...og enn er talið
Í gær gerði ég enn eina tilraun til að miðla upplýsingum til bæjarbúa um hið nýja skip sem við nú vitum að verður komið til þjónustu við okkur júní 2018. Það gerði ég í þeirri vissu að líklega yrði snúið út úr orðum mínum og reynt að finna leið til að gera jafnvel einföldustu upplýsingar svo sem um burðagetu skipsins tortryggilega. Það stóðst sem stafur á bók.
Leiðin sem var valin var að halda því fram að til að fegra veruleikan væri miðað við að nýja skipið myndi eingöngu flytja smábíla og látið í veðri vaka að flutningsgeta nýju ferjunar sé ekki að aukast eins mikið og haldið hefur verið fram.
Samanburður nýju ferjunar og þeirrar gömlu
Nú skiptir máli að grein mín var skrifuð til þess eins að fólk átti sig á stærð nýrrar ferju í samanburði við núverandi Herjólf. Í þeim tilgangi skiptir ekki nokkru máli við hvaða stærðarflokk er miðað heldur að miðað sé við sömu stærð í báðum skipum þegar þau eru borin saman.
Ekki til að ljúga heldur til að auðvelda samanburð
Þegar skip eru smíðuð og reiknuð er út burðageta bíladekks er venja að miða við svokallaða C stærð sem eru bílar sem eru 4,2 metrar og undir það falla td. Volkswagen Golf og sambærilegir bílar
Við þetta er síðan bætt 30cm sem gerir þá um 4,5m pr. hverja bíleiningu. Þetta er ekki gert til að ljúga að Eyjamönnum heldur gert um allan heim til að hafa staðlaðan samanburð. Ekki er, fyrr en í morgun, þekkt að nokkrum manni sé svo illa við nýja ferju að þessir staðlar séu nýttir til að koma þeirri hugmynd að hjá fólki að verið sé að ljúga að þeim að fegra einhvern veruleika.
Forðumst útúrsnúning
Til að forðast allan útúrsnúning er einfaldast að skoða bara lengdarmeta bíladekks í báðum skipum. Núverandi ferja var með 260 metra nýtanlegt bíladekk þegar hún kom en eftir að sett var á dekkið öryggishlið þá nýtast ekki um það bil 12 metrar af því undir bíla (jafnvel þegar það er opið). Eftir standa þá 248 metrar af dekki sem nýtist undir bíla í núverandi Herjólfi. Ef miðað er við bíla í C stærð þá komast þá 57 bílar á dekkið (260/4,5 = 57) fyrir hlið en eftir hlið sennilega ekki nema 55 þegar það er lokað.
Ef farnar eru 6 ferðir ber nýja skipið 106 fl. bíla af C stærð
Hin nýja ferja verður með 329 metra langt bíladekk. Ef miðað er einnig við bíla í C stærð þá komast 73 bílar í ferjuna (329/4,5 = 73,11). Munurinn pr. hverja ferð þegar hliðið er lokað eru 18 bílar (16 ef siglt er með hliðið opið). Ef farnar eru 6 ferðir munar því 108 bílum á dag ef eingöngu eru fluttir bílar enn enn meiru munar þegar um blandaða fragt er að ræða, eins og oftast er.
Eftir stendur þá að hin nýja ferja ber umtalsvert meira af bílum en sú gamla.
Verum málefnaleg, þannig skiljum við best allar forsendur og getum best undirbúið framtíðina.