Enn fjölgum við íbúðarhúsnæði - sérstaklega vandað til við hönnun og útlit.

Í morgun skrifaði Ölfus undir samkomulag við félagið Hnjúkamóa ehf. um úthlutun tveggja lóða fyrir fjölbýlishús við Hnjúkamóa 2 og 4.

Rakel og Sindri skrifuðu undir fyrir hönd Hnjúkamóa ehf.

Lóðirnar eru á áberandi stað við aðkomu inn í bæjarfélagið meðfram Ölfusbraut og var því tekin ákvörðun um að sérstaklega skyldi vandað til við hönnun og útlit þeirra húsa sem standa munu á lóðunum.

Afstöðumynd – Hnjúkamói 2 og 4 gulmerkt

Hönnun húsanna hefst strax og er áætlað að kynna fyrstu niðurstöður innan 8 vikna, og að verklegar framkvæmdir hefjist í vor og verði lokið 2026.

Möguleg ásýnd, hönnun er ekki lokið

Ljóst er að aðkoman að Þorlákshöfn mun breytast nokkuð við þessar byggingar. Samhliða framkvæmdum við þær mun sveitarfélagið halda áfram umhverfisframkvæmdum við Ölfusbrautina og er þar ma. horft til þess að kletturinn Latur bjóði fólk velkomið þegar það ekur inn í bæinn (Latur í Þor­láks­höfn mun bjóða bæjar­búa og gesti vel­komna - Vísir (visir.is))

Hugmynd um það hvernig Latur gæti litið út við aðkomuna að Þorlákshöfn

Uppbyggingin heldur því áfram. Hamingjan er hér.

Previous
Previous

Tvö ný skip hefja siglingar á Þorlákshöfn eftir tvö ár.

Next
Next

Lögin svo gömul að Svandís þarf ekki að fara eftir þeim!!!