Tvö ný skip hefja siglingar á Þorlákshöfn eftir tvö ár.

Smyril Line hefur nú skrifað undir smíði á tveimur nýjum skipum sem þjónusta munu siglingar á Þorlákshöfn. Skipin verða smíðuð í Raffales skipasmíðisöðinni í Kína og gerir samningurinn ráð fyrir að þau hefji siglingar árið 2026. Í þessu felast enn á ný tækifæri fyrir Ölfusið.

 

ThorlaskhofnMAX

Skipin eru sérstkleg hönnuð til að þjónusta Þorlákshöfn eða svokölluð „ThorakshofnMAX“. Er með því vísað til þess að þau eru eins stór og höfnin ræður við núna eftir þær breytingar sem við stöndum nú í. Vegna þeirra breytinga sem við vinnum nú að við höfnina geta skipin verið um 60m lengri en þau sem nú sigla.

 

Áhersla á sjóhæfni og aðbúnað

Skipin eru systurskip. Þau eru svo ekjuskip(RORO) sem merkir það að allur farmur er keyrður um borð og frá borði, rétt eins í Herjólfi. Lengd þeirra eru 190 metrar og i þeim 3300 lengdarmetrar fyrir vagna (treilera). Við hönnun skipanna hefur sérstök áhersla verið lögð á sjóhæfni þeirra við erfiðar aðstæður eins og myndast geta í norðuratlandshafi að vetrarlagi. Þá er aðbúnaður starfsmanna sérstaklega góður

 

Ríkar umhverfisáherslur

Ánægjulegt er að sjá að þá áherslu sem lögð er að skipin verði umhverfisvæn og uppfylli alla alþjóðlega losunarstaðla. Skipin verða búin rafhlöðukerfi með möguleika á landtengingu sem skapa tækifæri á því að skipin séu án útblásturs á meðan þau eru í höfn. Þá verða þau búin möguleikanum til að sigla á rafeldsneyti sem myndi hafa byltingu í för með sér hvað kolefnisspor siglinga varðar – ef við Íslendingar myndum tryggja orku í orkuskiptin. Orkusparnaðurinn með nýju skipunum verður að minnsta kosti 60% og hefur Smiryl Line kynnt það sem markmið sitt að rekstur þeirra skuli vera án losunar fyrir árið 2050, en á sama tíma verði viðskiptavinum boðin enn betri þjónustu.

 

Kallar á framkvæmdir í landi

Þetta skref sem Smyril Line hefur ný kynnt er rökrétt næsta skref á göngu sem hófst fyrir nokkrum árum þegar gerð var tilraun til siglinga ekjuferja milli Færeyja og Þorlákshafnar. Ábyrgð okkar sem eigum og rekum Þorlákshöfn hefur vaxið samhliða velgengni þessara siglinga. Á skömmum tíma hefur hafnaryfirvöldum í Þorlákshöfn tekist að styðja við þessa þróun með breytingum í landi, stækkun viðlegukanta, dýpkunaraðgerðum, stækkun snúningsrýmis, kaupum á dráttarbát og margt f.l. Enn eru verkefni fram undan enda ljóst að vaxandi umsvif við sjávarsíðuna kalla á umsvif landmegin.

Previous
Previous

Vefkrækja á loftgæðamæli í Þorlákshöfn

Next
Next

Enn fjölgum við íbúðarhúsnæði - sérstaklega vandað til við hönnun og útlit.