Meira um píkuskoðun
Í gær skrifaði ég pistil um innflytjendamál. Þau skrif komu svo á síðu mína fyrr í dag. Þar fór ég yfir stöðuna og fjallaði um hvernig þessi mál eru unnin. Það gerði ég þrátt fyrir að ég vissi að hinn pólitískaréttrúnðarkirkja hér á landi færi í kjölfarið flikk flakk heljarstök og DV myndi í kjölfarið setja í gang þá flökunarvél sem kommentakerfið er. Allt fór eins og búast mátti við. Það sem kom mér hinsvegar á óvart var hversu harkaleg viðbrögð orðið „umskurður“ í skrifum mínum vakti. Sérstaklega þegar fullyrt var að ég myndi vilja „spenna í sundur lappir á flóttafólki“, „skoða á þeim píkuna“, „gera þeim lífið óbærilegt“ og..
...þar fram eftir götunum. Vissuleg lýsir slíkt mest þeim sem heldur slíku á lofti en engu að síður þótti mér í framhaldinu áhugavert að skrifa aðeins meira um þetta orð sem vakti svo mikil viðbrögð.
Staðreyndin er sú að afskræming á kynfærum kvenna er hroðalegt vandamál. Áætlað er að yfir 125 milljónir kvenna séu enn í dag umskornar og á hverju ári bætast um 2 milljónir við. Algengast er þetta í Afríku og miðausturlöndum. (http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs241/en/). Umskurður kvenna er ekki eingöngu lífshættuleg í framkvæmd, heldur er hún einnig birtingamynd hrottafenginar kúgunar á konum.
Umskurður kvenna á fátt skylt við umskurð karla. Þrjár helstu tegundir af slíkum umskurði eru:
• Fremsti hluti sníps fjarlægður
• Snípur og skapbarmar fjarlægðir alveg
• Snípur og skapbarmar fjarlægðir og saumað er fyrir -upp í leggöng. Aðeins er skilið eftir smá op fyrir þvag og tíðarblóð. Þessar limlestingarnar eru svo hrottalegar að skera verður ungar brúðir opnar, til að brúðguminn fái að njóta hennar á brúðkaupsnóttina. Og yfirleitt er þær saumaðar saman á eftir.
Hér er að finna ágætisumfjöllun um þetta: http://www.spegill.is/is/grein/2012/10/28/umskurdur_kvenna_
Ég hef ekki mikla þekkingu á líkamlegum áhrifum þess ofbeldis sem umskurður kvenna er. Það liggur þó í hlutarins eðli að sýkingarhætta er mikil og fl.. Ýmiss önnur líkamleg áhrif eru af umskurðinum. Þekking mín nær meira til sálfræðilegra áhrifa. Í mastersnámi mínu í sálfræði tók ég til að mynda áfanga sem hét „Sexology“ og þar var ma. annars komið inn á sálfræðileg áhrifa þessa hroðalega ofbeldis.
Það kemur væntanlega engum á óvart að fórnarlömb slíks ofbeldis verða fyrir margskonar sálfræðilegum áföllum í kjölfarið. Jafnvel svo mjög að þau glíma við skert geðheilbrigði svo sem PTSD eða áfalla streitu röskun (http://www.kms.is/index.php?option=com_content&view=article&id=168&Itemid=578).
Áfallið (traumað) og minning viðburðarins sem og um sáraukan geta hæglega varað lengi. Jafnvel ævina út. Sérstaklega er hætt við að slíkt gerist í tengslum við hverskyns upplifun af kynlífi. Barneignir geta á sama máta aukið á sálfræðilegan vanda þessu tengdu. Vandi þeirra sem hafa orðið fyrir alvarlegustu aðgerðinni (Snípur og skapbarmar fjarlægðir og sumaði fyrir legop) er af sjálfsögðu marfalt aukin þegar þær eru „opnaðar að nýju„ og síðan jafnvel saumað fyrir aftur. Allt slíkt veldur endurupplifun á upprunalega áfallinu.
Rannsókn frá 2010 á stúlkum frá Iraq leiddi í ljós að allar umskornar stúlkur tengdu minningu um aðgerðina hræðslu og hroðalegu áfalli. Yfir 78% þeirra lýstu upplifun á ofsahræðslu, hjálparleysi, hryllingi og miklum sársauka. Yfir 74% var enn að glíma við áfallastreituröskun vegna aðgerðarinnar. (https://marciokenobi.wordpress.com/2014/05/09/). Það er hátt hlutfall. Til samanburðar benti rannsókn á hermönnum eftir WW2 á að allt að 45% þeirra þjáðist af PTSD. Það þótti réttilega hátt hlutfall.
Aðrar rannsóknir hafa leit í ljós að stúlkur sem verða fyrir þessari tegund af ofbeldi eru í framhaldi í aukinni hættu á að þróa með sér lækkað sjálfsmat, neikvæða sjálfsímynd og jafnvel persónuleikalaskanir.
Það segir sig sjálft að hætt er við því að einhverjar þeirra kvenna sem koma hingað til lands sem flóttafólk kunna að hafa orðið fyrir limlestingum sem þeirri sem hér er að ofan er lýst. Jafnvel kann að vera að þessar sömu konur tilkynni slíkar pyntingar. Hvaða skoðanir sem við kunnum að hafa á málefnum hælisleitenda þá held ég að flestir hljóti að vilja veita fórnarlömbum pyntinga viðeigandi þjónustu.
Að mínu mati ætti það að vera hluti af starfsemi móttökumiðstöðvar að veita fórnarlömbum pyntinga sérstaka aðstoð á meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur og því hélt ég fram í skrifum mínum fyrr í dag (sjá: http://ellidi.is/is/frett/2014/08/22/hvernig_medhondlum_vid_flottafolk__). Það kallaði yfir sig þau viðbrögð sem hér koma fram í kommentakerfi DV (http://www.dv.is/frettir/2014/8/22/ellidi-segir-malefni-innflytjenda-vandamal/?fb_comment_id=fbc_929740053706427_929782500368849_929782500368849#f244ecbfb8)
Eftir sem áður tel ég mikilvægt að stytta sem mest óvissutímann fyrir flóttafólk, hraða úrvinnslu og vinna eftir alþjóðasáttmálum svo sem Dyflinarsáttmálanum. Ég tel líka fáránlegt að krefjast afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna hins svokallaða „lekamáls“. Fyrir sumum gerir það mig að manni sem vill skoða píkurnar á öllum hælisleitendum.