Grynnst hefur við höfnina en þó er dýpið nægjanlegt fyrir ferju sambærilega Baldri að stærð og djúpristu

Í gær var unnin dýptarmæling í Landeyjahöfn.  Siglingastofnun hefur nú lesið úr gögnunum og gert grein fyrir niðurstöðum.  Á vefsíðu þeirra er eftirfarandi texta að finna:

Af dýptarmælingu sem gerð var í Landeyjahöfn í gær má ráða, að í óveðri síðustu viku hafi borist efni að höfninni, enda er efnisburður mjög háður ölduhæð. Auk sands er enn hreyfing á gjósku í sjónum við ströndina, en eldgosaaska er mjög létt, svífur í sjónum og er því erfið í dælingu.

Grynnst hefur við höfnina en þó er dýpið nægjanlegt fyrir ferju sambærilega Baldri að stærð og djúpristu. Dýpkunarskipið Skandia er að störfum en haustlægðir koma nú hver á fætur annarri og útlit fyrir að veður versni fljótlega. Því er óvarlegt að áætla tíma sem taka mun að dýpka innsiglinguna nægjanlega fyrir skip með djúpristu Herjólfs

Previous
Previous

Ef til vill er Landeyjahöfn og vandi hennar ekki jafn einstakur og við stundum höldum. Er til lausn?

Next
Next

Krafan er að við sitjum við sama borð