Bjarni Ben þarf rauðan penna og prentara
Fjárlögin liggja fyrir. Ég ætla ekki að þykjast hafa lesið þau spjaldanna á milli en nægilega þó til að átta mig á stóru myndinni. Margt gott er þar að finna en annað þykir mér verra. Enn vottar lítt fyrir þeirri forgangsröðun sem kallað hefur verið eftir en aginn verður þó aukinn sem er mikilvægt.
Það sem veldur mér mestum vonbrigðum er að sú hægri stjórn sem nú er í landinu –og tók við af mestu vinstri stjórn frá stofnun lýðveldis- skuli ekki ganga lengra í að...
...lækka skatta. Þótt einföldun á skattkerfi sé til mikilla bóta þá er skattalækkun betri.
Af nógu er að taka.
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um þær álögur sem vinstri stjórnin lagði á okkur á sínum stutta valdatíma (listinn er ekki tæmandi):
Ákveðin skref hafa verið stigin en lengra þarf að ganga. Væri ekki ágætt fyrir fjármálaráðherra að prenta þetta út og hafa á náttborðinu hjá sér ásamt rauðum penna. Í dagslok gæti hann svo strikað yfir skattaliðina einn af öðrum eftir að hann hefur lækkað þá eða aflagt.
Skattahækkanir:
Áfengisgjald á bjór 31,6%
Áfengisgjald á léttvín 31,6%
Áfengisgjald á sterkt áfengi 27,8%¨
Atvinnutryggingagjald 586%
Bensín, flutningsjöfnunargjald 11%
Bensíngjald (almennt) 229%
Bifreiðar, vörugjald 50%
Erfðafjárskattur 100%¨
Fjármagnstekjuskattur 100%
Gjald í ábyrgðasjóð launa 250%¨
Olíugjald 19%
Skattur af tilteknum fjármagnstekjum 33-100%
Tekjuskattur einstaklinga 13.8%¨
Tekjuskattur fyrirtækja 33%
Tekjuskattur sameignarfélaga 53%¨
Tóbaksgjald 35%
Tryggingagjald 62%¨
Útsvar 11%
Virðisaukaskattur 4%
Nýir skattar:
Arður til eigenda fyrirtækja, skattur 50%
Auðlegðarskattur 1.5%
Bankaskattur 0.08%
Bensín, skattur 3,8 kr/ltr
Brennsluolía, skattur 5,35 kr/ltr
Díselolía, skattur 4,35 kr/ltr
Flugvélaeldsneyti, skattur 4,1 kr/ltr
Gengisinnlánsreikningar, skattur 20%
Gistináttagjald 100 kr/nóttin
Hátekjuskattur 8%
Heitt vatn, orkuskattur 2%
Rafmagn, orkuskattur 0,12 kr
Vaxtagreiðslur, skattur 10%