Góðar fréttir
Nú fyrir skömmu bárust okkur þær góðu fréttir að Umhverfisstofnun myndi veita okkur hjá Vestmannaeyjabæ og samstarfsaðila okkar, Merlin entertainment, heimild til innflutnings á þeim hvölum sem við höfum unnið að því að flytja frá Kína til Vestmannaeyja.
Forsagan
Eins og þekkt er þá er um að ræða Beluga hvali sem verið hafa sýningadýr í Shanghai í rétt um áratug. Eftir að Merlin eignaðist dýrin með kaupum á skemmtigarði þar í borg, hefur verið unnið að því að koma dýrunum í náttúrulegra umhverfi enda það gegn stefnu þeirra að halda hvölum við þær aðstæður sem þar er um að ræða.
Eyjar heppilegar
Í rétt um þrjú ár höfum við hjá Vestmannaeyjabæ og Þekkingarsetur Vestmannaeyja unnið með Merlin að þessu verkefni enda þykja Vestmannaeyjar afar heppilegar sem griðastaður þessara hvala. Þar ræður bæði óviðjafnanleg náttúru sem og sterkur „innfrastrúktúr“ með áherslu á háskólastarf, sjávarrannsóknir, ferðaþjónustu, sjálfærar veiðar og fl.
Nei varð að já með auknum gögnum
Í samræmi við lög um innflutning á framandi lífverum þá var umsókn okkar send til sérfræðinefndar Umhverfisstofnunar sem veiti neikvæða umsögn 4. maí síðastliðin. Við lögðum þá fram aukin gögn og unnum að því að fá nefndina til að endurskoða ákvörðun sína sérstaklega í krafti nýrra gagna. Það hefur nú skilað þeim árangri að með bréfi dagsettu 21. ágúst (í dag) er veit heimild fyrir innflutningi þessara hvala.
Kálið ekki enn sopið
Kálið er þó ekki sopið þó í ausna sé komið því næsta verkefni er að fá útflutningsleyfi hjá kínverskum yfirvöldum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að það gangi vel fyrir sig þótt sannarlega sé nokkur vinna framundan vegna þeirrar umsóknar.
Ótrúleg tækifæri.
Ef allt gengur að óskum ættu verklegar framkvæmdir hér í Eyjum að geta hafist núna í vetur og hvalirnir komið hingað til lands sumarið 2019. Þessar framkvæmdir fela ma. í sér gerð nýs sjávar- og náttúrugripasafns, byggingu hvalalaugar í landi, gerð sjókvíar í Klettsvík, rannsóknaraðstöðu, gestastofu og margt fl. Ekki spillir svo fyrir að með þessu verða Vestmannaeyjar orðnar hluti af kynningarefni og áherslum eins stærsta og virtasta skemmtifyrirtækis í heimi sem tók á móti rúmlega 60 milljón gestum í fyrra.
Framtíð Vestmannaeyja er björt