91% þeirra sem tóku afstöðu ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á

Fyrr í dag kom bæjarráð saman og fjallaði meðal annars um þann hluta árlegarar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember.  Í stuttri umfjöllun er ætíð erfitt að draga út allar helstu tölur og því er valið að segja hér í texta frá helstu niðurstöðum eins og ráðið fjallaði um þær en birta allar þær tölur sem fram eru settar. 

91% íbúa ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á.

Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar voru með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (90%) voru 91% ánægð en einungis 9% óánægð.

Samgöngumál og heilbrigðismál draga úr ánægju með þjónustustigið almennt

Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (78%) sögðust 83% vera ánægð og 17% óánægð.

Þegar nánar var spurt út í hvað helst þyrfti að bæta svöruðu 40% samgöngumál og 21% heilbrigðismál og/eða heilsugæslu jafnvel þó að þekkt sé að þeir þjónustuþættir eséu á ábyrgð ríkisins en sveitarfélagsins.

83% sögðust ánægð með hvernig sveitarfélagið sinnir menningamálum

Aðspurð um hversu ánægt fólk væri með hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum svaraði 83% af þeim sem afstöðu tóku (77%) að það væri ánægt.

Rafræn samskipti draga úr öðrum samskiptum við bæjarskrifstofur

Þá var spurt hvort svarendur hefðu haft samaband við bæjarskrifstofur sveitarfélagsins á sl. tveimur árum og höfðu 55% gert það. Athygli vekur að árið 2008 höfðu 80% haft slík samskipti en síðan þá hefur þeim stöðugt fækkað. Ekki er ólíklegt að þar ráði að fleiri velji að eiga rafræn samskipti en áður.

Af þeim sem samkipti höfðu átt voru 80% ánægð með hvernig úr erindum þeirra var unnið.

Ástæða er til að fagna þessum niðurstöðum og þá sérstaklega að yfir 90% af þeim sem afstöðu taka skuli segjast ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á. Sú staðreynd að langflestir skuli segja að helst þurfi að bæta samgöngur og heilbrigðismál kemur ekki á óvart enda hefur bæjarráð marg ítrekað lýst áhyggjum af þessum þjónustuþáttum í samfélaginu.

Previous
Previous

Margir óánægðir við sorphirðu í Eyjum

Next
Next

30 ára afmæli félags eldri borgara í Vestmannaeyjum