Fjárhagsáætlun 2018

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 hefur nú verið samþykkt í bæjarstjórn.  Hún ber það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar er traustur og þrátt fyrir mikla þjónustuaukningu seinustu ár er gert ráð fyrir rekstrarafgangi. 

Miklu skiptir að seinustu ár hafa vaxtaberandi skuldir verið nánast alveg greiddar upp auk þess sem leiða er ætíð leitað til að hagræða í rekstri og nýta rekstrarbata til að bæta þjónustu við bæjarbúa.

Mestu skiptir þó sem fyrr að atvinnulífið er sterkt, enda Eyjamenn annálaðir dugnaðarforkar.

Með því að smella hér er hægt að nálgast stutt skýringamyndband um helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar:

https://www.youtube.com/watch?v=dO0zlDYXhnQ&t=3s

Previous
Previous

Þjónustukönnun Gallup 2017 - Fræðslumál

Next
Next

Gef kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í vor