Íbúar í Vestmannaeyjum eru þeir ánægðustu á landinu öllu þegar Capacent-Gallup spyr um hvernig sveitarfélagið sem þeir búa í sinni menningarmálum.
Gott aðgengi að menningu- og listum er meðal þeirra þátta sem miklu ráða um lífsgæði í hverju byggðalagi fyrir sig. Á hverju ári vinnur Capacent-Gallup könnun á hinum ýmsu þjónustuþáttum í 16 stærstu sveitarfélögum hér á landi. Þar er meðal annars spurt „Hversu ánægð(ur) ert þú með hvernig [þitt sveitarfélag] sinnir menningarmálum?“. Það kann að koma einhverjum á óvart að af íbúum allra þessara 16 sveitarfélaga mælast íbúar í...
...Vestmannaeyjum þeir ánægðustu hvað þetta varðar.
Af þeim Eyjamönnum sem afstöðu tóku eru 94% ánægðir.
Athygli vekur að stærsta sveitarfélag á landinu öllu, Reykjavíkurborg, mælist í 13. sæti hvað þetta varðar.
Ekki er ég til þess bær að leggja mat á hvað það er sem veldur því að ánægjan er meiri í Vestmannaeyjum en annarstaðar. Lítið hefur enda verið fjallað um þennan veruleika af þeim sem mest tjá sig um menningu og listir hér á landi. Vera má að Eyjamenn noti menningu í Reykjavík samhliða framboðinu í Vestmannaeyjum og hafi þar með fjölbreyttara aðgengi en íbúar í borginni. Vera má að Eyjamenn séu iðnari við að sækja þá viðburði sem í boði eru í sveitarfélaginu. Vera má að nálægðin við hráa krafta náttúrunnar -svo sem það að lifa á virku eldfjalli- kalli á virkari þátttöku í menningu og listum en annars væri. Ég bara hreinlega veit það ekki.
Ég veit það hinsvegar að framboðið í Vestmannaeyjum er fjölbreytt og greinilega í samræmi við vilja íbúa. Í fljótheitum tók ég saman lista yfir hluta þeirra menninga- og listviðburða sem fram fóru hér í Vestmannaeyjum á seinasta ári.
1. Jan.-maí og sept.-des. Ljósmyndadagur Safnahúss. Allt árið, nema yfir sumarmánuðina er sérstakur ljósmyndadagur í Safnahúsinu á fimmtudögum kl. 13-16.
2. Janúar. Bæjarleikhúsinu. Sýningar á barnaleikritinu Allra, allra, besta jólaleikrit allra tíma.
3. 5. jan. Sagnheimar. Jólaratleikur Jólakattarins.
4. 23. janúar. Sýning í Einarsstofu. Ljósmyndasýning Hjálmars R. Bárðarsonar: Heimaey í svarthvítu einnig myndir Kristins Benediktssonar á vegg og skjá. Pálsstofa. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Jónassonar: Flóttinn frá Heimaey. Á sama tíma buðu Sagnheimar upp á að einstaklingar skrásettu minningar sínar undir yfirskriftinni Bátsferðin mín gosnóttina 1973, samstarfsverkefni við Ingiberg Óskarsson út árið. Í stigagangi Safnahúss sem og inn á Sagnheimum var í samstarfi við Grunnskólann boðið upp á gosverk eftir börn úr skólanum.
5. 23. janúar. Athöfn í Sagnheimum. Afrakstur námskeiðsins Húsin í hrauninu afhend Safnahúsi.
6. 23. janúar. Betel. Tónleikar: Blítt og létt og fleiri.
7. 23. janúar. Eymundsson. Sigurður Guðmundsson les úr nýrri bók sinni.
8. 23. janúar. Vinaminni. Tónleikar og frásagnir í tilefni af því að 40 ár eru frá upphafi gossins. Arnór og Helga, Balazs og Kittý, Árni Johnsen og Einar Hallgrímsson o.fl.
9. 31. janúar. Dagskrá í Einarsstofu. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness flutti fræðsluerindi um Marsjeppann Curiosity á vegum Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja.
10. 5. mars. Ásgarður. Einar Sveinbjörnsson fjallar um veðurfar í Eyjum og víðar.
11. 21. mars. Vinaminni: Tónleikar 10 söngnámsnema, Kitty Kovács píanóleikur, Sólveig Unnur stjórnandi.
12. 28. og 30. mars og 1. apríl. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Kjarval sýndur alla páskana, ný verk sýnd hvern opnunardag.
13. 28. mars. Leikfélag Vestmannaeyja. Frumsýning á Grease.
14. 6., 13., 20. og 27. apríl. Sýning í Einarsstofu. 4 laugardaga í röð voru sýnd listaverk úr eigu bæjarbúa undir yfirskriftinni Gull úr fórum bæjarbúa. Verkin voru fengin að láni hjá einstaklingum og sýnd eingöngu á laugardögunum. Meðal listamanna voru þau Pétur Friðrik, Barböru Árnason, Brynhildi Friðriksdóttur, Alfreð Flóka, Guðmund frá Miðdal, Guðna Hermansen.
15. 15. apríl. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Verk Guðna Hermansen sýnd.
16. 21. apríl. Landakirkja. Tónleikar: Magdalena Dubik, Védís Guðmundsdóttir og Guðmundur H. Guðjónsson.
17. 24. apríl. Bæjarleikhúsið. Tónleikar: Lúðrasveit Vestmannaeyja og Musical Adventures Concert Band.
18. 25. apríl. Tónlistarskólinn. Bæjarlistamaður Vestmannaeyja valinn. Lúðrasveit Vestmannaeyja.
19. 25. apríl. Dagskrá á Skansinum og í Sagnheimum. Karl Gauti Hjaltason og Óskar Guðmundsson fluttu erindi um Andreas von Kohl sýslumann í Vestmannaeyjum í tilefni af því að þann dag voru rétt 160 ár frá komu hans til Eyja.
20. 25. apríl. Vinaminni. Lundakomuhátíð. Tónlistarhátíð með ýmsum flytjendum.
21. 30. apríl. Saga í list og minnismerkjum. Styttuganga í boði Visku og samstarfi við Sagnheima.
22. 9. maí. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Jói Listó sýnir verk sem öll eiga sammerkt að vera af ryði af einu eða öðru tagi.
23. 15. maí – 15. september. Myndin Eldeyjan, Ernst Kettler o.fl., sýnd daglega tvisvar á dag í Sagnheimum, byggðasafni.
24. 20. maí. Gosmyndir yngri kynslóðarinnar. Nemendur Bjarteyjar Gylfadóttur í 8.-10. bekk sýndu afrakstur vetrarins þar sem gosmynd Steinunnar Einarsdóttir var lögð til grundvallar en að öðru leyti höfðu nemendurnir frjálsar hendur um túlkun og efnisval.
25. 29. maí. Akóges. Myndlistarsýning Guðmundu Kristinsdóttur, Rannveigar Tryggvadóttur og Lilju Bragadóttur.
26. 29. maí. Akóges. Tónleikar. Árni Johnsen og fleiri.
27. 1. júní. Borgarleikhúsið. Frumsýning á verkinu Allt í plati.
28. 6. júní. Sýning í Einarsstofu. Sýningin Myndlist og hönnun, en þar sýna þær Guðlaug Ólafsdóttir, Sísí Hansen og Viktoría Pettypiece skartgripi og málverk.
29. 6. júní. Risabókamarkaður í Einarsstofu og víðar um Safnahús. Stendur yfir sumarmánuðina.
30. 8., 15., 22. og 29. júní. Sýning í Einarsstofu. 4 laugardaga í röð voru sýnd listaverk úr eigu bæjarbúa undir yfirskriftinni Gull úr fórum bæjarbúa. Á sjötta tug listaverka voru fengin að láni hjá einstaklingum og sýnd eingöngu á laugardögunum.
31. 14. júní. Bæjarleikhúsið. Styrktartónleikar.
32. 17. júní. Sýning í Einarsstofu. Forsetasýning. Myndir af fyrstu komu fyrsta forseta landsins til Eyja í ágúst 1944.
33. 17. júní. Fjallkonan, Sunna Guðlaugsdóttir, flytur ávarp í Hraunbúðum og á Stakkagerðistúni. Samstarfsverkefni Sagnheima og Leikfélags Vestmannaeyja.
34. 19. júní. Súpa og saga í Sagnheimum. Sigrún Þorsteinsdóttir flutti erindið Allir geta breytt viðhorfum sínum.
35. 23. júní. Sagnheimum. Árni úr Eyjum, 100 ára minning.
36. 27. júní. Ljósmyndasýning í Einarsstofu. Ljósmyndasýning systranna Kristínar og Konnýjar Guðjónsdætra.
37. 29. júní. Golfskálinn. Fjallað um sögu mormóna er fluttu frá Eyjum til Utah 1855-1914. Einnig var opnuð endurbætt sýning um sögu mormóna í Sagnheimum.
38. 3. júlí. Bæjarleikhúsið. Tónleikar: Lög unga fólksins. Stjórnandi Birki Þór Högnason.
39. 4. júlí. Miðstöðin. Ljósmyndasýning 7 ljósmyndara.
40. 4. júlí. Frímúrarahúsið. Myndlistarsýning Huldu Hákon og Margo Renner.
41. 4. júlí. Kiwanis. Málverkasýning Bjartmars Guðlaugssonar og Ragnheiðar Georgsdóttur.
42. 4. júlí. Svölukot. Ljósmyndasýning Harðar Sigurgeirssonar.
43. 4. júlí. Akóges. Myndlistarsýning Bjarteyjar Gylfadóttur.
44. 4. júlí. Hús taflfélagsins. Myndlistarsýning Sigurfinns Sigurfinnssonar.
45. 4. júlí. Vinaminni. Morð og músík. Spennusögum og tónlist blandað saman. Rithöfundarnir Árni Þórarinsson og Yrsa Sigurðardóttir lesa úr verkum sínum.
46. 4. júlí. Höllin. Tónleikar: Blítt og létt, Bjartmar og Bergrisarnir o.fl.
47. 4. júlí. Volcano Café. Tónleikar: Kalli kátrýsöngvari.
48. 5. júlí. Baldurskró. Myndlistarsýning Ásmundar Friðrikssonar sem einnig kynnir nýja bók sína.
49. 5. júlí. Básar. Myndlistarsýning Aldísar Gunnarsdóttur.
50. 5. júlí. Sýning í Einarsstofu. Sýning á vegum norska sendiráðsins um Noregsferð barna og unglinga frá Eyjum sumarið 1973. Móttaka í Sagnheimum.
51. 5. júlí. Vigtarhúsið. Kynning á Eldheimum. Margrét Kristín Gunnarsdóttir arkitekt hússins, Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt og Axel Hallkell Jóhannesson sýningarhönnuður kynna Eldheima í máli og með myndum og módeli.
52. 5. júlí. Hafnarganga – bryggjurölt – í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjahafnar.
53. 5. júlí. Eiðinu. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sýnir kjólaskúlptúra og textílverk.
54. 5. júlí. Hafnarhúsið. Myndasýning, mest gamlar ljósmyndir af skjávarpa og lifandi myndir í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjahafnar.
55. 5. júlí. Kaffi Kró. Unglingatónleikar. Úrval ungra og efnilegra tónlistarmanna.
56. 5. júlí. Íþróttahús. Tónleikar: Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræður.
57. 5. júlí. Vinaminni. Davíð, Siggi, Árný og valdir hippar taka lagið.
58. 5. júlí. Kaffi Varmó. Tónleikar: Selfyssingakapparnir skemmta.
59. 6. júlí. Akóges. Myndasýning af íbúum og húsum Kirkjubæjarbrautar fyrir gos í umsjón Ingu Dóru Þorsteinsdóttur og Gylfa Sigfússonar.
60. 6. júlí. Baldurskró. Sögur af Vestmannabrautinni, Ásmundur Friðriksson, Ragnar Jónsson frá Látrum og Þór. Í. Vilhjálmsson frá Burstafelli fjalla um sögu götunnar í máli og myndum.
61. 6. júlí. Skansinn. Vatnsveita Vestmannaeyja 45 ára. Sögusýning í dæluhúsinu Skansi - Saga vatnsleiðslunnar í Veituhúsinu á Skansinum.
62. 6. júlí. Eymundsson. Sigurður Guðmundsson les úr nýrri bók sinni.
63. 6. júlí. Alþýðuhúsið. Sögustund í máli og myndum unnin af íbúum húsa sem fóru undir hraun.
64. 6. júlí. Slökkvistöðin. Sýning í tilefni af 100 ára afmæli slökkviliðsins.
65. 7. júlí. Bæjarleikhúsið. Art-talk. Verk listakonunnar Kitty von-Sometime verða sýnd.
66. 7. júlí. Alþýðuhúsið. Tónleikar: Blítt og strítt ásamt Gísla Helgasyni o.fl.
67. 18. júlí. Saga og súpa í Sagnheimum. Gunnhildur Hrólfsdóttir fjallar um Ránið, skáldsögu sína er byggist á Tyrkjaráninu. Samstarfsverkefni Sagnheima og Söguseturs 1627.
68. 22. ágúst. Eymundsson. Berglind Sigmarsdóttir les úr nýrri bók sinni.
69. 2. ágúst. Tónleikar kórs Landakirkju
70. 2. ágúst. Tónleikar lúðrasveitar Vestmannaeyja
71. 2. ágúst. Leiksýning brúðubílsins
72. 2. ágúst. Tónleikar þar sem meðal annars komu fram: Blind Bargain, Leikfélag Vestmanneyja, Björn Jörundur, Helgi Björnsson og Stuðmenn.
73. 2. ágúst. Miðnætur tónleikar þar sem meðal annars komu fram: Jónas Sig. og ritvélarnar, Rottweiler hundarnir og Á móti Sól.
74. 2. ágúst Dansleikur þar sem meðal annars komu fram Brimnes og Dans á rósum.
75. 3. ágúst. Söngvakeppni barna
76. 3. ágúst. Sveppi og Villi
77. 3. ágúst. Tónleikar þar sem meðal annars koma fram Sindri Guðjónsson, Blítt og létt, Stebbi og Eyfi, Ásgeir Trausti og Retro Stefson
78. 3. ágúst. Miðnætur tónleikar þar sem meðal annars koma fram Gus Gus, Sálin og Ingó og veðurguðirnir.
79. 4. ágúst. Tónleikar Páls Óskars
80. 4. ágúst. Tónleikar þar sem meðal annars koma fram: Bjartmar, Eyþór Ingi, Bubbi og Páll Óskar
81. 4. ágúst. Miðnætur tónleikar þar sem meðal annars koma fram Skálmöld, Buff og Páll Óskar,
82. Sept. Bókaverðlaun barnanna. Kosning bestu barnabókarinnar í samstarfi við almennings- og skólabókasöfn landsins.
83. 1. sept. Alþýðuhúsið. Dagskrá í tilefni af útgáfu á úrvali ljóða Magnúsar Jónssonar á Sólvangi.
84. 9. sept. Saga og súpa í Sagnheimum. Dagskrá í tilefni af 100 eru liðin frá stofnun íþróttafélagsins Þórs. Ný sýning um sögu Þórs opnuð í Sagnheimum.
85. 3. október. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Samsýning 9 einstaklinga úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja.
86. 7. október. Akóges. Útgáfuhóf vegna nýrrar bókar umsögn íþróttafélagsins Þórs.
87. 10. október. Saga og súpa í Sagnheimum. Páll Steingrímsson deilir hugrenningum sínum og lífsviðhorfum.
88. 17. október. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Soffía Björnsdóttir sýnir, um er að ræða fyrstu einkasýningu en Soffía er orðin áttræð.
89. Október-desember. Ljósmyndasýningar á Hraunbúðum. Ljósmyndasafnið heldur óreglulega sýningar úr safninu á Hraunbúðum yfir veturinn.
90. 31. október. Alþýðuhúsið. Íslensku þjóðsögurnar. Myndlistarsýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja.
91. 31. október. Flugstöðin. Fólk. Ljósmyndasýning félaga úr ljósmyndaklúbbi Vestmannaeyja.
92. 1. nóv. Stafkirkjan. Forsvarsmenn Fornritafélagsins kynna stuttlega 5 binda ritverk um sögu Noregskonunga en síðasta bindið kom út í október sl. Balazs og Kitty ásamt Sólveigu Unni Ragnarsdóttur flytja tónlist.
93. 1. nóv. Bátasafn Þórðar Rafns. Edda Andrésdóttir les úr nýrri bók sinni Til Eyja.
94. 1. nóv. Vinaminni. Davíð, Siggi og Árný, Helga, Arnór og fleiri leika og syngja.
95. 2. nóv. Sýning í Einarsstofu. Týnda fólkið. Konur á einkaskjalasöfnum.
96. 2. nóv. Sýning í Einarsstofu. Friðrik Jesson. Sýning á munum úr fórum fjölskyldunnar.
97. 2. nóv. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Erlendur Sveinsson opnar myndlistarsýningu föður síns, Sveins Björnssonar.
98. 2. nóv. Dagskrá í Sagnheimum. Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands fjallar um myndefni í Kvikmyndasafninu sem tengist Eyjum og sýnir um 30 mínútna bút úr myndinni "Úr Eyjum" frá 1969. Einnig verður opnuð síða á Heimaslóð sem helguð er Árna símritara. Guðmundur Andri Thorsson les úr nýrri bók sinni
99. 2. nóv. Betel. Styrktarfélagstónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja.
100. 2. nóv. Sagnheimar. Eyjapeyjar í Eldey 1971 og 1982, sagan í máli og myndum. Ragnar Jónsson, Hörður Hilmisson og Henry Gränz segja frá. Sýning með myndum og umfjöllun um Eldeyjarferðina opnuð í Pálsstofu
101. 2. nóv. Akóges. Marlene Dietrich - Hrund Ósk Árnadóttir og Pálmi Sigurhjartarson flytja valin lög sem söngkonan gerði ódauðleg.
102. 3. nóv. Sæheimar. Halastjörnur - Karl Gauti Hjaltason fræðir unga sem aldna um leyndardóma halastjarnanna.
103. 14. nóv. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Sýning á verkum Róberts Sigurmundssonar í Prýði.
104. 14. nóv. Surtseyjarstofa. Ljósmyndasýningar og fleira í tilefni af því að 50 ár eru frá upphafi gossins.
105. 14. nóv. Safnahús og Sagnheimar. Ljósmyndasýningar og sýning á mynd Páls Steingrímssonar í tilefni af því að 50 ár eru frá upphafi Surtseyjargossins.
106. 22. nóv. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Nemendur Steinunnar Einarsdóttur sýna afrakstur námsins.
107. 23. nóv. Alþýðuhúsið. Útgáfutónleikar: Stella Hauks.
108. 23. nóv. Höllin. Kvikmyndatónlist, ýmsir flytjendur.
109. 28. nóv. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Steinunn Einarsdóttir sýnir.
110. 1. des. Tónlistarskólinn. Söngtónleikar með nemendum.
111. 12. des. Safnahússdagur. Saga og jólagrautur í Sagnheimum. Guðrún Hallgrímsdóttir flytur erindið Matarkistan Vestmannaeyjar, ofgnótt eða skortur.
112. 12. des. Safnahússdagur. Myndlistarsýning í Einarsstofu. Sigurfinnur Sigurfinnsson sýnir.
113. 12. des. Höllin. Styrktartónleikar.
114. 13. des. Landakirkja. Jólatónleikar.
115. 14. des. Kiwanis. Tónleikar: Ágúst Óskar Gústafsson og Jóhanna Ýr Jónsdóttir.
116. 28. des. Bíó í Sagnheimum. Sýnt brot úr myndum sem Heimaklettur lét taka á árunum 1950-1965.