Þrettándinn, hátíð álfa og trölla í Eyjum
Á morgun hefst formlega Þrettándagleði okkar Eyjamanna. Reyndar verður henni þjófstartað í kvöld með tónleikum, ljósmyndsýningu og fl. Í Eyjum duga jú ekki minna en fjögradaga hátíðarhöld þegar á annað borð á að gera sér dagamun.
Eins og alkunna er þá er „Þrettándinn“ síðasti dagur jóla. Hátíðarhöld eru með misjöfnu sniði eftir byggðalögum en...
...hvergi er meira lagt í þessi hátíðarhöld en hér í Eyjum. Þar -eins og svo víða- njótum við Eyjamenn þess að eiga öflugt íþróttafélag sem er tilbúið í mikla vinnu fyrir sitt samfélag. Í áratugi hefur það verið til siðs að fara í þrettándagöngu um bæinn í fylgd Grýlu, Leppalúða, jólasveinanna og ýmissa skelfilegra trölla, en samkvæmt hefðinni hefst hún nálægt Skiphellum þar sem jólasveinarnir koma niður af Hánni. Gangan heldur þaðan upp á stóra malarvöllinn í Löngulág. Þar er dansað í kringum brennu með álfum, púkum og allskyns kynjaverum. Að lokum eru jólin kvödd um miðnætti með flugeldasýningu.
Þetta myndband sýnir vel hversu mikið er lagt í skemmtunina.
http://www.youtube.com/watch?v=wpKG-LlALlo
Löng hefð er fyrir því að fjölskyldur hittist að loknum göngunni og skemmtun á malavellinum og geri sér dagamun með veisluföngum og samveru.
Fyrir fáeinum árum var tekin sú ákvörðun að halda Þrettaándagleði á þeirri helgi sem næst er Þrettándanum. Í tengslum við þá ákvörðun var valið að bæta við í dagskránna og í stað þess að ljúka Þrettándagleðinni á einu kvöldi eins og áður, var ákveðið að vera með vandaða fjölskyldugleði alla helgina.
Ár hvert dregur þessi hátíð að sér mikið fjölmenni og er þátttaka heimamanna mikil. Í ár er dagskráin sem hér segir:
Dagskrá þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina
3. – 6. janúar 2013
Fimmtudagur
Kl. 17.00 – Anddyri Safnahúss
Opnun á ljósmyndasýningu Óskars Péturs og gesta.
Jafnframt formleg opnun á nýrri heimasíðu Óskars Péturs.
Kl. 21.00 „Blítt og létt“ Eyjakvöld á kaffi Kró
Kl. 22.00 Jón Jónsson tónleikar í Höllinni
Föstudagur
14.00 – 16.00 Diskó- grímuball Eyverja í Höllinni
Jólasveinninn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá glaðning frá Eyverjum og nammipoka frá jólasveininum.
19.00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV
(Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll og m.fl.)
00.00 Þrettándaball – Brimnes og Eyþór Ingi í Höllinni
Alvöru ball sem enginn missir af
Laugardagur
13.00 til 17.00: Langur laugardagur í verslunum
Tröllatilboð og álfaafslættir í fjölda verslana og veitingastöðum bæjarins.
11.00 til 15.00: Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara , allir íþróttasalir opnir.
Fjölbreyttar þrautir í umsjón Írisar Sæmundsdóttur og íþróttafélaganna.
Leikfélag Vestmannaeyja sér um andlitsmálun
Einstök skemmtun fyrir börn og fullorðna.
14.00 – 16.00
Opið hús í Slökkvistöð Vestmannaeyja. Tæki og tól m.m.til sýnis.
13.00 – 16.00 Opið á Náttúrugripasafni.
13.00 – 16.00 Jólaratleikur á Byggðasafninu
13.00 – 16.00 Opið á Surtseyjarstofu
15.00 Barnaleikrit – Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma!
Leiksýning í Bæjarleikhúsinu
21.00 Ljós í leikhúsi – stórtónleikar Leikfélags Vestmannaeyja
Brot af því besta frá fyrri tónleikum og söngleikjum.
Sunnudagur
13.00 Álfar og tröll í Eyjum - Upplestur og sögur í Bókasafni Vestmannaeyja.
Valdar þjóðsögur, jólakötturinn m.m. Fríða Sigurðar, Zindri Freyr og fl. lesa og leika.
14.00 Þrettándamessa í í Stafkirkjunni. Séra Kristján Björnsson. Védís Guðmundsdóttir leikur á flautu, Guðmundur H. Guðjónsson á píanó.
15.00 Barnaleikrit – Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma!
Leiksýning í Bæjarleikhúsinu
Einsi kaldi verður með ómótstæðilegt 13ándatilboð
Ljósmyndasýning Óskars Péturs er opin alla helgina frá 13.00 – 16.00
Aðgangseyrir á söfnin: tveir fyrir einn og frítt fyrir börn
ATHUGIÐ! Ef veður á föstudeginum er óhagstætt frestast þettándaganga til laugardags, sem og þrettándaballið.
Tónleikar Leikfélagsins færast þá fram um einn dag og verða á föstudagskvöldinu.
Undirbúningsnefndin áskilur sér rétt til breytinga.