Ég er á móti því að svipta landsbyggðina embættum sýslumanna
Hugmyndir að uppstokkun á embættum sýslumanna og lögreglustjóra virðast nú ætla að verða að veruleika eftir að hafa verið að velkjast í kerfinu í nokkur ár. Samkvæmt drögum að frumvarpi sem innanríkisráðuneytið lagði fram á seinasta þingi og er nú til meðferðar í alsherjarnefnd verða sýslumannsembættin átta og skilja á að sýslumenn og lögreglustjóra sem verða jafnmargir. Í löngu máli í drög¬unum er tíundað að þetta styrki þjónustuna og komi fólki, ekki síst út á landi til góða. Allar líkur eru til þessa að þetta verði hinsvegar til þess að við Eyjamenn og margir aðrir lansbyggðamenn...
...þurfum að horfa á eftir sýslumannsembættunum.
Veikir þjónustu á landsbyggðinni
Nú hagar svo til að árið 2009 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra ráðgjafahópur vegna þessarar vinnu. Ég átti sæti í þeim hópi. Þar og síðan þá hef ég lagst eindregið gegn þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. Verði frumvarpið að lögum mun það veikja þjónustu á landsbyggðinni og svipta íbúa í hinum dreifðu byggðum mikilvægri þjónustu. Þess vegna skilaði ég séráliti þar sem ég lagði til að þjónustan yrði svo til óbreytt á landsbyggðinni en embættin í Reykjavík þess í stað sameinuð. Ég lagðist einnig gegn því að aðskilja embætti sýslumanna og lögreglu¬stjóra.
Höldum embættum á landsbyggðinni en sameinum á höfuðborgarsvæðinu
Í bæði nefndarstarfinu og séráltinu gerði ég athugasemd við ýmislegt sem okkur var gert að vinna útfrá. Til að mynda taldi ég –og tel enn- fráleitt að ganga út frá því sem vísu að embætti sýslumanna séu allstaðar eins. Það þarf að mínu mati að klærskerasníða embættin að þörfum svæða. Þannig getur á sumum stöðum gefist vel að sýslumaður sé jafnframt lögreglustjóri. Þá lagði ég mikið upp úr því að við endurskoðun yrði miðað út frá þörfum íbúa en ekki því að flytja þjónustu frá þeim. Þannig vildi ég ganga út frá því að 90% íbúa gæti ekið til sins sýslumanns á innan við 90 mínútum. Af þessum ástæðum lagði ég það til að því kerfi sem nú er – og reynst hefur all vel víða um land- verði haldið nokkuð óbreyttu en hinsvegar sá ég fátt því til fyrirstöðu að samaeina öll embættin á höfðuborgarsvæðinu.
Sameingar ríkistofnana skilar fjárhagslegum ávinningi í undir 15% tilvika
Að lokum varaði ég við há¬leitum hugmyndum um sparnað af sameiningu lögregluembætta. Vönd¬¬uð úttekt fjármálaráðuneytis¬ins sem gefin var út í skýrslu í desember 2008 leiddi í ljós að reynsla íslenskrar stjórnsýslu er að flestu sambærileg við reynslu ann¬arra ríkja bæði vestanhafs sem og í evrópu þegar kemur að sameiningu ríkisstofnana, að sameiningar og aðrar meiriháttar breytingar skila sjaldan þeim árangri sem vonast er eftir eða í undir 15% tilvika.
Póstur á þingmenn
Þessum sjónarmiðum hef ég ítrekað reynt að koma á framfæri við þá sem um málin véla en oftar en ekki hefur það reynst torsótt. Sú stefna að sameina opinbera þjónustu inn á höfuðborgarsvæðið virðist ráðandi.
Neðangreinda póst sendi ég á þingmenns suðurlands og fulltrúa í Allsherja- og menntamálnefnd í morgun:
Ágætu þingmenn Suðurlands og fulltrúar í Allsherja- og menntamálanefnd
Meðfylgjandi er umsögn Vestmannaeyjabæjar um frumvarp til breytinga á lögreglulögum. Erindi þetta hefur nú í tvígang verið sent á nefndarsvið en enn hefur það ekki verið birt með öðrum umsögnum.
Í umsögninni ítrekar Vestmannaeyjabær andstöðu við þær breytingar sem í frumvarpinu felast og bara með sér að:
a. löggæslan verði skilin frá sýslumannsembættunum þrátt fyrir að þar sé um áratuga gamalt fyrirkomulag að ræða sem víða hefur gefist vel.
b. Að sýslumönnum verði fækkað úr 24 í 8 þrátt fyrri að þeir gegni ríku hlutverki í stjórnsýslu í héraði og nærumhverfi íbúa.
Í erindinu eru tiltekin rök fyrir því að Vestmannaeyjabær telji að horfa þurfi sérstaklega til hvers svæðis fyrir sig en ekki reyna að sníða öllum svæðum sama stakk. Grunnforsendan ætti að mati Vestmannaeyjabæjar ekki að vera að fækka embættum heldur að veita hámarks þjónustu fyrir lágmarks kostnað.
Það er skoðun Vestmannaeyjabæjar að eðlileg grunnforsenda væri að ekki tæki meira en 90 mínútur fyrir amk. 90% íbúa hvers svæðis að sækja þjónustu embættissýslumanns innan þjónustusvæðisins. Þá ætti að líta sérstaklega til sérþarfa landsvæða sem búa við landfræðilega einangrun.
Vestmannaeyjabær leggur því til að frumvarpinu verði hafnað.
Ég tel rétt að það komi einnig fram að undirritaður átti sæti í ráðgjafahópi dómsmálaráðherra árið 2010 þar sem farið var yfir þessi mál. Í tengslum við þá vinnu hafði ég samaband við fjölmörg sveitarfélög um allt land og nánast undantekningalaust lögðust þau gegn þeim hugmyndum sem nú eru boðaðar. Meðfylgjandi er álit það sem ég skilaði til formanns ráðgjafahópsins og ráðherra.
Að þessu sögðu hafna ég með öllu fullyrðingum Björgvins G. Sigurðssonar, sem fram komu nýlega í viðtali við mbl, Þar sem hann sagðist ekki geta merkt mikla andstöðu við fækkun embætta og því verði málið sett á dagskrá nefndarinnar.
Kveðja
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum