Fleiri tilbúnir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Guðrún verður formaður.

Nú er það ljóst eftir tvær kannanir í röð að Guðrún Hafsteinsdóttir er líklegri til þess að stækka flokkinn (sjá hér). Mín tilfinning er sú að þegar kapphlaupið hófst af Áslaug Arna verið nokkuð yfir en það hefur dregið hratt saman með þeim. Eftir því sem fleiri kynnast Guðrúnu dregst saman með þeim. Samkvæmt nýjustu könnun þá eru segjast fleiri tilbúnir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Guðrún verður formaður. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég styð Guðrúnu.

Helstu fréttirnar í nýjustu könnun:


- Kjósendur eru mun líklegri til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Guðrún verður formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta má sjá hjá kjósendum Miðflokksins, Framsóknar og allra annarra flokk nema Viðreisnar.

- Guðrún stóreykur fylgi sitt hjá ungu fólki og nú segja 41% svarenda á aldrinum 18-29 að þeir væru líklegri til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef hún verður formaður. Því meira sem Guðrún kynnir sig því meira fylkist ungt fólk og fólk á öllum aldri á bak við hana.

- Guðrún nýtur meiri stuðnings meðal bæði lágtekjufólks og hátekjufólks: Stétt með stétt.

- Guðrún nýtur meiri stuðnings í Reykjavík, Kraganum og landsbyggðinni.

-Meirihluti sjálfstæðismanna valdi Guðrúnu.


Ég hlakka mikið til komandi landsfundar og er stoltur af stuðningi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Það er ljóst að því meira sem landsmenn fá að kynnast henni því vinsælli verður hún. Hún er komin með forskotið meðal almennra sjálfstæðismanna hjá lykilmarkhópum svo að Sjálfstæðisflokkurinn geti stækkað á ný. Mestu skiptir núna að landsfundur sjái það sem almennir kjósendur sjá.


(fun fact: Guðrún Hafsteinsdóttir kaupir snyritvörurnar sínar í Bónus í Hveragerði, hversu kúl er það fyrir formann Sjálfstæðisflokksins?)

Previous
Previous

Fraterinn: Varaformaður sem er allskonar.

Next
Next

Þetta hefur aldrei gerst áður! – Stærsta skipið sem siglt hefur inn í Þorlákshöfn kemur í dag!