Farþegaskipum fjölgar

Nú þegar styttist í vorið hefur Vestmannaeyjahöfn byrjað að undirbúa sumarstarfið.  Sú ágæta höfn hefur um langt árabil verið bæði ein af stærri fiskikhöfnum landsins sem og ein öflugasta útflutningshöfn landsins.  Á seinustu árum hefur hún einnig verið að hasla sér völl í þjónustu við ferðafólk.

Flestum íslendingum er kunnugt um mikilvægi Vestmannaeyjahafnar fyrir íslenskan sjávarútveg. Staðsetning hennar við gjöful fiskiðmið og nálægð hennar við erlendan markað er það sem hingað til hefur tryggt bæði rekstur hafnarinnar og búsetu í Vestmannaeyjum.  

Á seinustu árum hefur koma farþegaskipa og umferð ferðafólks um höfnina stóraukist.  Mestu skiptir þar náttúrulega að eftir að Landeyjahöfn kom til hefur farþegafjöldi Herjólfs vaxið úr 127.000 (seinasta árið í Þorlákshöfn) yfir í að fara umfram 300.000 á seinasta ári.  Og það þrátt fyrir að lungað úr árinu geti núverandi Herjólfur ekki siglt í höfnina.  Þessu hefur fylgt mikil uppbygging í ferðaþjónustu eins og sjá má í fjölbreyttri flóru úrvals veitingastaða, vexti í farmboði af gistirými, eflingu safnastarfs og m.fl.

Við þetta bætist að í sumar verður koma skemmtiferðaskipa umfram það sem við höfum áður séð.  Alls hafa nú 43 skip boðað komu sína í sumar.  Það fyrsta, Magellan, kemur 2. maí og það seinasta Ocean Diamond, kemur 11. sept.  Af þessum 43 skipakomum munu 10 þeirra leggjast við akkeri en 33 þeirra leggjast ýmist við Binnabryggju eða Nausthamar.

Hér fyrir neðan má sjá komulista yfir þessi farþegaskip:

Previous
Previous

Hver eru stærstu mistökin sem gerð hafa verið hvað Landeyjahöfn varðar?

Next
Next

Ríkið þarf að axla ábyrgð á heibrigðismálum aldraðra og stórbæta þjónustu við verðandi mæður