Hef ég farið til tunglsins í boði útgerðarmanna? Umræða á villgötum sem skaðar þjóðina
Heimir og Kolla í "Ísland í bítið" voru svo almennileg að gefa mér færi á að svara þeim ásökun um mútuþægni og þaðan af verri hluti sem á mig voru bornar í þætti þeirra í gær.
Viðtalið er hér: Heimir og Kolla í "Ísland í bítið" voru svo almennileg að gefa mér færi á að svara þeim ásökun um mútuþægni og þaðan af verri hluti sem á mig voru bornar í þætti þeirra í gær.
Viðtalið er hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP6165
Satt að segja velti ég því fyrir mér hvort það væri yfir höfuð rétt að svara svo fráleiddum ásökunum eins og þeim sem komu fram í viðtali við fulltrúa þeirra sem styðja frumvarp ríkisstjórnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég var meðal annars sakaður um annarlegar hvatir, svik við Vestmannaeyjar, múturþægni og eiginhagsmuni. Svoleiðis ásakanir eru náttúrulega alvarlegt mál.
Í ásökunum var þó að finna ýmislegt sem ég verð að gangast við. Td. það að ég sé hagsmunatengdur sjávarútvegi. Það er ég. Ég mun hinsvegar ekki biðjast afsökunar á því enda er ég stoltur af því að vera tengdur hagsmunum sjávarútvegsins. Ég bý í Vestmannaeyjum og á allt undir því hvernig þar tekst til.
Þessir hagsmunir eru margþættir. Til dæmis mætti Nökkvi Dan sonur minn (sem er 14 ára) á Makrílvakt eftir skóla í gær og fjármagnaði þannig kaup á handboltaskónum sem hann langaði svo í. Þannig sparaði hann mér þessi útgjöld og var stoltur af. Þá er hún mamma að vinna niðri í Godthhaab og ég veit ekki betur en að hún uni sínum hag bara nokkuð vel í hóp öflugs starfshóps í fikvinnslunni þar. Það má meira að segja vera að hún kaupi saltfisk fyrir hluta af laununum og bjóð mér í mat í kvöld og þá er ég orðinn beint tengdur þessum hagsmunum.
Sjálfur er ég í þessum töluðu orðum að vinda mér í að fara yfir það fjármagn sem við hjá sveitarfélaginu þurfum að verja í félagsþjónustu á næsta ári og það fjármögnum við með þeim tekjum sem hinn sameiginlegi sjóður hefur fyrst og fremst af sjávarútvegi. Þannig að auðvitað er ég hagsmunatengdur. Við erum það öll. Allir Íslendingar.
Það er hinsvegar rakin fjarstaða þegar fulltrúi þeirra sem vilja breyta stjórn fiskveiða á Íslandi heldur því fram að ég gangi gegn hagsmunum Vestmannaeyja eða annarra sjávarsamfélaga og sé málpípa vondra útgerðarmanna. Hvorki ég né nokkur í minni fjölskyldu hefur nokkurntímann átt kíló í sjó. Að beita þeim rökstuðningi að ég hafi þegið mútur til að fjármagna prófkjör er náttúrulega álíka gáfulegt að segja að ég hafi fengið flugmiða til tunglsins. Ég hef nefnilega aldrei tekið þátt í prókjöri ekki frekar en ég hef farið til tungslins.
Það alvarlega í þessu er hinsvegar ekki það sem snýr að mér. Ég er bara einstaklingur sem tímabundið hef tekið að mér stöðu sem er langtum stærri en ég sjálfur. Þeirri stöðu fylgja svo hagsmunir sem jafnvel eru stærri en staðan. Þannig að ég sef alveg rólegur þótt gerðar séu tilraunir til að ljúga einhverjum fráleiddum sökum upp á mig. Ég verð náttúrulega bara að treysta á dómgreind fólks þegar kemur að því að vega og meta minn heiðarleika.
Það alvarlega er að orðræðan í kringum grundvallaratvinnuveginn skuli vera þannig að ef einhver lætur það eftir sér að benda á þá mörgu kosti sem sjávarútvegurinn og rekstarumhverfi hans býr yfir þá opnist þar með byssuleyfi á að persóna viðkomandi sé rifin niður. Kvótagreifi, arðræningi, mútur, ósangirni og allir þessir orðaleppar eru heimilir þegar rætt er um okkur sem réttlætum það kerfi sem gerir hinni íslensku þjóð mögulegt að lifa á sjávarútvegi sem er niðurgreiddur af samkeppnislöndum.
Röksemdafærsla andstæðinga kvótakerfisins er orðin svo fátæklegt að ekkert annað er eftir en að rægja persónur okkar sem viljum að stjórnvöld viðhafi yfirvegun við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins.
Ég fullyrði að það er kominn tími til að gefa sjávarútvegnum frið þannig að við öll –þessi 300 þúsund manna fiskveiðiþjóð- getum áfram fengið þennan mikla arð sem við höfum af auðlyndinni okkar.
Ég spyr því hvort að við sem þjóð eigum ekki að krefjast þess af fulltrúum okkar að þeir vísi málinu aftur til sáttarnefndar sjávarútvegsráðherra og geri þeim kleift að klára þetta mál á þeim nótum sem þeir voru að ljúka við þegar allt fór í óefni.