Landeyjahöfn (símavíðtal)

Í gærmorgun (08. jan.) ræddi ég við morgunútvarp Rásar 2, eða öllu heldur stjórnendur þess þáttar.  Umræðuefnið var enn og aftur blessuð Landeyjahöfnin.  Í viðtalinu ræddi ég m.a við þá kappa um minnisblað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stýrihópi um nýsmíði.
Í minnisblaðinu kemur ma. fram að höfundar þess telji að stór þáttur í að vinna Landeyjahöfn út úr byrjunarörðugleikum sé að ...

... fá til siglinga heppilegra skip en nú er notað.  Áhyggjuefni er að núverandi Herjólfur skuli hafa komið lang lakast úr úr prófum í siglingaherminum.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella á ramman hér að ofan.

Í minnisblaðinu kemur einnig fram að heppilegast þeirra skipa sem prófuð voru hafi verið “ferja 2” sem er 60 metra löng útbúin með tveimur 1300Kwh vélum og 1,75m azimut skrúfum. Burðargeta svipar til þess sem er hjá Herjólfi í dag en hægt er að ná mikið meiri flutningsgetu með því að stytta afgreiðslutíma skipsins við komu og brottför.  Höfundar taka fram að stærð þess skips sem mælt er með takmarki af sjálfsögðu flutningsgetuna en mat þeirra sé að við því sé hægt að bregðast án þess að fórna því öryggi sem fylgir heppilegri stærð. Allt kapp beri því að leggja á að fá nýtt skip smíðað og í gagnið sem allra fyrst.

Previous
Previous

Sjúkravél á að vera staðsett í Vestmannaeyjum

Next
Next

Þrettándinn í Eyjum, mögunð saga