Málefni aldraðra
Vestmannaeyjabær vinnur nú að heildarendurskoðun á málefnum aldraðra. Eitt af því sem við erum að skoða er deiliskipulag á svæðinu í kringum Hraunbúðir. Hluti af þeirri vinnu er að koma fyrir sex parhúsum í tveimur áföngum á svæðinu fyrir sunnan Hraunbúðir. Fyrir á svæðinu eru tvö fjölbýlishús með 6 íbúðum í hvoru húsi eða samtals 12 íbúðum og...
...þrjú tvölföld parshús með samtals 12 íbúum. Síðan erum við með íbúðir við Sólhlíð og víðar. Þá höfum við átt í viðræðum við áhugasama aðila um byggingar á íbúðum fyrir aldraða niðri í miðbæ.
Stefna okkar hvað búsetumál varðar er að gera öldruðum sem allra lengst kleift að búa í eigin húsnæði og hverskonar íbúðaformi sem þeim hentar.
Aukinn stuðningur í heimahús er stór þáttur í aukinni velferð aldraðra sem og forvarnir og heilsueflandi aðgerðir. Má þar m.a. nefna innlit, kvöld-og helgarþjónusta, heilsueflandi heimsóknir, félagsleg ráðgjöf, aukin fræðsla og upplýsingagjöf til aldraðra. Við höfum mikið hugleitt hvort sameining heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum og reksturs Vestmannaeyjabæjar á þessum málaflokki gæti orðið lyftistöng fyrir uppbyggingu velferðarþjónustunnar í Eyjum til framtíðar, ekki bara fyrir aldraða heldur alla aldurshópa.
Hvað Hraunbúðir varðar þá er það nú svo að sú góða stofnun er í dag ekki með nægt rekstrarfé frá ríkinu. Við verðum að gera tilraun til að sækja meira fé til ríkisins til að tryggja þann hluta þjónustunar sem undir þau fellur.