Íbúafundi Heidelberg frestað að beiðni heimamanna.
Samstarf Ölfus og Heidelberg hefur verið til fyrirmyndar frá því að samskipti hófust. Í hvívetna hafa aðilar leitað að því að virða sjónarmið hvers annars og finna fleti til samstarfs og samvinnu. Þar hefur sérstök áhersla verið lögð á að virða sjónarmið heimamanna og hina samfélagslegu ábyrgð sem fólgin er í uppbyggingu umsvifa.
Það er til marks um það að Heidelberg hefur nú að beiðni fjölmargra heimamanna tekið ákvörðun um að fresta fundi til að taka tillit til þess að hápunktur sumarleyfa myndi draga úr aðsókn.
Fréttatilkynning Heidelberg er svohljóðandi:
Mikilvæg tilkynning vegna íbúafundar:
Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta fyrirhuguðum íbúafundi Heidelberg Materials til loka ágústmánaðar. Ákvörðunin er tekin vegna fjölda ábendinga um að hápunktur sumarleyfa myndi draga úr aðsókn. Til þess að sem flest geti mætt á fundinn hefur því verið ákveðið að fresta fundinum fram yfir sumarleyfistímann. Nákvæm dagsetning verður auglýst um leið og hún liggur fyrir.
F.h. Heidelberg Materials á Íslandi,
Þorsteinn Víglundsson