Ellidi.is logo

Almennt

33 įr frį hinu hrošalega Helliseyjaslysi

Sjóslys og žrekraunir

Öryggiš er ekki sjįlfgefiš

10 mars 2017

Á morgun eru 33 ár frá hinu hroðalega Helliseyjarslysi.  Það var að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984 um kl. 23.00 að Heillisey VE 503 sökk hér fyrir austan Heimaey.  Þetta slys kostaði 4 unga menn lífið en sá fimmti, Guðlaugur Friðþórsson vann það ótrúlega afrek að bjarga sér á sundi í 5 – 6 tíma í ísköldum vetrarsjónum.

Samgönguįętlun skorin nišur um 10 milljarša

Hvernig hefši fariš fyrir smķši nżrrar Vestmannaeyjaferju?

Loks bjart framundan

8 mars 2017

Í lok seinasta árs og upphafi þessa lögðust bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum þungt á árarnar í samstarfi við þingmenn Suðurlands til að tryggja undirskrift nýs smíðasamnings.  Hér heima og víðar blöskraði ýmsum sú mikla áhersla sem við lögðum á að drífa í undirskrift.   Nú les fólk hinsvegar um 10 milljarða niðurskurð í áætluðum samgöngumálum.

Flytja ma. syrpu vinnsęlla laga eftir Oddgeir Krisjįnsson

Sinfó til Eyja

Fjölbreytt mannlķf og menning ķ Eyjum

21 febrúar 2017

Óvíða er menning og mannlíf jafn lifandi og fallegt og hér í Vestmannaeyjum.  Í hverri einustu viku standa íbúum og gestum til boða margskonar aðgengi að menningarlífi sem spannar allt frá myndlistasýningum, leikhúsverkum og tónleikum yfir í ljóðalestur og sögugöngur. 
 
Vestmannaeyjabær reynir í samstarfi við fjölmarga aðila að brydda stöðugt upp á nýjungum og gæta þess að sem flestir finna eitthvað við sitt hæfi á því hlaðborði sem menningardagskráin er. 
Nú innan skamms verður boðið upp enn einn einstaka viðburðinn í Vestmannaeyskumenningarlífi þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð hingað til Vestmannaeyja með glæsilega dagskrá í farteskinu.   Tónleikarnir verða í Íþróttamiðstöðinni 1. mars kl. 19.30 og síðan verður boðið upp á sérstaka skólatónleika næsta dag kl. 10:30.

Allar nętur, alla daga er ešli žeirra og saga aš lķkjast rottunum...

Rottur

....meš löngu skottunum og naga og naga.

20 febrúar 2017

Helgin var mér góð.  Mér tókst meira að segja að glugga í bækur og eins oft fletti ég í ljóðabókum.  
 
Eitt af þeim ljóðum sem töluðu hvað sterkast til mín -nú sem oft áður- var ljóðið „Rottur“.  Það á bara eitthvað svo helvíti vel við núna.  Verst hvað það á oft við á okkar góða landi.

Afhverju er ekki veriš aš dżpka

Stašan ķ Landeyjahöfn

Fernt jįkvętt ķ stöšunni

15 febrúar 2017

Í dag hef ég mikið verið spurður afhverju ekki sé farið að dýpka enda ölduhæð undir 2m. Eins og oft eru margar sögur sagðar (áhöfnin ekki í Eyjum, skipið kemst ekki að vegna grynninga, skipið bilað og fl.). Hið sanna er að til þess að skip geti athafnað sig þarf ölduhæðin að vera undir 2 metrum og eftir því sem aldan er lengri þarf ölduhæðin að vera minni. Núna um hádegi var öldulengdin um 85m og því enn ekki mögulegt fyrir skipið að athafna sig. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá er allt klárt og lagt verður af stað um leið og mögulegt verður.

Mörg af merkustu mannana verkum hér į landi verša hér eftir ķ Vestmannaeyjum

Stórkostleg gjöf

Įgśst Einarsson og kona hans Kolbrśn Ingólfsdóttir fęršu Bókasafni Vestmannaeyja aš gjöf eitt stęrsta fįgętisbókasafn hér į landi

13 febrúar 2017

Gamalt og gott orðatiltæki segir:“Hver er sínum gjöfum líkastur“.  Ekki er að efast um sannleik þessara orða en um nýliðna helgi fengum við Eyjamenn að sannreyna þessi orð þegar Ágúst Einarsson og kona hans Kolbrún Ingólfsdóttir færðu Bókasafni Vestmannaeyja að gjöf eitt stærsta fágætisbókasafn hér á landi.  Sá hlýhugur sem í þessu er fólginn og velviljinn í garð heimabyggðarinnar er í það minnsta jafn stór og gjöfin sjálf.

Stöð 2 gerði þessu ágætis skil í kvöldfréttum í gær: Sjá "hér"

Stašan skapar tękifęri ef rétt er aš mįlum stašiš

Erlendir rķkisborgarar ķ Eyjum

Fjölgaši um 121% į 7 įrum, er samt enn undir landsmešaltali.

6 febrúar 2017

 Erlendir ríkisborgarar gegna veigamiklu hlutverki í gagnverki hins íslenska samfélags og á það við um Vestmannaeyjar eins og önnur öflug samfélög.  Samkvæmt Hagstofu Íslands er hlutfall erlendra ríkisborgara hér á landi um 9% (seinasti ársfjórðungur 2016).  Hér í Vestmannaeyjum búa 311 einstaklingar með erlent ríkisfang eða 7,2% allra íbúa.  Það merkir að Íslenskir ríkisborgar eru 92,8% fólks sem búsett er í Vestmannaeyjum.  Frá 2009 til 2016 fjölgaði erlendum íbúum jafnt og þétt úr 140 í 311.  Það gerir 121% fjölgun.

Įhrifin hrķslast śt um samfélögin

Įhyggjur af heimilunum

Žeir tekjulęgstu verst settir

31 janúar 2017

Sjómannaverkfall hefur nú staðið yfir í um 7 vikur.   Verulegur ágreiningur er uppi milli samningsaðila og lítur sá ágreiningur fyrst og fremst að deilu um olíuverðsviðmið og svokallaðs sjómannaafsláttar.  
 
Sjómenn vilja sem sagt að þáttur þeirra í olíukostnaði minnki og þeir vilja endurheimta sjomannaafsláttinn sem ákveðið var að fella niður árið 2009.  
 
Í morgunblaðinu í dag ræði ég ásamt þremur öðrum kollegum mínum þess stöðu.  (sjá hér að neðan):

Fjölskylda sem feršast aš mešaltali einu sinni ķ mįnuši meš Herjólfi žegar siglt er ķ Žorlįkshöfn greišir hįtt ķ hįlfa milljón į įri

Kostnašur heimila ķ Vestmannaeyjum af samgöngum er frįleitt hįr

Sį Herjólfur sem nś siglir er aš fullu afksrifašur og kostnašur viš Landeyjahöfn er um eša innan viš 4 milljaršar

30 janúar 2017

 Í gær ræddi ég við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar um samgöngur á sjó.  Viðtalið má heyra með  því að smella hér: Samgöngur á sjó við Vestmannaeyjar.
 
Þar er fyrst og fremst rætt um afhverju við Eyjamenn viljum halda núverandi skipi fyrstu misserin eftir að nýja skipið kemur og síðan hið mikilvæga mál er snýr að gjaldskrá Herjólfs þegar siglt er í Landeyjahöfn.

Ef farnar eru 6 feršir ber nżja ferjan amk. 108 bķlum meira en sś gamla žann daginn

...og enn er tališ

Verum mįlefnaleg

26 janúar 2017

Í gær gerði ég enn eina tilraun til að miðla upplýsingum til bæjarbúa um hið nýja skip sem við nú vitum að verður komið til þjónustu við okkur júní 2018.  Það gerði ég í þeirri vissu að líklega yrði snúið út úr orðum mínum og reynt að finna leið til að gera jafnvel einföldustu upplýsingar svo sem um burðagetu skipsins tortryggilega.  Það stóðst sem stafur á bók.
 
Leiðin sem var valin var að halda því fram að til að fegra veruleikan væri miðað við að nýja skipið myndi eingöngu flytja smábíla og látið í veðri vaka að flutningsgeta nýju ferjunar sé ekki að aukast eins mikið og haldið hefur verið fram.

Nżja ferjan tekur 31 bķl meira žegar um borš eru einnig 5 gįmar

Endilega teljiš bķlana og geriš samanburš

Tekur 19 bķlum meira žegar bara eru bķlar į dekkinu.

25 janúar 2017

Umræða um nýja Vestmannaeyjaferju hefur verið hjúpuð þoku og því miður oft erfitt fyrir fólk að kynna sér forsendur hennar.  Það ræður sjálfsagt mestu að upplýsingagjöf hefur verið stopul en hinu er heldur ekki að neita stundum hefur upplýsingagjöf verið villandi.  

Hillir undir rķkisstjórn undir forystu Bjarna Ben

Katrķn viš žaš aš missa af tękifęri til įhrifa

Ętlar ekki aš smala villiköttum

2 janúar 2017

 Nú hillir undir nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar þar sem Sjálfstæðisflokkur hyggst mynda stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð.  Með fyrirvara um að enn hefur ekki komið fram hverjar forsendur slíkrar stjórnar eru þá líst mér nokkuð vel á þessa fyrirætlan.  Vissulega er ekki víst að svo tæpur meirihluti haldi í heilt kjörtímabil en þetta er tilraunarinnar virði.

Ein helsta feršažjónustuupplifun ķ heiminum ķ Eyjum aš mati The Guardian

Vestmannaeyjar ętla sér stóra hluti ķ feršažjónustu

Mikil og velheppnuš uppbygging į seinustu įrum

27 desember 2016

Ferðaþjónusta er ein stærsta atvinnugrein í heimi.  Í fyrra var veltan áætluð 7,2 trilljónir bandaríkjadala sem er um 9,8% af sameiginlegri vergri þjóðarframleiðslu í heiminum.  Þessi atvinnugrein skapar um 284 milljónir starfa um allan heim.  Það lætur því nærri að einn af hverjum 11 starfskröftum í heiminum starfi við ferðaþjónustu.  Fyrir land og þjóð sem vill þróa þessa atvinnugrein skiptir miklu að vanda sig.  Það er eftir miklu að slægjast.

Sögulegt tękifęri til aš leiša ķ jörš deilumįl sem klofiš hafa žjóšina ķ įratugi.

Myndun rķkisstjórnar Sjįlfstęšisflokks og Vinstri gręnna

Sżniš įbyrgš.

23 nóvember 2016

 Stjórnmál eru ekki í tómarúmi.  Þau hafa áhrif á á samfélagið.  Óvissa á þeim vettvangi skaðar okkur öll.  Hún rýrir verðmæti og dregur úr lífsgæðum.  Stjórnmálamenn verða því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að gjörðir þeirra skapi ekki óvissu lengur en þörf er.  Ábyrgt fólk þarf núna...

Rķkisstjórn Sjįlfstęšisflokks, VG og Bjartrar framtķšar (eša Višreisnar)

Aš lįta ekki sundurleitar skošanir aftra samstarfi

Nżsköpunarstjórnin sķšari

31 október 2016

Þegar vel tekst til eru stjórnmál list hins mögulega.  Það eru slæm stjórnmál að gera þau að list hins ómögulega og útiloka góða kosti fyrir land og þjóð.  Það er mín skoðun að farsælast væri fyrir land og þjóð að núna verði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG ásamt annað hvort Bjartri framtíð eða Viðreisn. 

Vestmannaeyjadeild Rauša krossins 75 įra

Žaš žarf fólk eins og žau, fyrir samfélag eins og okkar

Elsti og virtasti farvegur sérstakrar manngęsku

21 október 2016

 Ef dimmir í lífi mínu um hríð
Eru bros þín og hlýja svo blíð
Og hvert sem þú ferð
Og hvar sem ég verð
Þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.
 
Hugtakið mannúð er ekki léttvægt.  Í því felst að við mennirnir eigum okkur sérstakan eiginleika sem ekkert annað af dýrum merkurinnar deilir með okkur.  Við getum fundið fyrir samlíðan, elsku og brennandi þörf fyrir að hjálpa.

Lóšsbįturinn notašur til aš bregšast viš neyš

Žurfum aš ašstoša bęjarbśa

Fyrst og fremst įfellsidómur yfir stöšu samgangna

21 september 2016

 Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við mig um ákvörðun okkar að nota í undantekningatilvikum Lóðs- og björgunarbát Vestmannaeyjahafnar til að hlaupa undir bagga með bæjarbúum sem eru í vanda vegna stöðu mála í samgöngum.
 
Greinin er svohljóðandi:
 
 
Aðstoð við bæjarbúa
Þetta sýnir fyrst og fremst í hvaða stöðu við erum, á meðan samgöngurnar eru eins og þær eru. Við búum á lítilli eyju og þurfum að vera lausnamiðuð og gera allt sem við getum til að hjálpa íbúunum við að leysa þau verkefni sem upp á koma. Ég held að....

Skammaši Eyjafréttir og bęjarstjórann fyrir aš fara meš fleipur

Rķkiš skerti heilbrigšisžjónustu ofan ķ gefin loforš

Bśiš aš loka skuršdeild og flest börn fęšast ķ Reykjavķk

26 ágúst 2016

Fyrir nokkrum árum skammaði Velferðarráðuneytið mig fyrir að fara með staðlausa stafi (sjá: https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33112).  Það er hvorki í fyrsta né seinasta skiptið sem ég er skammaður af embættismönnum eða öðrum fulltrúum ríkisins.  
 
Tilefnið í þetta skiptið var að ég krafðist þess að hætt yrði við að draga úr þjónustu heilbriðgðisstofnunarinnar.  Krafðist þess að ekki yrði lögð af skurðstofuþjónusta.  Krafðist þess að ekki yrði dregið úr fæðingaþjónustu.  

Sjįvarśtvegurinn kemur aš framleišslu į veršmętum sem nema allt aš 600 milljöršum į įri

Viš lifum į grein sem ašrir nišurgreiša

kerfi ESB myndi kosta okkur Ķslendinga a.m.k. 75 milljarša į įri

16 ágúst 2016

 Íslendingar hafa miklar tekjur af sjávarútvegi en nágrannaþjóðir hafa kostnað af honum.  Íslendingum hefur tekist að búa til arð úr sjávarútvegi en flestar þjóðir sjá hann sem útgjöld.  Íslendingar eru öðrum fyrirmynd þegar kemur að stjórnun fiskveiða en hér heima ríkir samt endalaus ágreiningur um þessa atvinnugrein.  Í aðdraganda kosninga fjölgar þeim hratt sem vilja ráðast til atlögu við þann grundvöll sem skapar arðsemina.  

Herkostnašur hagręšingar ķ sjįvarśtvegi var -og er- greiddur af sjįvarbyggšunum

Įriš 1984 voru a.m.k. 54 fiskiskip ķ Vestmannaeyjum og flest žeirra ķ rekstri fjölskyldufyrirtękja. Nśna eru 6 slķk eftir.

Nś žurfum viš svigrśm, og ķ sumum tilvikum stušning, til aš efla sjįvarbyggšir

9 ágúst 2016

 Við tiltekt á skrifstofu minni rakst ég á skjal þar sem listuð voru upp skip með skráningarnúmerið VE árið 1984.  Eftirtalin skip voru á þessum lista:
 
Gandí, Katrín, Glófaxi, Valdimar Sveinsson, Þórir, Baldur, Björg, Erlingur, Draupnir, Þórdís Guðmundsdóttir, Gullborg, Hafliði, Emma, Jökull, Ófeigur III, Sjöfn, Sjöstjarnan, Nanna, Haförn, Andvari, Sæfaxi, Bergur, Gígja, Heimaey, Gjafar, Sighvatur Bjarnason, Kapp II, Skúli fógeti, Kristín, Þórunn Sveinsdóttir, Danski Pétur, Ófeigur, Frár, Stefnir, Suðurey, Guðmundur, Vestmannaey, Álsey, Bjarnarey, Dala Rafn, Gullberg, Huginn, Sindri, Bylgja, Breki, Klakkur, Bergey, Helga Jóh, Ísleifur, Smáey, Sigurbára, Gideon, Halkion, Sigurfari.  Alls 54 skip.