Hver miði á Sinfóníuna er niðurgreiddur um 9400 krónur af skattgreiðendum

Fjárlögin eru fyrir marga hluti athyglisverð.  Með því að rýna í þau er hægt að glöggva sig á því hvernig okkar sameiginlegi sjóður er látin niðurgreiða hina og þessa þjónustuna.  Ekki er að efast um að nánast öll þau verkefni sem ríkið velur að verja fé til eru af hinu góða.  Það breytir því ekki að þegar árar eins og nú er þörf á forgangsröðun.  Þá þarf að líta til þess hvað kosta hin og þessi verkefni.

Sé litið til Sinfóníuhljómsveitar Íslands þá liggur fyrir að árið 2003 sóttu 40.100 gestir hljómleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands hér á landi auk þess sem 7.280 gestir sóttu hljómleika hennar erlendis.

Rekstur hljómsveitarinnar...

...kostaði 510 milljónir króna alls og þar af innheimtust 77,9 milljónir króna í formi þjónustutekna, aðallega með sölu aðgöngumiða. Sé útgjöldunum og tekjunum jafnað á tónleikagesti kemur í ljós að hver aðgöngumiði kostaði tæplega 11.000 krónur og að gestir greiddu að meðaltali 1.600 krónur fyrir miðann.

Fleiri nutu þó tónlistarinnar en þessar tölur segja því hljómleikum hennar er útvarpað og leikur hennar gefinn út á diskum.

Sjálfur er ég aðdándi góðrar tónlistar.  Það er ekki þar með sagt að ég telji réttlætanlegt að hinn sameiginlegi sjóður niuðrgreiði hvern miða um 9.400 krónur á sama tíma og grunnþjónusta eins og menntun, samgöngur, löggæsla og heilbrigðisþjónusta er dregin saman niður fyrir velsæmi.

Previous
Previous

Hvort er mikilvægara skógrækt eða heilbrigðissþjónusta, tré eða veikt fólk?

Next
Next

Af týndum þingmönnum og vanda Landeyjahafnar