Ætlum að halda áfram að byggja upp þjónustu fyrir aldraða
Að búa vel að öldruðum er brýnt. Þarfir þeirra eru magvíslegar og stöðugt þarf að vera vakandi fyrir að gera gott betra. Þekkt er að eldriborgum í Vestmanneyjum –eins og reyndar á landinu öllu- er að fjölga hratt og mikilvægt að þjónustan sem að þeim snýr vaxi samhliða.
Eldriborgum fjölgar hratt
Ef borin eru saman árin 1998 og 2015 kemur í ljós að lang hraðast vex fjöldi þeirra íbúa sem eru 60 ára og eldri. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram.
Þéttofið þjónustunet
Með þetta að leiðarljósi hefur Vestmannaeyjabær lagt ríka áherslu á að byggja þéttofið þjónustunet fyrir eldirborgara. Farin hefur verið sú leið móta þriggjafasa þjónustunet með víðtæku aðgengi að þjónustu.
Verklegar framkvæmdir til að tryggja aukna þjónustu
Í samræmi við þetta þjónustunet hefur samhliða verið farið í verklegar framkvæmdir og útfærslu á þjónustuframboði. Þannig var byggð upp glæsileg aðstaða í Kviku fyrir félag eldriborgara, verið er að byggja nýjar þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Eyjahrauninu auk þess sem Hraunbúðir hafa verið stækkaðar og ýmislegt fl.
Aðstaða til dagþjónustu bætt
Að auki var gengið til þeirra verka að gera bragabót að dagþjónustu aldraðra á Hraunbúðum. Handavinnuaðstaða var flutt í stærra rými, þjálfunaraðstaða stækkuð og matsal breytt. Hluti af þeirri framkvæmd var svo að taka í notkun nýtt aðstandendaherbergi. Í aðstandenda herbergi er náustu fjölskyldu og vinum heimilsfólks búin aðstaða til að eiga samverustund til að mynda við fráfall eða einfaldlega til funda með starfsmönnum eða hvað það annað sem verða vill. Herbergið var tekið í notkun núna í vikunni og er allt hið glæsilegasta. Ástæða er til að þakka sérstaklega fyrir stuðning Hollvinasamtaka Hraunbúða sem enn og aftur komu færandi hendi og „mubluðu“ aðstöðuna upp.
Á þriðjudaginn mun síðan stórt skref verða tekið þegar ný álma á Hraunbúðum verður vígð en bygging hennar er mikið fagnaðarefni þar sem hún býður upp á stórbætta aðstöðu og rými fyrir einstaklinga sem þurfa sérhæfða þjónust til að mynda vegna Alzheimer eða annarra alvarlegra veikindaa