Sjúkravél á að vera staðsett í Vestmannaeyjum

Ég ræddi nýlega við RÚV um sjúkraflug.  Annað þeirra viðtala sem birt hafa verið má heyra með því að smella hér að ofan.

Á seinustu árum hef ég ásamt félögum mínum í bæjarstjórn Vestmannaeyja marg ítrekað mikilvægi þess að sjúkravél sé staðsett hér í Vestmannaeyjum.  Undir með okkur hafa tekið td. sýslumaðurinn, björgunarsveitin, læknar á Heilbrigðisstofnun, sjúkrafluttninga menn og margir fleiri.

Atvinnulíf og ferðaþjónusta Vestmannaeyja er hér sérstæð svo ekki sé talað um...

... landfræðilega sérstöðu. Eyjamenn þekkja því að slys og annað sem kallar á bráðaflutning sjúkravélar gerir ekki boð á undan sér og þörf fyrir þjónustu vélarinnar getur af sjálfsögðu myndast allan sólarhringinn.

Á þeim tímum sem ríkið leggur höfuð áherslu á að þjappa sérfræðiþjónustu saman á höfuðborgarsvæðinu er með öllu ótækt að sjúkravél sem ætlað er að þjóna Vestmannaeyjum sé ekki til staðar á Vestmannaeyjaflugvelli.

Þær aðstæður geta skapast að með öllu sé ófært að lenda í Vestmannaeyjum, en á sama tíma mögulegt að sjúkraflugvél geti tekið á loft frá Eyjum. Slík tilvik hafa gerst nokkru sinnum á undanförnum árum. Að auki getur viðbragðstími til að bregðast við óvæntum aðstæðum skipt sköpum ef flugvélin er staðsett í Eyjum frekar en í Reykjavík eða á Akureyri.

Previous
Previous

Ég er á móti því að svipta landsbyggðina embættum sýslumanna

Next
Next

Landeyjahöfn (símavíðtal)