Þegar rökin þrjóta er auðveldara að tækla manninn en boltann

Í morgun ræddi Heimir Karlsson í „Ísland í bítið“ við Grétar Mar Jónsson.  Meiningin hefur sjáflsagt verið sú að ræða frumvarp til laga um fiskveiðar en af einhverjum sökum snérist viðtalið meira um bæjarstjórann í Vestmannaeyjum.  Ef til vill er aðveldara að fordæma þann vonda kaupa en að finna rök með frumvarpinu.

Viðtalið má finna hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP6149 

Jafnvel þótt þarna tali maður eins og Grétar Mar þá hlýt ég að gera alvarlegar athugasemdir við þetta viðtal.  Það að Grétar Mar fái nánast óáreittur að veitast að mér persónulega fyrir það eitt að ég hafi varið það sem bæjarráð metur hagsmuni Vestmannaeyja- án þess að ég geti hönd fyrir höfð mér borið er gagnrýnivert.  Þessi aðferð Grétars hefði svo sem öllum mátt ljós vera áður en viðtalið fór fram enda er þetta aðferð sem hann og því miður mörg skoðunarsystkin hans hafa beitt.  Þegar rökin duga ekki er vegið að þeirri persónu sem flytur þau.  Þessi persónulega heift í viðtalinu í morgun berar algerlega hversu veikur stuðningur er við þeim hugmyndum sem Grétar og ríkisstjórnin halda fram. 

Eins og heyra má í viðtalinu þá Grétar svo langt að hann fullyrti að ég hefði þegið múturgreiðslur til að fjármagna mín eigin prófkjör.  Sakaði mig þar með um glæp sem er einn sá alvarlegasti sem kjörinn fulltrúi getur framið.  Sú fullyrðing fékk að lifa –og lifir því enn- þrátt fyrir að ég hafi aldrei þegið eina krónu í styrk til prófkjörs enda aldrei farið í prófkjör. 

Grétar Mar fullyrti líka að ég og félagar mínir í bæjarstjórn værum spilt og gengum gegn hagsmunum Vestmannaeyja þar sem útgerðamenn í Vestmannaeyjum greiddu kosningabaráttu flokksins.  Það væri hinsvegar fróðlegt ef einhver óskaði eftir viðbrögðum útgerðamanna í Vestmannaeyjum við þessu og kannaði hið sanna.  Þeir kæmust þá að því að stefna þeirra er að styrkja alla flokka jafnt.  Þannig hefur Grétar Mar sem frambjóðandi í suðurkjördæmi hlotið í það minnsta sömu styrki og aðrir frambjóðendur.  

Það er í mínum huga graf alvarlegt að viðmælendur komist jafn langt Grétari Mar komst í morgun.  Ég hvet fólk til að hlusta á viðtalið sem var teki við mig í gær (http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP6129).  Þar nefndi ég ekki eina einustu persónu á nafn.  Hvorki þingmenn né aðra.  Viðtal Heimis við Grétar Mar snérist hinsvegar fyrst og fremst um mína persónu.  Hversu aum sem persóna mín eða annarra sem reyna að verja hagsmuni sjávarbyggða kunna að vera þá getur slíkt vart verið eðlilegt. 

Það kom mér einnig verulega á óvart að hvergi skyldi koma fram að langflestir tala þessu sammáli rétt eins og Landsbankinn, ASÍ, Fiskistofa, sérfræðinefnd hagfræðinga, sveitastjórn í Grindavík, sveitastjórn á Höfn, sveitastjórn á Þórshöfn, Fjarðabyggð, Grýtubakka, Seiðisfyrði og svo margir fleiri.   Í morgun nýtti Grétar sér það hinsvegar enn og aftur að það er heimilt að rífa niður mannorð þeirra sem reyna að halda uppi vörnum fyrir sjávarútveginn.  Hvergi var svo mikið sem gerð tilraun til að spyrja Grétar hvort að hann væri með þessu að halda því fram að allir fyrrgreindir aðilar auk nánast allra Vestmannaeyinga sé borgað fyrir skoðanir sínar og þá ef til vill af hinum alvondu útgerðarmönnum í Vestmannayjum.  

Það má Grétar þó eiga að hann gerði tilraun til að ramba inn á málefnið.  Þau rök sem hann beitti voru þó að mínu mati í besta falli götótt.  Hann sagði það gott að hægt væri að flytja út ferkan fisk í flökum af því að það fengist svo hagstætt verði fyrir en það er hinsvegar hroðalegt að hinir vondu Eyjamenn flytji út fisk með skipum.  Hann sagði að Eyjamenn fengju allt til baka sem af þeim verði teki í formi byggðakvóta og potta.  Fyrir liggur að nánast ekkert hefur komið til Eyja í af þessum úthlutunum.  Ýmislegt fleira sagði Grétar sem ég var ósammála en engu að síður þá er það hans réttur að hafa andstæða skoðun. 

Réttur þeirra sem vilja ræða sjávarútveg og benda á rök sem ekki henta núverandi ríkisstjórn og skoðanasystkinum Grétars Mar er hinsvegar enginn.  Það verður bara svo að vera.  Svo mikið er víst að gelt sem þetta er mér hvattning til að halda áfram í þá átt sem Vestmannaeyjabær hefur haldið í þessu máli. 

(biðst afsökunar á áslátta- og málfarsvillum í þessum texta - hann er  hamraður inn í Baldri sem nú leysir Herjólf af ;)

Previous
Previous

Hef ég farið til tunglsins í boði útgerðarmanna? Umræða á villgötum sem skaðar þjóðina

Next
Next

Ánægjulegt símtal um vetraráætlun Herjólfs