Frábær sýning
Í gær fór ég ásamt Páli Marvin og Gunnlaugi Grettissyni og heimsótti frábæra lósmyndasýningu Óskars Péturs Friðrikssonar vinar okkar sem opnuð var í Einarsstofu.
Óskar Pétur hefur haft vakandi auga með því myndræna í kringum sig um árabil. Hann á því ógrynni mynda og það er svo sannarlega...
...spennandi að sjá brot af því besta.
Á sýningunni gefur jafnframt að líta myndir eftir Valgerði, dóttur Óskars Péturs. Sýningin er einnig sölusýning.
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem ég tók á símann:
http://www.youtube.com/watch?v=Da2_azSDfE8&feature=youtu.be
Eyjamenn þekkja Óskar Pétur vel enda hefur hann verið víða á seinustu árum og vart fer fram sá viðburður í Vestmannaeyjum sem hann mættir ekki á með myndavélina. Landsmenn allir þekkja verk hans án þess etv. að gera sér grein fyrir. Til að mynda átti hann forsíðumynd Fréttablaðsins í gær. Þar sem sýndur var hópur súlna, háhyrninga og hnúfubaka sem lágu í síldarveislu í Klaufinni norður af stórhöfða.
Ástæða er til að hvetja Eyjamenn og gesti þeirra til að heimsækja sýninguna sem opin verður alla þrettándahelgina.
Ljósmyndasíða Óskars Péturs er komin í loftið á slóðinni www.oskarp.is og er það Smartmedia sem hannaði, forritaði og hýsir hana. Skemmtileg síða sem er vel þess virði að fletta í gegnum.