Ef til vill er Landeyjahöfn og vandi hennar ekki jafn einstakur og við stundum höldum. Er til lausn?

Í undirbúningi mínum fyrir fund í samráðshóp um Landeyjahöfn rakst ég á nokkuð skemmtilegar upplýsingar um það hvernig Ástralar hafa náð tökum á sanddælingu í höfnum við sandstrendur.  Sérstaklega þótti mér merkilegt að lesa um vandann sem þeir hafa glímt við í tengslum við Gold Cost og ánna Tweed. 

 Ástralar hafa...

...náð að þróa einfaldan dælubúnað á Gold Cost sem hefur staðið sig mjög vel sl. 25 ár.  Þeir dæla þar um 500þ.m3 ári.  Þeir eru búnir að byggja annan slíkan búnað við ánna Tweed  30-40 km sunnar og hann er líka að virka mjög vel. 

Þessar lausnir eru þeir að selja bæði í Brasilíu og til Indónesíu en á báðum þessum stöðum er sandur mikið vandamál við hafnir.  Þessar lausir eru sannarlega dýrar en um leið er þetta viðhaldslítið og einfalt í viðhaldi. 

Það kann að koma sér vel að enn er talsvert borð fyrir báru hvað varðar kostnað við Landeyjahöfn og ef til vill útlit fyrir að að þurfi að eyða öllu þeim fjármunum sem upphaflega var ætlað í verkefnið.

Previous
Previous

Áhersla verður lögð á að finna skip sem hentar betur en Herjólfur

Next
Next

Grynnst hefur við höfnina en þó er dýpið nægjanlegt fyrir ferju sambærilega Baldri að stærð og djúpristu