrifa

Ătlar ekki a­ smala villik÷ttum

2 janúar 2017

 Nú hillir undir nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar þar sem Sjálfstæðisflokkur hyggst mynda stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð.  Með fyrirvara um að enn hefur ekki komið fram hverjar forsendur slíkrar stjórnar eru þá líst mér nokkuð vel á þessa fyrirætlan.  Vissulega er ekki víst að svo tæpur meirihluti haldi í heilt kjörtímabil en þetta er tilraunarinnar virði.

Ein helsta fer­a■jˇnustuupplifun Ý heiminum Ý Eyjum a­ mati The Guardian

Vestmannaeyjar Štla sÚr stˇra hluti Ý fer­a■jˇnustu

Mikil og velheppnu­ uppbygging ß seinustu ßrum

27 desember 2016

Ferðaþjónusta er ein stærsta atvinnugrein í heimi.  Í fyrra var veltan áætluð 7,2 trilljónir bandaríkjadala sem er um 9,8% af sameiginlegri vergri þjóðarframleiðslu í heiminum.  Þessi atvinnugrein skapar um 284 milljónir starfa um allan heim.  Það lætur því nærri að einn af hverjum 11 starfskröftum í heiminum starfi við ferðaþjónustu.  Fyrir land og þjóð sem vill þróa þessa atvinnugrein skiptir miklu að vanda sig.  Það er eftir miklu að slægjast.

S÷gulegt tŠkifŠri til a­ lei­a Ý j÷r­ deilumßl sem klofi­ hafa ■jˇ­ina Ý ßratugi.

Myndun rÝkisstjˇrnar SjßlfstŠ­isflokks og Vinstri grŠnna

Sřni­ ßbyrg­.

23 nóvember 2016

 Stjórnmál eru ekki í tómarúmi.  Þau hafa áhrif á á samfélagið.  Óvissa á þeim vettvangi skaðar okkur öll.  Hún rýrir verðmæti og dregur úr lífsgæðum.  Stjórnmálamenn verða því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að gjörðir þeirra skapi ekki óvissu lengur en þörf er.  Ábyrgt fólk þarf núna...