Innviðir styrkjast
Sveitarfélagið Ölfus hefur vaxið og dafnað hratt seinustu ár enda velferðin þar sótt á forsendum verðmætasköpunar. Íbúum hefur á fáum árum fjölgað um hátt í 30%. Það er til marks um þessa sókn að fasteignum hér hefur fjölgað um 27% á seinustu 10 árum. Vaxandi byggð kallar á aukna þjónustu og nú þegar eru áform sem um munar.
Í Þorlákshöfn er í dag rekin Krónubúð af miklum myndarskap. Þrátt fyrir mikla lipurð starfsmanna og talsverðar endurbætur á seinustu árum dylst okkur sem þar versla ekki að plássleysið er mjög hamlandi þáttur í þjónustunni.
Það er því ánægjulegt að sjá áform þeirra um að stækka verslunina um hvorki meira né minna en 80%. Núverandi húsnæði er 465 m2 en verður 835 m2 eftir stækkunina. Þá verður lóðin öll tekin í gegn. Bílastæðum fjölgað og boðið upp á rafhleðslu og bensínsölu.
Ég er sannfærður um að þarna er bara eitt dæmi um það sem koma skal.