Ólögmæt úthlutun á makrílkvóta hefur kostað samfélagið í Vestmannaeyjum um 5 til 6 milljarða

Umboðsmaður alþingis hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að eins og við Eyjamenn bentum þá hafi ólöglega verið staðið að úthlutun á markrílkvóta.  Áætlað er að samfélagið í Vestmannaeyjum hafi orðið af samtals 5 til 6 milljörðum króna frá árinu 2011 til dagsins í dag vegna þessa .  Fyrir það væri hægt að veita fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum að minnsta kosti næstu...

...120 árin.

Í viðtali við morgunblaðið í dag bendi ég á að sveitarfélagið hefur vegna þessara ólögmætu aðgerða sem fyrst var ráðist í af fyrrverandi ríkisstjórn orðið af hundruðum milljóna í mynd aflagjalda og útsvars.  Vegna þess erum við að láta reikna þetta út og kanna lagalega stöðu okkar.  Tjón fyrirtækjanna og ekki síst starfsmanna þeirra er verulegt.  Við áætluðum að árið 2011 hefðu tpast 1.250 milljónir út úr samfélaginu.  Þar af voru tapaðar launatekjur sjómanna 133 miljónirog tapaðar tekjur landverkafólks 71 miljón- bara það árið.  Síðan þá hefur skaðinn undið upp á sig og vaxið.

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur nú falið mér að gæta áfram hagsmuna bæjarins varðandi þettta stórfellda tekjutap vegna ráðstafana fyrrveradi sjávarútvegsráðherrra við úthlutun makríl kvóta.  Umfjöllun bæjarráðs má finna hér (Bæjarráð).

Það er ömurlegt og ekki til sóma að ríkið skuli í þessu efni hafa skellt skollaeyrum við viðvörunum okkar en strax í aðdraganda þessrar stjórnvaldsaðgerðar varði bæjarstórn nánast einróma (Jórunn Einarsdóttir sat hjá) við því að úthlutunin væri bæði ólögmæt og skaðleg fyrir Vestmannaeyjar.  Ályktun bæjarrstjórnar frá 2011 má finna hér (Bæjarstjórn).

Eftir stendur að þessar ákvarðanir þáverandi ríkisstjornar hafa stórskaðað fyrirtæki í Vestmannaeyjum og samfélagið í heild.  Vestmanneyjabæ er því nauðugur sá kostur að íhuga alvarlega hver lagaleg staða okkar er.  Eftir atvikum verður að krefjast leiðréttingar fyrir dómstólum.

Við teljum ennfremur einboðið að ríkisstjórn geri sjávarútvegsráðherra að byrja strax að vinda ofan af þeim ólögmætu vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð við úthlutun á makríl síðan 2011.

Víðtækasti skaðinn vegna þess alls er þó sennilega sú mikla óvissa sem skapast í sjávarútvegi þegar stöðugt er verið að hræra í viðskiptaumhverfinu.  Nú er staðan sú að sjávarútvegsráðherra þarf að vinda ofan af þessari ólögmætu úthlutun.  Hver er þá til dæmis staða þeirra fyrirtæja sem hafa aflað sér lögmæta veiðireynslu síðan 2011 á forsendum þessarar ólögmætu úthlutunar?

Sjávarbyggðir hafa frá örófi alda búið við óvissu vegna aflabrest og breytinga í náttúrunni.  Við hefur bæst fiskveiðistjórnunarkerfi sem sannarlega hefur hámarkað arð þjóðarinnar af grunnatvinnuveginum en sá herkostnaður var greiddur af sjávarbyggðunum með stórkostlegri íbúafækkun.  Það er lágmarks kurteisi gagnvart sjávarbyggðum og landsmönnum almennt að lög séu virt og en þau ekki markvisst sniðgengin.  Það á við um útgerðir og það á sannarlega við um löggjafan sjálfan.

Previous
Previous

Vínið, vandamálið og vangavelturnar - Stutt síðan sama umræða var um sölu á mjólk

Next
Next

Íbúar í Vestmannaeyjum eru þeir ánægðustu á landinu öllu þegar Capacent-Gallup spyr um hvernig sveitarfélagið sem þeir búa í sinni menningarmálum.