Hvort er mikilvægara skógrækt eða heilbrigðissþjónusta, tré eða veikt fólk?

Fjárlögin eru í raun stefna ríkjandi stjórnvalda. 

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það lá fyrir þarf Sjúkrahúsið á Akureyri að hagræða um sextíu og níu milljónir.  Heilsugæslan í Grindavík er skorin niður um tuttugu og fimm milljónir, Heilbrigðisstofnun Austurlands um sjötíu og eina milljón og Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki um sextíu og tvær komma átta milljónir. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er gert að skera niður um fjörutíu milljónir og gert er ráð fyrir að niðurskurður fjárveitinga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands nemi um hundrað sextíu og fimm milljónum.  

Alls er þetta niðurskurður um 432,8 milljónir. Niðurskurðurinn bitnar á veiku fólki.

Skógrækt er göfugt og gott verkefni. Sjálfur hef ég...

...yndi af slíku og nýti frítíma minn á sumrin gjarnan til slíkrar ræktunar við sumarhús foreldra minna. 

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það lá fyrir var gert ráð fyrir að Skógrækt ríkisins fengi úthlutuðum tvöhundruðu þrjátíu og fjórum milljónum.  Hekluskógar fengu úthlutuðum tuttugu milljónum, Skógræktarfélag Íslands þrjátíu og fimm miljónir, Suðurlandsskógar níutíu og þremur milljónum, Vesturlandsskógar fimmtíu og einni milljón, Skjólskógar á Vestfjörðum fjörutíu milljónum og Norðurlandsskógar áttatíu og sjö milljónum.

Alls eru þetta framlög til skógræktar um 560 milljónir. 

Framlögin gefa okkur færi á að njóta skóga.

Ástæða er til að minna á að hér er um að ræða peningana okkar.  Peninga sem verða til vegna þess brauðstrits sem við leggjum á okkur á hverjum degi.  Peninga sem við kjósum þingmenn til að fara með í samræmi við hagsmuni okkar. 

Spurðu þig nú hvernig þú myndir sjálfur/sjálf verja þessum fjármunum.  Myndir þú gera eins og ég?  Lækka framlög til skógræktar niður í 127,2 milljónir og leggja áherslu á öfluga heilbrigðissþjónustu. 

Dæmi sem þessi ofangreindu eru meðal margra sem finna má í fjárlögum. 

Það þarf að forgangsraða í fjárlögum og mín persónulega skoðun er sú að heilbrigðisþjónusta eigi að vera í meiri forgangi en skógrækt og mörg önnur slík verkefni.

Previous
Previous

Höfuðborgarsvæðið fær 58 milljarða skattaívilnun á næsta ári

Next
Next

Hver miði á Sinfóníuna er niðurgreiddur um 9400 krónur af skattgreiðendum