Arfur - Fallegar fréttir á aðventunni

Aðventan gerir mann meiran og þráðurinn niður í hjartaræturnar er styttri þá en í annan tíma. Maður finnur svo vel hve margt er að þakka. Ég átti þó ekki von á því að fregnir af erfðarskrá Þórðar Þorgilssonar, bónda á Stafnshóli í Skagafirði, myndu kveikja hjá mér hlýju og þakklæti núna á aðventunni. Manninn þekkti ég ekkert og hafði ekki heyrst minnst á fyrr en núna. Svona er nú lífið magbreytilegt og sem betur fer oftast bjart og fallegt.


Fyrir skömmu bárust okkar þær fréttir að Strandarkirkja í Selvogi, ein af þremur kirkjum hér í Ölfusi, hafi fengið óvæntan arf þegar í ljós kom að Þórður Þorgilsson, bóndi á Stafnshóli í Skagafirði, hafði arfleitt kirkjuna að öllum sínum eigum. Þórður, sem var einstæður og án lögerfingja, hafði ákveðið að láta kirkjunni eftir bæði jörðina Stafnshól og allt lausafé sitt. Erfðaskrá hans, dagsett árið 2000, staðfesti þessa ákvörðun. Sá vilji varð þó fyrst núna ljós þegar erfðaskrá kom í leitirnar.

Samkvæmt heimildum er um að ræða lausafé að andvirði 50 milljóna króna, auk verðmæta jarðarinnar og annarra eigna. Sóknarnefnd Strandarsóknar hefur nú fengið leyfi til einkaskipta á dánarbúinu, og er gert ráð fyrir að jörðin verði seld fljótlega, líklega í byrjun næsta árs.

Strandakirkja er einstök kirkja, sérstaklega vegna sögu hennar og staðsetningar.



Arfurinn bætir fjárhagsstöðu kirkjunnar

Kirkjur landsins hafa ekki borið sitt barr eftir mikla skerðingu sóknargjalda árið 2008, í kjölfar efnahagshrunsins. Sá niðurskurður er víða að sliga starfsemi þeirra og ljóst að arfurinn mun hafa mikil áhrif á rekstrargrundvöll Strandarkirkju, þar sem fjárhagur hennar hefur lengi verið erfiður. Tekjur kirkjunnar eru takmarkaðar, þar sem aðeins fáir greiða sóknargjöld, og duga þær ekki til að standa undir háum viðhalds- og rekstrarkostnaði. Þó hafa gjafir og áheit frá velunnurum kirkjunnar gegnt lykilhlutverki í rekstri hennar.

Með þessum arfi verður kirkjan betur í stakk búin til að sinna viðhaldi og halda áfram að vera mikilvægur hluti af menningar- og trúararfi landsins. Það opnar arfurinn möguleika á að fjárfesta í nauðsynlegum verkefnum til að tryggja framtíð kirkjunnar.


Saga Strandarkirkju

Strandarkirkja er ein merkasta kirkja Íslands með langa sögu sem nær aftur til kristnitöku. Elstu heimildir segja að Gissur hvíti Teitsson hafi reist þar kirkju úr viði sem hann fékk frá Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi. Núverandi kirkja var byggð árið 1888 og hefur síðan verið endurnýjuð í nokkur skipti.

Núverandi kirkja hefur tekið miklum breytingum frá því að hún var byggð árið 1888



Hún er lítil og einföld kirkja með mikla sögu. Kirkjan stendur á grónum grashól með útsýni yfir hafið og er umlukin íslensku landslagi sem einkennist af fjöllum, sléttum og strandlínu. Kirkjan er hvítmáluð með dökkgráu þaki og hefur hefðbundna byggingarstíl íslenskra kirkna frá 19. öld. Hún er með turni að framan með krossi efst og er umkringd litlum kirkjugarði.

Þrátt fyrir smæð sína hefur hún mikla merkingu fyrir Íslendinga, bæði sem trúarlegt helgidóm og sem staður tengdur sögum um bænheyrslu sjómanna og ferðamanna í nauðum. Það er ein ástæða þess að hún er þekkt fyrir að fá óvenjumörg áheit frá fólki víðsvegar að.

Með þessum arfi bætist við kafli í sögu kirkjunnar sem mun styrkja hana í rekstri og varðveislu á komandi árum.

Previous
Previous

Jólakveðja

Next
Next

Skemmtilegir frambjóðendur, nokkur dæmi.