Gott á óvenjulega fólkið

Fyrir kosningar sögðu bæði Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín að þær og flokkar þeirra myndu ekki hækka skatta á venjulegt fólk. Þá vissu kjósendur ekki það sem þau vita í dag að það er fátt venjulegt fólk hér á landi.

Svo mikið er víst að venjulegt fólk ekur ekki um á Dacia sem núna kostar 6.990.000 kr., en vegna hækkunar vörugjalda hækkar hann í 8.590.000 eftir áramót.

Hækkar úr 6.990.000 í 8.590.000

Venjulega fólkið ekur heldur ekki um á Honda CR-V sem nú kostar 9.290.000 kr. en hækkar í 11.127.254 kr. eftir áramót.

Hækkar úr 9.290.000 í 11.127.254

Jafnvel enn síður ekur venjulega fólkið um á Kia Sportage sem hækkar úr 8.690.777 í 10.307.262 kr.

Hækkar úr 8.690.777 í 10.307.262

Venjulega fólkið notar heldur ekki samsköttun hjóna, þau keyra ekki bíla, eiga ekki fyrirtæki, þau kynda ekki húsin sín né nota rafmagn. Það er nefnilega óvenjulega fólkið sem á að borga þær 7500 milljónir sem vörugjöld á bíla eiga að skila ríkinu. Þau eiga líka að borga þá 4 milljarða sem aukin skattheimta í formi kílómetragjalds á að skila. Svo á óvenjulega fólkið líka að borga allt hitt.

*tölur um hækkun bíla eru fengnar úr Viðskiptablaðinu sem í þessari viku er jafn flugbeitt og endranær.
Previous
Previous

Nýtt tákn framtíðarsýnar okkar á Óseyrartanganum

Next
Next

Þessi litla stúlka markar tímamót í Ölfusi