Matur er of dýr
Það er of dýrt að lifa á Íslandi. Þar kveður mest að grunnkostnaði við húsnæði og mat. Sú staða er ekki lögmál. Hún er afleiðing af ákvörðunum. Það er skylda stjórnvalda að bregðast við á kostnaðarhliðinni, ekki bara á tekjuhliðinni. Sem sagt með því að koma í veg fyrir stöðuga hækkun á grunnlifikostnaði og stöðva höfrungahlaup launahækkana.
Næst dýrasta land í Evrópu
Ísland er dýrasta land í Evrópu, á eftir Sviss (tölur frá 2022). Þessi kostnaður er að ganga af heimilum -sérstaklega tekjulágum- dauðum.
Næst dýrasta land í Evrópu
Ég er heppinn. Mitt heimili býr að því að við hjónin erum núna með traustar tekjur og uppkomin börn. Þótt við finnum verulega fyrir hækkandi verði á nauðsynjavörum -sérstaklega matar og húsnæðiskostnaði- þá slær það okkur ekki eins og það gerði þegar börnin voru yngri og við störfuðum bæði sem kennarar. Í dag slær staðan okkur heldur ekki eins og þá sem eru tekjulægri í þessu ástandi.
Næst dýrasta land í Evrópu
Fyrir fáeinum árum vörðum við nánast öllum okkar tekjum í húsnæði og mat, auk afborganna af námslánum. Allt annað var munaður sem við þurftum að vega og meta í hvert skipti. Þannig -og jafvel enn verri- er staða margra núna. Staðreyndin er nefnilega sú að heimilin verja mjög ólíku hlutfalli af launum sínum í mat og húsnæði. Lækkun á matar- og húsnæðiskostnaði skilar þannig mestu til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Vissulega skilar þetta til allra, en mestu til þeirra sem minnst hafa.
Tekjulágir nota rúmlega 50% af launum sínum í mat.
Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum er staðreyndin sú að lægsta tekjutíundin notar rúmlega 50% af launum sínum í mat og áfengi (ath. áfengi er flokkað með matvælum í samantekt Alþjóða bankans) en tekjuháir nota eingöngu um 16% af sínum launum.
Þessari stöðu þurfa stjórnvöld að mæta. Þar þarf m.a. að horfa til samkeppnisstöðu á smásölumarkaði, aukins innflutnings á því sem framleitt er í verksmiðjubúum, lækkun tolla og margt fl.
Staðan er óviðunandi - Það er kominn tími á aðgerðir.