Grynnst hefur við höfnina en þó er dýpið nægjanlegt fyrir ferju sambærilega Baldri að stærð og djúpristu
Í gær var unnin dýptarmæling í Landeyjahöfn. Siglingastofnun hefur nú lesið úr gögnunum og gert grein fyrir niðurstöðum. Á vefsíðu þeirra er eftirfarandi texta að finna:
Af dýptarmælingu sem gerð var í Landeyjahöfn í gær má ráða, að í óveðri síðustu viku hafi borist efni að höfninni, enda er efnisburður mjög háður ölduhæð. Auk sands er enn hreyfing á gjósku í sjónum við ströndina, en eldgosaaska er mjög létt, svífur í sjónum og er því erfið í dælingu.
Grynnst hefur við höfnina en þó er dýpið nægjanlegt fyrir ferju sambærilega Baldri að stærð og djúpristu. Dýpkunarskipið Skandia er að störfum en haustlægðir koma nú hver á fætur annarri og útlit fyrir að veður versni fljótlega. Því er óvarlegt að áætla tíma sem taka mun að dýpka innsiglinguna nægjanlega fyrir skip með djúpristu Herjólfs