Rottur
Helgin var mér góð. Mér tókst meira að segja að glugga í bækur og eins oft fletti ég í ljóðabókum.
Eitt af þeim ljóðum sem töluðu hvað sterkast til mín -nú sem oft áður- var ljóðið „Rottur“. Það á bara eitthvað svo helvíti vel við núna. Verst hvað það á oft við á okkar góða landi.
Rottur
Milli þils og moldarveggja
man ég eftir þeim,
ljótu rottunum
með löngu skottunum
og stóru tönnunum
sem storka mönnunum,
sem ýla og tísta
og tönnum gnísta
og naga og naga
nætur og daga.
Fjöldi manna
felur sig á bak við tjöldin.
Þeir narta í orðstír nágrannanna,
niðra þeim sem hafa völdin,
eiga holu í hlýjum bæjum,
hlera og standa á gægjum,
grafa undan stoðum sterkum,
stoltir af sínum myrkraverkum.
Allar nætur, alla daga
er eðli þeirra og saga
að líkjast rottunum
með löngu skottunum
og naga og naga.