Dýrmætur samráðsfundur með eldri borgurum

Í gær átti ég afar góðan og vel sóttan upplýsinga- og samráðsfund með eldri borgurum sveitarfélagsins. Fundurinn var einstakt tækifæri til að ræða það sem helst er á döfinni, hlusta á ábendingar og fá dýrmætar hugmyndir frá þeim sem hafa margra ára reynslu og visku að baki.

Rjómaterturnar biðu gesta þegar rantinu í bæjarstjóranum lauk.

Mikilvægur þáttur í starfi sveitarfélagsins er öflugt samráð og opin upplýsingagjöf. Það er okkur hjartans mál að raddir eldri borgara heyrist og að tekið sé mið af þeirra sjónarmiðum við ákvarðanatöku. Þeir hafa ekki aðeins byggt upp það samfélag sem við njótum í dag heldur hafa einnig djúpa þekkingu og reynslu sem við hin getum lært af.

Tveir af þeim öflugustu.

Ég vil þakka öllum þeim sem mættu á fundinn fyrir uppbyggilegar og gagnlegar umræður. Þær ábendingar og hugmyndir sem fram komu verða teknar til skoðunar og nýtast okkur í áframhaldandi þróun og umbótum í sveitarfélaginu. Ég hlakka til að halda áfram þessari mikilvægu samræðu.

Next
Next

Lægsta álagningarhlutfall utan höfðuborgarsvæðisins er í Ölfusi.