Aldrei fleiri ferðir felldar niður
Ég birti hér nýtt yfirlit yfir frátafir í siglingum Herjólfs til Þorlákshafnar. Því miður var ég ekki með uppfærða töflu í pistlinum sem ég setti inn 13. mars og því vantaði inn 5 ferðir sem felldar voru niður í febrúar. Þær voru því 9 en ekki 4 eins og missagt var. Þar við bætis að það sem af er mars hafa 7 ferðir verið felldar niður og sú seinasta núna í morgun.
Það er því alveg ljóst að veturinn í vetur er erfiður hvað siglingar í Þorlákshöfn varðar. Síðan í desember hafa 29 ferðir verið felldar niður sem er meira en helmingi meira en það sem hingað til hefur mest verið á þessum árstíma.
Febrúar var fáheyrt þungur hvað þetta varðar. 9 ferðar felldar niður. Þá virðist stefna í að mars verði jafnvel enn verri því nú þegar einungis hafa liðið 16 dagar af mars hafa 7 ferðir verið felldar niður.
Eins og fyrr segir þá valda frátafir í siglingum Herjólfs miklum sakaða fyrir samfélagið í Eyjum. Það á við bæði fyrir íbúa og atvinnulífið almennt. Herjólfur er þjóðvegurinn til Vestmannaeyja. Sigling um Þorlákshöfn er hjáleið.
(ath. Þrátt fyrir ríkan vilja þá kann enn að vera að einhverjar villur séu í talningu á fjölda ferða. Vinsamlegast takið þessu því sem vísbendingu frekar en heilögum sannleika).