Hérna má finna það allra helsta og nýjasta frá mér

Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Núgilding – að dæma fortíðina með gildum samtímans

Nýjasta dæmið um núgildingu er umfjöllun um þá staðreynd að barnamálaráðherra eignaðist fyrir áratugum barn með barni. Hún þá 22 ára og hann 16 ára. Hér verður slíku ekki mælt bót en á það þó bent að núgilding þessara atburða getur leitt til ósanngjarnrar dómhörku og mistúlkunar á því samhengi sem liggur til grundvallar atburðunum.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Viðbrögð lítils samfélags við harmleik

Ísland er lítið land þar sem fólk þekkir vel til hvers annars. Það getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum. Að mörgu leyti er það leiðin til að reyna að skilja harmleikinn og eðlilegt sem slíkt. Engu að síður er það lykilatriði að sýna virðingu fyrir þeim sem eru í sorg og gefa þeim rými til að vinna úr áfallinu á sínum hraða. Félagslegur stuðningur, eins og að veita huggunarorð, bjóða fram aðstoð eða einfaldlega vera til staðar, getur skipt sköpum fyrir syrgjendur.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Uppgjör við landsfund (2 af 3)

Mörgum okkar var nokkur vandi á höndum, enda þær báðar afar öflugar. Ekki auðveldaði það valið að mörg okkar þekkja þær báðar vel og líta á þær sem nána samherja og vini. Eftir sem áður þurfti að taka afstöðu.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Uppgjör við landsfund (1 af 3)

Í samtali og framgöngu landsfundargesta mátti skynja sterkt viljann til breytinga. Tími pólitískra málamiðlana til að halda saman ríkisstjórn með hugmyndafræðilegum andstæðingum er liðinn. Sjálfstæðismenn vilja ekki að flokkurinn þeirra sé praktískur skaðaminnkandi valdaflokkur heldur farvegur framsækinna hugmynda þar sem farvegurinn markast af frelsi einstaklingsins og velferð samfélagsins.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Fraterinn: Varaformaður sem er allskonar.

Jenni er alinn upp á alþýðuheimili á Eskifirði en elskar einlægt hrynjanda stórborga. Hann mærir sinn kyrrláta fjörð en þrífst jafn vel á forðudiskói á Ibiza. Aldrei starfað sem opinber starfsmaður en skilur öðrum betur mikilvægi öryggisnets samfélagsins. Manna skemmtilegastur, skilningsríkur á tilfinningar, hjálpsamur, velviljaður, greindur ljúfur að lunderni en harður í horn að taka þegar slíkt á við. Hæfir jafn vel í kaffibolla í beituskúr á Bolungavík og í bröns á Bessastöðum. Þannig er Jenni. Hann er allra, hann er allskonar.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Fleiri tilbúnir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Guðrún verður formaður.

Ég hlakka mikið til komandi landsfundar og er stoltur af stuðningi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Það er ljóst að því meira sem landsmenn fá að kynnast henni því vinsælli verður hún. Hún er komin með forskotið meðal almennra sjálfstæðismanna hjá lykilmarkhópum svo að Sjálfstæðisflokkurinn geti stækkað á ný. Mestu skiptir núna að landsfundur sjái það sem almennir kjósendur sjá.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Þetta hefur aldrei gerst áður! – Stærsta skipið sem siglt hefur inn í Þorlákshöfn kemur í dag!

Hingað til hefur reynst örðugt að taka inn skip sem eru stærri en 130 til 140 metra löng þar sem snúningsrými hafnarinnar var takmarkandi þáttur. Á þessu hefur nú orðið breyting þökk sé framsýni hafnaryfirvalda í Þorlákshöfn, sem ákvað fyrir fáeinum árum að ráðast í framkvæmdir við suðurhluta hafnarinnar. Stækkað snúningsrými og aukin kyrrð innan hafnar gera nú mögulegt að taka á móti stærri skipum og efla þannig hlutverk hafnarinnar sem lykilvöruhafnar landsins.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Þorlákshöfn í samstarf um þjónustu við gámaskip -styrkir byggð

Ekki þarf að fjölyrða um að í þessu framtaki felast gríðarleg sóknarfæri fyrir samfélagið í Þorlákshöfn. Sveitarfélagið Ölfus mun tryggja framúrskarandi aðstöðu við höfnina fyrir móttöku vöruflutningaskipa og gámaþjónustu, en Cargow Thorship mun nýta þessa aðstöðu sem aðalhöfn sína á Íslandi fyrir nýjar siglingarleiðir á milli landsins og Evrópu. Þetta skref er ekki aðeins mikilvægt fyrir atvinnulífið heldur einnig fyrir íbúa, þar sem aukin starfsemi við höfnina skapar fleiri störf, örvar fjárfestingar og styrkir stoðir samfélagsins. Það hefur saga Þorlákshafnar sýnt.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Framrúðan eða baksýnisspegillinn?

Lengi hefur mér þótt sjálfhverfa þingflokks okkar sjálfsæðismanna stappa við óþol. Þeim þykir sjálfsagt og eðlilegt að allt starf okkar góða flokks gangi út á þeirra hugarheim, þingstörfin. Svo mikilvægur sem þinglegi hluti flokksins er þá er bakbeinið í flokknum sveitarstjórnarmálin. Það góða fólk sem þar starfar er orðið leitt á að vera séð sem ágætt til að baka vöfflur, blása upp blöðrur og klappa fyrir þingmannsefnum. Það kallar á virðingu fyrir mikilvægi sveitarstjórnarstigsins og plássi innan stjórnkerfis flokksins til að vinna þau störf af fullum þunga.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Jólakveðja

Samfélagið okkar í Ölfusi hefur vaxið og dafnað á árinu, og saman höfum við lagt grunn að bjartari framtíð. Þessi árangur er sprottinn af samvinnu, samstöðu og kærleika — gildum sem endurspegla jólaandann sjálfan.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Arfur - Fallegar fréttir á aðventunni

Samkvæmt heimildum er um að ræða lausafé að andvirði 50 milljóna króna, auk verðmæta jarðarinnar og annarra eigna. Sóknarnefnd Strandarsóknar hefur nú fengið leyfi til einkaskipta á dánarbúinu, og er gert ráð fyrir að jörðin verði seld fljótlega, líklega í byrjun næsta árs.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Skemmtilegir frambjóðendur, nokkur dæmi.

Húmor í stjórnmálum er listgrein sem þarf að þjálfa ef það er fólki ekki eðlislægt. Það þurfa ekki allir að vera brandarakallar en léttleiki og manneskjulegt viðmót hjálpar. Jens, Brynjar, Ingibjörg, Inga, Snorri og Sigmundur hafa sýnt að það er hægt að vera skemmtilegur og sannfærandi án þess að fórna persónuleikanum eða trúverðugleikanum.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Nýr miðbær í Þorlákshöfn. (myndir)

Við hönnun miðbæjarins hefur verið lögð áhersla á að minna á sérstöðu Þorlákshafnar á Suðurlandi sem vaxandi sjávarbyggðar sem bíður upp á mikla þjónustu við íbúa og gesti. Þannig er gert ráð fyrir þeim möguleika að hægt verði að vera með skautasvell á veturnar á miðbæjartorginu og tónleika á sumrin. Víða eru bekkir, gróður, manir og fl. sem skapa hlýlegt og notalegt yfirbragð.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Frelsi einstaklingsins tryggir best hagsmuni almennings

Þegar farið er að skerða persónufrelsi er afar hætt við því að sérhagsmunir komi til með að ráða í stað almennra hagsmuna samfélagsins – hagsmunir einstaklinga.  Sérhagsmunir miða oft að því að tryggja ávinning fyrir afmarkaða hópa – til dæmis, hagsmunasamtök (svo sem Landvernd), þrýstihópa (íþróttafélög) eða stórfyrirtæki – á kostnað almennings. Slík framganga brenglar jafnræði og getur grafið undan trausti fólks á lýðræðinu.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Baðlón í Ölfusi

Mikið hefur verið fjallað um vöxt hafnarinnar, vinnslu jarðefna, landeldi á laxi og margt fl. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um vöxt ferðaþjónustunnar sem er ævintýraleg. Þar ber hátt bygging fjögurra stórra hótela í og við Þorlákshöfn, nýr miðbær og fl. Eitt af krúnudjásnunum er svo nýtt baðlón í Hveradölum sem nú hefur lokið umhverfismati.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Latur tekur á móti fólki

Framkvæmdir eru nú hafnar við að flytja hið sögulega bjarg „Lat“ frá núverandi legustað að Ölfusbraut sem er í raun anddyrið af Þorlákshöfn. Með þessum framkvæmdum er í senn verið að hefja Lat til vegs og virðingar á ný og prýða aðkomuna að bænum enn frekar.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

12 morð á tveimur árum auk fjölgun annarra alvarlegra afbrota! Afhverju?

Durkheim þróaði hugtakið siðrof til að lýsa ástandi þar sem hefðbundnar samfélagsreglur og gildi veikjast eða hverfa, sem veldur því að einstaklingar upplifa óöryggi og rugling um viðurkenndar hegðunarreglur. Þegar samfélag stendur frammi fyrir hröðum breytingum, eins og tækniframförum, getur þetta haft áhrif á félagslegu samloðunina (social cohesion) og leitt til siðrofs.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni

Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Fjárlögin boða 41 þúsund milljóna halla á næsta ári.

Fjárlögin boða að lágmarki 41 milljarða halla. Sennilega verður hallinn nær 50 milljörðum (fimmtíuþúsund milljónir) eftir meðferð þingsins.

Það er ekkert hókuspókus í rekstri. Hvorki í rekstri heimila né í rekstri hins opinbera. Ef þú eyðir um efni fram þá myndast skuld sem þarf að borga seinna. Tap dagsins í dag eru skuldir barna okkar. Þeir sem bera ábyrgð á rekstri -heimila og hins opinbera- ber ætíð sú skylda að haga málum þannig að ekki sé eytt um efni fram. Ef það er skuldasöfnun þá þarf að bregðast við.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Matur er of dýr

Matur er of dýr hér á landi. Þessi staða bitnar misþungt á heimilum landsins. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum er staðreyndin sú að lægsta tekjutíundin notar rúmlega 50% af launum sínum í mat.

Staðan er óviðunandi - viðbragða er þörf.

Read More