Getum við þetta?
Fjárlögin hafa verið nokkuð rædd og reifuð frá því að þau voru lögð fram. Ég hef áður lýst því að ég hefði viljað sjá ríksstjórn ganga langtum lengra í að forgangsraða. Skera niður góðærisverkefni og sinna betur grunnþáttum í rekstri. Þrjúhundruð þúsund manna þjóð getur án vafa verið með öfluga heilbrigðisþjónustu, menntun, löggæslu og samgöngur. Það er hinsvegar alveg ljóst að ekki er hægt að sinna öllum þeim verkefnum sem nú er að finna í fjárlögum. Það þarf að...
... forgangsraða og til þess þarf kjark.
Það er ekki víst að við getum varið 748,9 milljónum í Þjóðleikhúsið, 930,2 milljónum í Sinfóníuhljómsveit, 667,6 milljónum í styrk til reksturs Hörpunnar og 99,6 milljónum í sendiráð í Nýju Delí, svo eitthvað sé nefnt.
Ég kom inn á þetta á seinsta bæjarstjórnarfundi. HalliTv, tók fundinn upp og kom með þessa klippu til mín í morgun. Hún gæti sem best heitað "Niður með útgjöld":
https://www.youtube.com/watch?v=j35YLiUsAes