Hérna má finna það allra helsta og nýjasta frá mér
Þorláksmessa og Þorlákshöfn
Að mörgu leyti þykir mér Þorlákshöfn hafa yfir sér sama blæ. Í sögu bæjarins erum við á tímamótum. Ef við ljúkum undirbúningnum kemur tími þar sem við uppskerum eftir markvissa vinnu.
Þessi tilfinning birtist ekki bara í dagatalinu í desember heldur líka í þróun bæjarins. Á síðustu árum hefur íbúum hér fjölgað hratt. Fyrirtæki hafa skotið rótum og skapa nú hundruð starfa. Við höfum treyst grunninnviði, aukið þjónustu og samhliða greitt niður skuldir. Höfnin er í veldisvexti og það sem mestu skiptir er að saman höfum við öll gert lífið skemmtilegra, sérstaklega fyrir börnin. Við finnum það í dag að við erum að byrja að njóta ávaxtanna.
Það er á dimmasta degi ársins sem ljósið fæðist
Löngu áður en rafmagnið kom til sögunnar voru vetrarsólstöður tími ljósa. Kerti voru kveikt, eldar loguðu lengur og fólk safnaðist saman innanhúss. Ljósið fékk séststakan sess þegar myrkrið var mest. Ekki bara til að halda á sér hita, heldur til að halda í vonina. Halda í drauminn um að hið bjarta og góða sigri það sem illt er. Í hugum margra var sólin veik á þessum tíma. Hún þurfti stuðning til að skína og sú stoð kom úr ljósum mannanna. Allt þetta sjáum við hlutgerast í jólaandanum og hvernig við hjálpum hvert öðru að upplifa vona og trú.
Ríkisstjórnin skrifar undir brottflutning starfa úr sjávarbyggðum
Hér er verið að stofna velferð heilla samfélaga í hættu. Ef stjórnvöld ætla að nýta vald sitt til að skrifa undir samninga sem færa verðmæti og störf úr landi, þá verða kjósendur sem studdu þessa flokka að spyrja sig einnar spurningar: „Gerði ég rétt í að styðja þetta fólk til valda?“
Nýtt tákn framtíðarsýnar okkar á Óseyrartanganum
Við hér í Ölfusi höfum markað okkur skýra stefnu: að byggja upp sterkt, fjölbreytt og sjálfbært samfélag sem stendur á traustum atvinnugrundvelli. Samfélag sem sækir velferð á grundvelli verðmætasköpunar. Hótelið er hluti af þeirri stefnu, ekki einhver tilviljunarkennd framkvæmd, heldur meðvituð og mótuð ákvörðun sem fellur fyllilega að framtíðarsýn okkar.
Gott á óvenjulega fólkið
Venjulega fólkið notar heldur ekki samsköttun hjóna, þau keyra ekki bíla, eiga ekki fyrirtæki, þau kynda ekki húsin sín né nota rafmagn. Það er nefnilega óvenjulega fólkið sem á að borga þær 7500 milljónir sem vörugjöld á bíla eiga að skila ríkinu. Þau eiga líka að borga þá 4 milljarða sem aukin skattheimta í formi kílómetragjalds á að skila. Svo á óvenjulega fólkið líka að borga allt hitt.
Þessi litla stúlka markar tímamót í Ölfusi
Að hitta stúlkuna var áminning um kjarna starfa okkar. Allt sem við gerum, frá skipulagsvinnu og stækkun hafnarinnar til uppbyggingar leikskóla og velferðarþjónustu snýst um að skapa samfélag þar sem börn fá að vaxa, fjölskyldur fá rými og öryggi og fólk finnur sitt heimili. Heimsókn sem þessi minnir okkur á að vaxtarmarkmið, framkvæmdir og þróunarverkefni eru ekki tölur og mannvirki heldur framtíð þeirra sem fæðast, flytja hingað og velja Ölfus sem sitt heimili.
Þess vegna er hamingjan hér.
Nýtt hverfi, ný heimili, fjölgun íbúða styður öflugt og mannvænt samfélag.
Þegar við skipuleggjum lóðir erum við að opna faðminn á móti nýjum íbúum sem hingað vilja koma og bera uppi þetta góða samfélag með þeim sem eru hér fyrir. Ég skora því á íbúa að fylgjast vel með því skipulagsferli sem nú er að hefjast. Betur sjá augu en auga.
Markmið okkar allra er hið sama. Við viljum tryggja að Þorlákshöfn haldi áfram að vaxa sem mannvænt, öruggt og fjölbreytt samfélag þar sem bæði unga fólkið og eldri kynslóðir finna sitt pláss – hvort sem það er í rólegu einbýli, í fjöruga miðbænum sem nú er unnið að, við hliða skólanna, eða í nálægð við iðandi höfnina.
Hjartsláttur Ölfus, Hamingjan við hafið tekur yfir bæinn.
„Hamingjan við hafið“ er ekki aðeins viðburður á dagatalinu – hún er spegilmynd af Ölfusi sjálfu: opnu, hlýlegu og kraftmiklu samfélagi við sjávarsíðuna. Fyrir ungt fólk og fjölskyldur verður hún oft til marks um að hér er gott að búa – hér ríkir lífsgleði og framtíðarsýn.
Við sem störfum að málefnum samfélagsins erum staðráðin í að hlúa að þessari hátíð og gera hana að ómissandi hluta af framtíð Ölfuss, í áframhaldandi samstarfi við íbúa, félagasamtök og fyrirtæki.
Verið að byggja 1046 íbúðir á Suðurlandi - íbúðum í Ölfusi fjölgar um 27%
Ef við gefum okkur að það flytji að meðaltali 3 íbúar í hverja þessara íbúða þá mun fjölga Sunnlendingum fjölga um 3138 á einu til tveimur árum.
Hér í Ölfusi er trúin á framtíðina sérstaklega mikil. Í dag eru 1018 íbúðir í Sveitarfélaginu og verið að byggja 278 íbúðir. Það er 27% fjölgun íbúða. Allt eins má búst við því að þetta valdi fjölgun upp á rúmlega 800 íbúa. Þá verða hér 3750 íbúar hér í hamingjunni.
Sókn og samheldni – Ölfus í anda lýðveldisins 1944
Í anda þeirra sem ákváðu að Ísland skyldi vera frjálst og fullvalda ríki árið 1944, stöndum við vörð um styrk samfélagsins okkar og velferð íbúa. Við byggjum á traustum grunni þeirra sem vörðuðu leið okkar góða samfélags. Við, fólkið sem hér búum höfum augun á framtíðinni – fyrir fólkið okkar og næstu kynslóðir.
Ársfundur Ölfus Cluster - Framtíðin í Ölfusi er ekki bara vonandi – hún er þegar hafin!
Samfélagið hér er að vaxa, tækifærum að fjölga og hagur að vænkast. Þekkingarsetrið, sem nú fagnar sínu fjórða starfsári, hefur fest sig í sessi sem lykilaðili í eflingu atvinnulífs og nýsköpunar á svæðinu. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna allt frá þauleldi á laxi, framleiðslu á matarlit úr smáþörungum, drykkjarvörum, millilanda siglingum, ferðaþjónustu, orkuöflunar og svo margt annað. Heildarfjárfestingar á bak við þessi verkefni telja í hunduðum milljarða.
Er líf okkar betra?
Atvinnulífið á Íslandi varði 160.000 vinnustundum í að innleiða persónuverndarlöggjöfina sem er sniðin að erlendum veruleika. Þar við bætist svo að minnsta kosti tveggja milljarða kostnaður á ári. Þetta er tími og fjármagn sem nýtist þá ekki í nýsköpun, þjónustu, verðmætasköpun, hærri laun né nokkuð annað.
Er líf okkar betra á eftir?
Jafnlaunavottun: Kostnaðarsöm dyggðaskreyting.
Jafnlaunavottun hefur litlu skilað öðru en sóun. Talið er að beinn kostnaður bara vegna innleiðingar jafnlaunavottunar hafi numið að minnsta kosti 5 til 6 milljörðum. Síðan þá hafa milljarðarnir bæst við og telja væntanlega í tugum í dag. Ráðgjafar hafa fengið vinnu, stjórnmálamenn dyggðarskreytingu en launafólk lítið annað en vottorð.
Skipulag sem skapar frelsi - fjölbreytt framboð af húsnæði.
Bæjaryfirvöld hér í Ölfusi hafa lagt áherslu á að blanda saman íbúðum af ólíkri stærð og eignarformum.
Í dag er búið að skipuleggja lóðir fyrir 1.117 íbúðir í Þorlákshöfn. Þar við bætist svo umtalsvert í skipulagi í dreifbýli Ölfus þar sem einnig fjölgar hratt. Af þessum 1.117 íbúðum eru 578 þeirra í sérbýli (52%) og 539 í fjölbýlishúsum (48%).
Tökum höndum saman og fegrum bæinn - 1.700 tré og plöntur sett niður í fyrra.
Það eru fátt sem gleður augað meira en litadýrð í beðum og snyrtilegur bær sem tekur á móti okkur með brosi – og einmitt það stefnum við á nú þegar vorið læðist inn með lengri dögum og hlýrri sólargeislum.
Það eru fátt sem gleður augað meira en litadýrð í beðum og snyrtilegur bær sem tekur á móti okkur með brosi – og einmitt það stefnum við á nú þegar vorið læðist inn með lengri dögum og hlýrri sólargeislum.
Nýtum Sjómannadaginn til að segja: “takk fyrir stuðninginn, þolinmæðina og hugrekkið”
Það er ekkert smámál að byggja upp höfn í bæ sem heitir jú Þorlákshöfn. Hér er höfnin í blóðinu á fólkinu. Virðingin er einlæg. Í þessum góða bæ – og reyndar í Ölfusinu öllu – vita allir að þegar vel gengur við höfnina, þá gengur vel í bænum. Nú höfum við ástæðu til að staldra við og fagna þessum stóra áfanga í vexti hafnarinnar – og jafnframt að undirbúa okkur fyrir næsta skref. Við erum hvergi nærri hætt.
Súrefni fyrir framtíðina – Ný verksmiðja Veldix í Þorlákshöfn
Í morgun skrifuðum við undir samkomulag um úthlutun lóða innan grænna iðngarða við Þorlákshöfn til fyrirtæksins Veldix sem hyggst koma hér upp starfsemi sem tryggja mun að lágmarki 20 störf auk þess að skapa öðrum fyrirtækjum samkeppnisforskot. Með örum vexti laxeldis, fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu og nýjum verkefnum er ljóst að svæðið er í stórsókn. Eitt af þessum verkefnum er bygging súrefnisverksmiðju á vegum fyrirtækisins Veldix – verkefni sem mun ekki aðeins efla atvinnulífið heldur styrkja stoðir samfélagsins til framtíðar.
„Þorlákshöfn styrkir stöðu sína sem alþjóðleg vöruhöfn – stefnumarkandi risa samningur við Torcargo“
Undirritaður hefur samningur á milli sveitarfélagsins Ölfuss og flutningafyrirtækisins Torcargo um reglubundnar áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Samkomulagið nær jafnframt til samstarfs um áframhaldandi uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fyrsta skip Torcargo, Idunn, komi til Þorlákshafnar frá Rotterdam þann 9. júní næstkomandi og marki þar með upphaf nýju siglingaleiðarinnar.
Dýrmætur samráðsfundur með eldri borgurum
Mikilvægur þáttur í starfi sveitarfélagsins er öflugt samráð og opin upplýsingagjöf. Það er okkur hjartans mál að raddir eldri borgara heyrist og að tekið sé mið af þeirra sjónarmiðum við ákvarðanatöku. Þeir hafa ekki aðeins byggt upp það samfélag sem við njótum í dag heldur hafa einnig djúpa þekkingu og reynslu sem við hin getum lært af.
Lægsta álagningarhlutfall utan höfðuborgarsvæðisins er í Ölfusi.
Skattar og gjöld hins opinbera á íbúa eru stærstu útgjaldaliðir hverrar fjölskyldu. Þess vegna skiptir alla máli að hófs sé gætt. Lægri skattar og gjöld gera það að verkum að hver fjölskylda hefur meira á milli handanna til að skapa sín lífsgæði. Bara sú ákvörðun bæjarstjórnar í Ölfusi að lækka fasteignarálagninguna úr 0,38% í 0,22% hefur haft þau áhrif að fjölskyldur í Þorlákshöfn hafa núna rúmlega 109 milljónir meira af sínu sjálfsaflafé en annars væri.