Ríkið skerti heilbrigðisþjónustu ofan í gefin loforð
Fyrir nokkrum árum skammaði Velferðarráðuneytið mig fyrir að fara með staðlausa stafi (sjá: https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33112). Það er hvorki í fyrsta né seinasta skiptið sem ég er skammaður af embættismönnum eða öðrum fulltrúum ríkisins.
Tilefnið í þetta skiptið var að ég krafðist þess að hætt yrði við að draga úr þjónustu heilbriðgðisstofnunarinnar. Krafðist þess að ekki yrði lögð af skurðstofuþjónusta. Krafðist þess að ekki yrði dregið úr fæðingaþjónustu.
Meðal umvöndunarorða voru þessi orð sem í dag vekja athygli: „Ráðuneytið vill koma því á framfæri að engin áform eru uppi um slíkt né er gert ráð fyrir að breytngar verði á þjónustustigi við íbúa Vestmannaeyja.”
www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33112
Hvað sem skömmum og fögrum fyrirheitum ráðuneytisins viðvíkur þá er núna búið að loka skurðstofunni og þar með leggja af C1 fæðingaþjónustu. Lang flest börn verða því að fæðast í Reykjavík.
Núna eru að koma kosningar. Fróðlegt verður að sjá hvort frambjóðendur allra flokki lofi að berjast fyrir því að börn fái á ný að fæðast í Vestmannaeyjum.