Bilun Herjólfs
Fátt hefur meiri áhrif í Vestmannaeyjum en truflun á áætlun Herjólfs. Siglingar skipsins eru enda slagæð samfélagsins og mikilvægið því algert. Í dag er sú staða uppi að bilun í skipinu veldur frátöfum og þar með truflunum fyrir fjölmarga.
Hér fyrir neðan fara svör Vegagerðarinnar við spurningum Vestmannaeyjabæjar um það hvað veldur og hvernig brugðist verður við:
1. Í hverju er bilun fólgin?
Bilun var í akkeri í rafal framleiðir afl á vél 1.
Bilunin veldur því m.a. að ekki er hægt að nota hliðarskrúfur með því afli sem þarf amk ef eitthvað er að vindi sérstaklega í LAN vegna snúnings.
2. Hvenær uppgötvaðist að ráðast þyrfti í viðgerðir?
Bilunnarinnar varð vart í fyrradag, þriðjudag.
Kallað var á menn úr Eyjum um borð strax en ekki fannst hvað olli og því kom sérfræðingur frá Rvk. um borð í gær og bilanagreindi sbr. hér að ofan. Viðgerðin þolir ekki bið, sjá nánar neðar.
3. Var kannað hvort möguleiki væri að vinna að viðgerð utan áætlunar?
Viðgerðin þolir ekki bið þar sem hún hefur áhrif á afl á hliðarskrúfum.
Engin dagur góður í þetta þegar sigldar eru 5-6 ferðir á dag og nóttin ekki nægjanlegur tími en verður að sjálfsögðu notuð. Á morgun er föstudagur og svo helgina og því var það metið svo að minnsta röskun væri að fella niður tvær síðustu ferðir í dag fimmtudag og auðvitað vinna í nótt en sigla fulla áætlun á morgun. Menn eru þegar komnir af stað í þessa vinnu en eftir ferð nr. 3 í dag þarf að rífa „ofan af“ vélinni og ekki hægt að sigla þá. Möguleiki hefði verið að bíða fram á sjómannadag þar sem sigld er takmörkuð áætlun en það hefði mögulega/líklega kallað á frátafir vegna vinds á tímabilinu sem hefði þá haft enn verri afleiðingar.
Það er alltaf bagalegt þegar svona kemur upp. Í gegnum tíðina hefur skipinu verið vel sinnt af hæfri áhöfn og bilanir því ekki algengar. Við verðum samt að vera meðvituð um að samgöngum við Vestmannaeyjar er núna haldið uppi af einni elstu farþegaferju í norður Evrópu og auðvitað aukast líkurnar á bilunum eftir því sem ferjan verður eldri. Herjóflur er 24 ára gamalt skip.