Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum vill leggja aðildarviðræður stjórnvalda við ESB og önnur pólitísk þrætuepli til hliðar á nýju ári

Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra einstaklinga í mismunandi greinum núna á fyrstu dögum nýs árs og spurði þá hvernig þeim fannst árið 2011 og hvað þeir vilja sjá á nýju ári.
 

Ég var einn þeirra sem haft var samband við og svörin mín eru hér að neðan.

Hvernig var árið?
 
Árið 2011 var Eyjamönnum almennt gott. Í viðbót við hefðbundnar veiðar og vinnslu þá settu makrílveiðar og vinnsla mikinn kraft í atvinnulífið yfir sumarið. Ferðaþjónustu hér í Eyjum hefur einnig vaxið fiskur um hrygg með tilkomu Landeyjahafnar.
 
Hvað var vel gert?
 
Útflutningsgreinar standa sig afar vel. Sjávarútvegurinn skilar þúsundum heimila í landinu auknum tekjum og ríkinu gríðalegum skatttekjum. Heilt yfir þá vekur það aðdáun mína að sjá hvað fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa verið fljót að straumlínulaga sig og ýmist lámarka skaðan af ástandinu eða jafvel að nýta sér það.
 
Hvað var slæmt?
 
Sundurleiti ríkisstjórnar hefur gert það að verkum að við töpum nú hverju árinu á eftir öðru. Það myndi ekki ganga í litlu hlutafélagi að stjórn þess kæmi sér ekki saman um meginlínur enda myndi slíkt valda rekstrinum stórum skaða.
 
Hvað viltu sjá á nýju ári
 
Á nýju ári myndi ég vilja sjá fjárlög íslenska ríkisins núllstillt. Það gengur ekki að halda áfram að skera niður grunnþjónustu. Ég myndi vilja sjá pólitískum þrætueplum svo sem umsókn um aðild að ESB, breytingar á stjórnarskrá, breytingar á stjórnunun sjávarútvegs og fl. vikið til hliðar.

Previous
Previous

Hætt við að verið sé að skattleggja flug af markaðnum

Next
Next

Eyjamaður ársins og annað fólk sem skaraði framúr í Eyjum árið 2011