Reykjavík Geothermal og Sveitarfélagið Ölfus hafa komist að samkomulagi

Sveitarfélagið Ölfus er eitt orkuríkasta svæði á íslandi.  Þar er ríkur vilji til áframhaldandi uppbyggingar á forsendum nýtingar þessar orku á sjálfbæran og hagkvæman máta. Ölfus og Reykjavík Geothermal hafa nú komist að samkomulagi um yfirborðsrannóknir á um 65 km2 svæði í og sunnan við Bolaöldu.  Markmið rannsóknanna er að kanna mögulegan háhita til rafmagnsframleiðslu með fyrirhugaða 100 MW virkjun í huga.  

Samkomulag Ölfuss og Reykjavík Geothermal felur það í sér að ef rannsóknir benda til nýtanlegs jarðhita á svæðinu, munu aðilar ráðast í viðræður um hvernig best verður hægt að haga og samræma uppbyggingu og rekstur virkjunar með hliðsjón af áherslu Orku- og auðlindastefnu Ölfuss. Samstarf og samráð við Sveitarfélagið Ölfus mun hafa forgang.

Framkvæmdir vegna rannsókna munu hefjast á næstu mánuðum.  Til að finna og meta stærð mögulegra jarðhitasvæða verður einkum notast við viðnámsmælingar á yfirborði. Lítið sem ekkert jarð- eða gróðurrask verður við þessar athuganir.

Ekki þarf að efast um hversu mikilvægt það er fyrir Sveitarfélagið Ölfus -íbúa og fyrirtæki- að markvisst sé unnið að áframhaldandi uppbyggingu á þeim innviðum er snúa að orkuöflun og dreifingu.  Ekki hvað síst er það mikilvægt í ljósi vaxandi fjölda íbúa auk afar umfangsmikillar uppbyggingar í atvinnulífinu svo sem með örum vexti matvælafyrirtækja, áframhaldandi vexti hafnarinnar og tilkomu nýrra iðnfyrirtækja.

Previous
Previous

Munurinn á okkur afa

Next
Next

Við verðum að framleiða okkur út kreppunni sem er að koma