Næsti forseti Íslands verður Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir hefur verið með eyrað við jörðina. Hlustað, metið og pælt í því hvað hún eigi að gera varðandi forsetaframboð. Á seinustu dögum hefur hún verið að styrkjast í afstöðu sinni til forsetaframboðs og sannarlega stigið þannig fram.
Auðvitað er það þannig að þegar maður hefur grun um eitthvað þá fer maður að lesa í aðstæður til að leita að því sem staðfestir grun manns. Eftirfarandi vísbendingar um hvað Katrín er að hugsa hafa þó vart framið fram hjá þeim sem fylgjast með:
Í fyrirspurnum um málið á Alþingi hefur Katrín viljandi verið afar loðin í svörum. (https://www.visir.is/g/20242537803d/katrin-lodin-i-svorum-um-forsetaframbod)
Við gerð kjarasamninga steig Katrín inn með 80 þúsund milljónir frá ríkinu og gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir börn í grunnskólum. Blaðamannafundur um samninga voru eins og afmælisveislan hennar. https://viljinn.is/frettir/katrin-stakk-barattumali-vg-inn-i-kjarapakkann-og-ur-vard-ofravikjanleg-krafa/)
Allt í einu hefur eiginmaður hennar, sem hingað til hefur haldið sig til hlés, verið kynntur til leiks. Það gerði Katrín í hugnæmri afmæliskveðju til hans. Eitthvað sem ég hef ekki séð áður frá henni (https://www.facebook.com/VGKatrinJakobsdottir/posts/977989393686036?ref=embed_post )
Þegar tækifæri gefst til minnir hún á hið þjóðlega og hin gömlu góðu gildi. Setti til dæmis plokkfisk, rúgbrauð, kjötsúpu, fisk og sitthvað fl. á vikumatseðilinn sinn í viðtali við moggann fyrir skömmu. (https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2024/03/11/draumavikumatsedillinn_hennar_katrinar_jakobs/)
Mín spá er þessi:
Á næstu dögum, (þegar ró er komin á í kringum kjaramál, lausnir fundnar á húsnæðismálum Grindvíkinga, festa aukin í málefnum hælisleitenda og fl.) verður unnin skoðunarkönnun á stöðu Katrínar. Hún kemur til með að mælast vel, enda greind og góð manneskja.
Fyrir páska gefur hún út að hún sækist eftir embætti forseta Íslands.
Stórlaxarnir sem hafa verið að máta sig draga sig í hlé.
1. júní n.k. verður Katrín Jakobsdóttir kjörinn forseti Íslands.
Áhrif þess fyrir ríkisstjórnina verður......