
Hérna má finna það allra helsta og nýjasta frá mér
Nýtt hverfi, ný heimili, fjölgun íbúða styður öflugt og mannvænt samfélag.
Þegar við skipuleggjum lóðir erum við að opna faðminn á móti nýjum íbúum sem hingað vilja koma og bera uppi þetta góða samfélag með þeim sem eru hér fyrir. Ég skora því á íbúa að fylgjast vel með því skipulagsferli sem nú er að hefjast. Betur sjá augu en auga.
Markmið okkar allra er hið sama. Við viljum tryggja að Þorlákshöfn haldi áfram að vaxa sem mannvænt, öruggt og fjölbreytt samfélag þar sem bæði unga fólkið og eldri kynslóðir finna sitt pláss – hvort sem það er í rólegu einbýli, í fjöruga miðbænum sem nú er unnið að, við hliða skólanna, eða í nálægð við iðandi höfnina.
Hjartsláttur Ölfus, Hamingjan við hafið tekur yfir bæinn.
„Hamingjan við hafið“ er ekki aðeins viðburður á dagatalinu – hún er spegilmynd af Ölfusi sjálfu: opnu, hlýlegu og kraftmiklu samfélagi við sjávarsíðuna. Fyrir ungt fólk og fjölskyldur verður hún oft til marks um að hér er gott að búa – hér ríkir lífsgleði og framtíðarsýn.
Við sem störfum að málefnum samfélagsins erum staðráðin í að hlúa að þessari hátíð og gera hana að ómissandi hluta af framtíð Ölfuss, í áframhaldandi samstarfi við íbúa, félagasamtök og fyrirtæki.
Verið að byggja 1046 íbúðir á Suðurlandi - íbúðum í Ölfusi fjölgar um 27%
Ef við gefum okkur að það flytji að meðaltali 3 íbúar í hverja þessara íbúða þá mun fjölga Sunnlendingum fjölga um 3138 á einu til tveimur árum.
Hér í Ölfusi er trúin á framtíðina sérstaklega mikil. Í dag eru 1018 íbúðir í Sveitarfélaginu og verið að byggja 278 íbúðir. Það er 27% fjölgun íbúða. Allt eins má búst við því að þetta valdi fjölgun upp á rúmlega 800 íbúa. Þá verða hér 3750 íbúar hér í hamingjunni.
Sókn og samheldni – Ölfus í anda lýðveldisins 1944
Í anda þeirra sem ákváðu að Ísland skyldi vera frjálst og fullvalda ríki árið 1944, stöndum við vörð um styrk samfélagsins okkar og velferð íbúa. Við byggjum á traustum grunni þeirra sem vörðuðu leið okkar góða samfélags. Við, fólkið sem hér búum höfum augun á framtíðinni – fyrir fólkið okkar og næstu kynslóðir.
Ársfundur Ölfus Cluster - Framtíðin í Ölfusi er ekki bara vonandi – hún er þegar hafin!
Samfélagið hér er að vaxa, tækifærum að fjölga og hagur að vænkast. Þekkingarsetrið, sem nú fagnar sínu fjórða starfsári, hefur fest sig í sessi sem lykilaðili í eflingu atvinnulífs og nýsköpunar á svæðinu. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna allt frá þauleldi á laxi, framleiðslu á matarlit úr smáþörungum, drykkjarvörum, millilanda siglingum, ferðaþjónustu, orkuöflunar og svo margt annað. Heildarfjárfestingar á bak við þessi verkefni telja í hunduðum milljarða.
Er líf okkar betra?
Atvinnulífið á Íslandi varði 160.000 vinnustundum í að innleiða persónuverndarlöggjöfina sem er sniðin að erlendum veruleika. Þar við bætist svo að minnsta kosti tveggja milljarða kostnaður á ári. Þetta er tími og fjármagn sem nýtist þá ekki í nýsköpun, þjónustu, verðmætasköpun, hærri laun né nokkuð annað.
Er líf okkar betra á eftir?
Jafnlaunavottun: Kostnaðarsöm dyggðaskreyting.
Jafnlaunavottun hefur litlu skilað öðru en sóun. Talið er að beinn kostnaður bara vegna innleiðingar jafnlaunavottunar hafi numið að minnsta kosti 5 til 6 milljörðum. Síðan þá hafa milljarðarnir bæst við og telja væntanlega í tugum í dag. Ráðgjafar hafa fengið vinnu, stjórnmálamenn dyggðarskreytingu en launafólk lítið annað en vottorð.
Skipulag sem skapar frelsi - fjölbreytt framboð af húsnæði.
Bæjaryfirvöld hér í Ölfusi hafa lagt áherslu á að blanda saman íbúðum af ólíkri stærð og eignarformum.
Í dag er búið að skipuleggja lóðir fyrir 1.117 íbúðir í Þorlákshöfn. Þar við bætist svo umtalsvert í skipulagi í dreifbýli Ölfus þar sem einnig fjölgar hratt. Af þessum 1.117 íbúðum eru 578 þeirra í sérbýli (52%) og 539 í fjölbýlishúsum (48%).
Tökum höndum saman og fegrum bæinn - 1.700 tré og plöntur sett niður í fyrra.
Það eru fátt sem gleður augað meira en litadýrð í beðum og snyrtilegur bær sem tekur á móti okkur með brosi – og einmitt það stefnum við á nú þegar vorið læðist inn með lengri dögum og hlýrri sólargeislum.
Það eru fátt sem gleður augað meira en litadýrð í beðum og snyrtilegur bær sem tekur á móti okkur með brosi – og einmitt það stefnum við á nú þegar vorið læðist inn með lengri dögum og hlýrri sólargeislum.
Nýtum Sjómannadaginn til að segja: “takk fyrir stuðninginn, þolinmæðina og hugrekkið”
Það er ekkert smámál að byggja upp höfn í bæ sem heitir jú Þorlákshöfn. Hér er höfnin í blóðinu á fólkinu. Virðingin er einlæg. Í þessum góða bæ – og reyndar í Ölfusinu öllu – vita allir að þegar vel gengur við höfnina, þá gengur vel í bænum. Nú höfum við ástæðu til að staldra við og fagna þessum stóra áfanga í vexti hafnarinnar – og jafnframt að undirbúa okkur fyrir næsta skref. Við erum hvergi nærri hætt.
Súrefni fyrir framtíðina – Ný verksmiðja Veldix í Þorlákshöfn
Í morgun skrifuðum við undir samkomulag um úthlutun lóða innan grænna iðngarða við Þorlákshöfn til fyrirtæksins Veldix sem hyggst koma hér upp starfsemi sem tryggja mun að lágmarki 20 störf auk þess að skapa öðrum fyrirtækjum samkeppnisforskot. Með örum vexti laxeldis, fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu og nýjum verkefnum er ljóst að svæðið er í stórsókn. Eitt af þessum verkefnum er bygging súrefnisverksmiðju á vegum fyrirtækisins Veldix – verkefni sem mun ekki aðeins efla atvinnulífið heldur styrkja stoðir samfélagsins til framtíðar.
„Þorlákshöfn styrkir stöðu sína sem alþjóðleg vöruhöfn – stefnumarkandi risa samningur við Torcargo“
Undirritaður hefur samningur á milli sveitarfélagsins Ölfuss og flutningafyrirtækisins Torcargo um reglubundnar áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Samkomulagið nær jafnframt til samstarfs um áframhaldandi uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fyrsta skip Torcargo, Idunn, komi til Þorlákshafnar frá Rotterdam þann 9. júní næstkomandi og marki þar með upphaf nýju siglingaleiðarinnar.
Dýrmætur samráðsfundur með eldri borgurum
Mikilvægur þáttur í starfi sveitarfélagsins er öflugt samráð og opin upplýsingagjöf. Það er okkur hjartans mál að raddir eldri borgara heyrist og að tekið sé mið af þeirra sjónarmiðum við ákvarðanatöku. Þeir hafa ekki aðeins byggt upp það samfélag sem við njótum í dag heldur hafa einnig djúpa þekkingu og reynslu sem við hin getum lært af.
Lægsta álagningarhlutfall utan höfðuborgarsvæðisins er í Ölfusi.
Skattar og gjöld hins opinbera á íbúa eru stærstu útgjaldaliðir hverrar fjölskyldu. Þess vegna skiptir alla máli að hófs sé gætt. Lægri skattar og gjöld gera það að verkum að hver fjölskylda hefur meira á milli handanna til að skapa sín lífsgæði. Bara sú ákvörðun bæjarstjórnar í Ölfusi að lækka fasteignarálagninguna úr 0,38% í 0,22% hefur haft þau áhrif að fjölskyldur í Þorlákshöfn hafa núna rúmlega 109 milljónir meira af sínu sjálfsaflafé en annars væri.
Núgilding – að dæma fortíðina með gildum samtímans
Nýjasta dæmið um núgildingu er umfjöllun um þá staðreynd að barnamálaráðherra eignaðist fyrir áratugum barn með barni. Hún þá 22 ára og hann 16 ára. Hér verður slíku ekki mælt bót en á það þó bent að núgilding þessara atburða getur leitt til ósanngjarnrar dómhörku og mistúlkunar á því samhengi sem liggur til grundvallar atburðunum.
Viðbrögð lítils samfélags við harmleik
Ísland er lítið land þar sem fólk þekkir vel til hvers annars. Það getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum. Að mörgu leyti er það leiðin til að reyna að skilja harmleikinn og eðlilegt sem slíkt. Engu að síður er það lykilatriði að sýna virðingu fyrir þeim sem eru í sorg og gefa þeim rými til að vinna úr áfallinu á sínum hraða. Félagslegur stuðningur, eins og að veita huggunarorð, bjóða fram aðstoð eða einfaldlega vera til staðar, getur skipt sköpum fyrir syrgjendur.
Uppgjör við landsfund (2 af 3)
Mörgum okkar var nokkur vandi á höndum, enda þær báðar afar öflugar. Ekki auðveldaði það valið að mörg okkar þekkja þær báðar vel og líta á þær sem nána samherja og vini. Eftir sem áður þurfti að taka afstöðu.
Uppgjör við landsfund (1 af 3)
Í samtali og framgöngu landsfundargesta mátti skynja sterkt viljann til breytinga. Tími pólitískra málamiðlana til að halda saman ríkisstjórn með hugmyndafræðilegum andstæðingum er liðinn. Sjálfstæðismenn vilja ekki að flokkurinn þeirra sé praktískur skaðaminnkandi valdaflokkur heldur farvegur framsækinna hugmynda þar sem farvegurinn markast af frelsi einstaklingsins og velferð samfélagsins.
Fraterinn: Varaformaður sem er allskonar.
Jenni er alinn upp á alþýðuheimili á Eskifirði en elskar einlægt hrynjanda stórborga. Hann mærir sinn kyrrláta fjörð en þrífst jafn vel á forðudiskói á Ibiza. Aldrei starfað sem opinber starfsmaður en skilur öðrum betur mikilvægi öryggisnets samfélagsins. Manna skemmtilegastur, skilningsríkur á tilfinningar, hjálpsamur, velviljaður, greindur ljúfur að lunderni en harður í horn að taka þegar slíkt á við. Hæfir jafn vel í kaffibolla í beituskúr á Bolungavík og í bröns á Bessastöðum. Þannig er Jenni. Hann er allra, hann er allskonar.
Fleiri tilbúnir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Guðrún verður formaður.
Ég hlakka mikið til komandi landsfundar og er stoltur af stuðningi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Það er ljóst að því meira sem landsmenn fá að kynnast henni því vinsælli verður hún. Hún er komin með forskotið meðal almennra sjálfstæðismanna hjá lykilmarkhópum svo að Sjálfstæðisflokkurinn geti stækkað á ný. Mestu skiptir núna að landsfundur sjái það sem almennir kjósendur sjá.